Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 11
Hringjarinn frá Notre Dame Stefán Jörgen hefur alltaf verið mikill aðdáandi kvikmynda eins og Star Wars, Labyrinth og fleiri ævin- týralegra mynda, en þær kveiktu einmitt áhuga hans á „special makeup effects“ bransanum, eða því sem á íslensku heitir gervahönnun. „Í fyrsta skipti sem ég var beð- inn að vinna slíka vinnu, var þegar kona sem ég kannaðist við bað mig að farða manninn sinn sem hringj- arann frá Notre Dame, fyrir grímu- ball, sem ég og gerði. En fyrsta al- vöru verkefnið mitt var fyrir ís- lenska kvikmynd sem heitir Ógi- lógos, en hún fjallar um geimverur sem lifa á hljóðum en fyrir þá mynd gerði ég fimmtán grímur. Þetta var mikil vinna og tók mig tvö sumur, en ég fékk lítið í aðra hönd. Síðan var það árið 1996 þegar ég starfaði í Mjólkursamsölunni að Hrafn Gunn- laugsson hafði samband við mig og vildi fá mig til að vinna við kvik- myndina Myrkrahöfðingjann. Þetta var stórt verkefni og ég sló til, sagði upp vinnunni og fékk til liðs við mig strák sem heitir Sigurjón Friðrik Garðarsson. Honum hefur gengið vel, hann vinnur við tölvugrafík og annað slíkt í dag. Það var mjög skemmtilegt að vinna við Myrka- höfðingjann, ég sá um útlitið á lík- um, afskornum útlimum eða illa sködduðum, brunnum andlitum og fleira í þeim dúr. Þetta var algerlega frábært fyrir mig og ómetanleg reynsla að fá að vinna við þessa stór- mynd.“ Óskarsverðlaun fyrir „special makeup effects“ Í framhaldinu fékk Stefán Jörg- en vinnu við fleiri kvikmyndir og ber þar hæst bandarísku hrollvekjuna The Wolf Man, frá árinu 2009. Þetta var stórmynd sem skartaði stjörn- unum Benicio del Toro og Anthony Hopkins í aðalhlutverkum. „Aðal-gervahönnuður myndar- innar var Rick Baker og hann réð mig sem aðstoðarmann. Við vorum að búa til alls konar gervi, farða leik- ara og breyta þeim í varúlfa og aðrar skepnur. Þetta er stærsta verkefni sem ég hef tekið þátt í, enda fékk myndin Óskarsverðlaun fyrir „speci- al makeup effects“. Það var draumi líkast fyrir mig að fá að vinna við þetta verkefni, fyrir utan hvað það var mikil upphefð fyrir mig að starfa með Rick Baker, því hann er mín helsta fyrirmynd í gervahönnun. Þessi maður er algjör snillingur,“ segir Stefán sem fékk starfið vegna þess að hann bað um eiginhandar- áritun hjá Rick Baker þegar hann var á ráðstefnu í London nokkrum misserum fyrr. „Ég var með myndaalbúmið mitt með mér og bað hann að skrifa nafnið sitt þar og þá bað hann mig um leyfi til að kíkja á verkin mín. Hann gaf sér góðan tíma, skoðaði í gegnum allt albúmið mitt og skrifaði svo: „Great stuff“. Ég var auðvitað hæstánægður með það og hann bað mig auk þess um nafnspjaldið mitt, ef hann þyrfti einhvern tímann að hafa samband við mig. Ári síðar hringdi aðstoðarkona hans í mig og bauð mér þessa vinnu. Það var eins og hvert annað ævintýri að fá að vinna með goðinu mínu.“ Stuttmyndin Borgarljós Stefán Jörgen hefur komið víða við á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað við gervahönnun. Verkefnin hafa bæði verið stór og smá, hann vann meðal annars við kvikmynd Clints Eastwood, Flags Of Our Fathers, sem tekin var upp hér á landi. „Nýjasta verkefnið mitt var vinna við íslenska stuttmynd sem heitir Borgarljós, en þar sá ég um að búa til sár á líkama og annað slíkt. En núna vinn ég mest í þrívídd- argrafíkinni, ég hef tekið að mér tvö verkefni fyrir Toyota-auglýsingu og ýmislegt fleira, en ég hef verið í grafíkinni frá því árið 2009. Ég er að kynna mig í bransanum, hvort sem það eru auglýsingar eða eitthvað annað. Hver sem er getur fengið mig í slík verkefni.“ Leonardo da Vinci Stefán leiraði þessa sílikondúkku frá grunni. Sílikondúkka Þessa gerði Stefán fyrir kvikmyndina Last Winter. Palli Gervi sem Stefán gerði á Pál Óskar, gervið þekur allt höfuðið. Ketkrókur Grímuförðun Stefáns fyrir stuttmyndina Örstutt jól. Þrívíddargrafík Stefán hefur unnið þrívíddargrafík m.a fyrir fyrirtækið Frame Store, en þessar tvær myndir eru persónuleg verk hans. Gervi Þennan apamann bjó Stefán til fyrir kvikmyndina The Wolf Man. Ég sá um útlitið á lík- um, afskornum útlimum eða illa sködduðum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Fyrirtæki og verslanir Leikföng í úrvali UMBOÐSAÐILI: www.danco.is Ídag er ég grafalvarlegur við-skiptablaðamaður. Ég erlíka næstum því ennþá al-varlegri skattalögfræðingur. Ég segi næstum því vegna þess að eitt stykki af lokaritgerð hefur vof- að yfir líkt og óveðursský í formi skattaréttar í lengri tíma en ég kýs að gefa upp. Ég var hins vegar ekki alltaf svona leiðinleg týpa. Til marks um það get ég bent á að fjórtán ára tók ég strætó eftir eina góða vakt í Snælands Video (sorrí mamma) og fékk mér tattú. Ekkert ákveðið. Valdi bara tattú úr plastmöppu á staðnum. Það var blátt fiðrildi og ég viðurkenni að betri ákvarð- anir hafa verið teknar. Fjórtán ára var ég líka í klappstýruliði. Á tímum þegar handboltaleikir Aftur- eldingar náðu hápunkti í hálf- leik. Þá hlupu nefnilega nokkrar flatbrjósta unglings- stúlkur úr Mosfells- bænum inn á völlinn í íþróttatoppum og stuttum Holta-kjúklings pilsum. Þær höfðu hent í klapp- stýruhnoðra úr Nóatúns- pokum og voru með stóra drauma. Þær langaði í alvörubúninga. Eins og í bíómyndum. Eðlilega var því tekin ákvörðun um að dansa klappstýru- dans frá Þingvöllum og safna áheitum. Það tókst og skínandi fínir klappstýrubúningar voru pantaðir beint frá höfuðvígi íþróttarinnar í Bandaríkjunum. Eða svo var hald- ið. Í reynd var peningunum hins vegar stolið og stoð- unum þar með kippt undan bandaríska draumnum. Væri klappstýrudans þjóðaríþrótt Íslendinga í dag ef ekkert hefði í skorist og við hefðum lagt greinina fyrir okkur? Mögulega ekki. Í dag saman- stendur liðið hins vegar af lögfræð- ingum, endurskoð- endum, verkfræð- ingum og hag- fræðingum. For- eldrar okkar myndu líklega segja að málið hefði þróast á hinn besta veg. »„Þær höfðu hent íklappstýruhnoðra úr Nóatúnspokum og voru með stóra drauma. Þær langaði í alvörubúninga.“ HeimurSunnu Sunna Sæm sunnasaem@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.