Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Að innan frá með Birkisafanum og utanfrá með Birki Scrub og Birki Cellolite olíunni Birki Cellolite olían hjálpar til við að draga úr og koma í veg fyrir appelsínuhúð* - í samhljómi við mann og náttúru, www.weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland *Niðurstöður vísindalegra rannsókna (Derma Concept GmbH) Þéttleiki húðarinnar jókst um 35% eftir 28 daga notkun með Birki Cellolite olíunni og Birkisafanum og mýkt húðarinnar varð 21% meiri. Meðhöndlaðu appelsínuhúðina heildrænt BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Formenn fimm verkalýðsfélaga og stjórnarmenn Eflingar segja gjána í kjaraviðræðunum hafa breikkað eftir að það spurðist út að stjórn HB Granda hefði á síðasta aðalfundi ákveðið að hækka stjórnarlaun fyrir- tækisins um 33%. Stjórn Eflingar sendi frá sér álykt- un vegna málsins þar sem sagði að ákvörðunin lýsti bæði „taktleysi og siðleysi gagnvart fólkinu á gólfinu sem hefur byggt upp HB Granda með vinnu sinni og aukinni fram- leiðslu ár eftir ár“. Hún sé „óboðleg“. „Með þessari ákvörðun hefur stjórn HB Granda sett alla framvindu kjarasamningaviðræðna í uppnám. Efling-stéttarfélag krefst þess að stjórn HB Granda verði þegar í stað kölluð saman til að afturkalla þessar ákvarðanir og taka nýjar sem taka mið af hagsmunum starfsmanna fyrirtækisins og þörfum samfélagsins sem við búum í,“ sagði í ályktuninni. Ekki náðist í Kristján Loftsson, stjórnarformann HB Granda. Hann sagði í samtali við RÚV að stjórnar- launin hefðu hækkað úr 150 í 200 þús. Taldi hann „ekkert óhóf“ í þessum greiðslum sem væru með því minnsta hjá skráðu félagi í Kauphöllinni. Hækkun HB Granda gefi tóninn Í Flóafélögunum eru Verkalýðs- félagið Hlíf, VSFK og Efling. Um 27.000 félagsmenn eru í félögunum. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa hleypt illu blóði í hans fólk. „Grandamálið hefur haft þær afleiðingar að við metum stöðuna nú þannig að fyrirtækin séu að gefa tóninn um að innistæða sé fyrir við- bótarhækkunum umfram kröfur okk- ar. Samtök atvinnulífsins hafa hamr- að á því að aðeins sé hægt að hækka laun um 3-4%. Nú er það hins vegar skilningur okkar fólks að svigrúm fyrirtækja í kjarasamningum sé meira en rætt hefur verið um.“ „Það óskar þess enginn að fara í verkföll en menn jafnvel telja sig knúna til þess. Maður heyrir það á félagsmönnum að þegar þeir horfa fram á misskiptinguna sem er orðin í landinu að þá sé ekkert annað í boði,“ segir Kolbeinn sem kveðst ekki hafa séð jafn breiða gjá milli samnings- aðila í kjaramálum síðan hann hóf af- skipti af þeim hjá Hlíf árið 1995. „Misskiptingin hefur að mínu mati aukist mikið undanfarin ár. Það er orðinn mikið meiri munur á milli þeirra sem eru á lægri laununum og þeim sem eru á hærri launum,“ segir Kolbeinn sem telur aðspurður að stéttabarátta sé að hefjast á Íslandi. „Það stefnir í það og svo virðist sem unnið sé hörðum höndum að því. Maður heyrir það á hrokanum sem er kominn í stjórnendur. Þetta þekkti maður ekki áður fyrir. Menn komu sameiginlega að því að ná lendingu og lausnum. Nú er þessu orðið meira miðstýrt. Áður var meira hægt að semja beint við fyrirtækin en nú er þetta komið í stýringu hjá SA.“ Kjaradeilan að harðna Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir engin merki um annað en að deilan í kjaramálum sé að harðna. Að- ildarfélög ASÍ telji ekki tilefni til að leita til stjórnvalda. Þar skorti traust. Gylfi segir merki um að stétta- skipting á Íslandi sé að aukast. Þau ummæli Kristjáns Loftssonar, að hann viti ekki hvað almennir starfsmenn HB Granda hafi í laun séu til vitnis um að fólk í efsta lagi þjóðfélagsins hafi litla hugmynd um lífsbaráttu almennra launþega. „Drottningin í Frakklandi spurði eitt sinn af hverju fólkið sem var að kvarta yfir hungri fengi sér ekki kök- ur. Viðhorfið hjá stjórnendum í ís- lensku samfélagi er orðið jafn veru- leikafirrt. Þegar Kristján Loftsson viðurkennir [í samtali við RÚV] að hann hafi ekki hugmynd um á hvaða kjörum starfsfólk hans er, undir- strikar það þá gríðarlegu gjá sem er að myndast á milli þessara stjórn- enda og fólks í efra laginu annars vegar og launafólks hins vegar. Þegar stjórnarformenn og stjórnarmenn eru farnir að samþykkja að laun for- stjóra séu 3-5 milljónir, þá finnst þeim 200-500 þúsund í stjórnarlaun á mánuði vera smáræði. Það að þeir geti ekki áttað sig á samhengi þeirra launa við þau kjör sem starfsmenn þeirra, fólkið sem skapar verðmætin, býr við er ávísun á langvarandi átök. Ég velti því fyrir mér hvort skipuleggja ætti námskeið fyrir þetta fólk um hvernig lífið er hjá venjulegu fólki. Ég held í alvöru talað að það sé mikilvægt að huga að því að þessi aðall, eins og hann telur sig vera, fái fræðslu um þau kjör sem þjóðin býr við,“ segir Gylfi sem telur að yfirstétt sé að verða til á Íslandi. „Smæð þjóðfélagsins hefur verið styrkleiki þess. Við höfum deilt kjör- unum, búið í sömu hverfunum og alist upp saman. Forystumenn í stjórn- málum og atvinnulífi hafa alist upp með almenningi. Þetta er því miður í vaxandi mæli að breytast. Hér eru orðin til hverfi og skólar fyrir efna- fólk og einhvers konar aðskilnaður sem veldur því að það er ekki lengur hægt að eiga þessa samræðu.“ Vitni um vaxandi misskiptingu  Formenn verkalýðsfélaga segja 33% hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda sem eld á kjaradeiluna  Formaður Hlífar hefur ekki séð jafn breiða gjá í kjaramálum í 20 ár  Forseti ASÍ átelur „aðal“ Morgunblaðið/Ernir Fiskvinnsla HB Granda Hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda um 33% hefur víða verið gagnrýnd. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir hækkunina hjá HB Granda mælast illa fyrir. Líkur á því að deilan fari til ríkissáttasemjara fari vaxandi. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar, tekur í sama streng. „Þetta útspil skerðir möguleikann á því að menn nái saman með öðrum hætti en að menn sæki ýtrustu kröfur, enda ná kröfur okkar ekki einu sinni upp í þá hækkun sem Grandi býður sínum stjórnarmönnum.“ Björn Snæbjörnsson, formað- ur Starfsgreinasambandsins, SGS, segir hækkkuna „hljóta að verða viðmið um kauphækkanir í fiskvinnslunni“. Hækkunin verði viðmið SÝN FORMANNS SGS Þorsteinn Víg- lundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, seg- ir samtökin hafa lagt á það ríka áherslu að breyta vinnu- brögðum við gerð kjarasamn- inga, að byggt skuli á hófsömum launahækkunum sem skili meiri árangri við að byggja upp kaupmátt. „Það gefur auga leið að stjórn- endur og þar með stjórnir verða að ganga á undan með góðu fordæmi. Nú er það reyndar svo að í tilfelli HB Granda er það fyrirtæki að koma inn á markað og er nú í fyrsta skipti verið að taka ákvörðun í skráðu fyrirtæki, þar sem vissulega eru auknar kröfur til stjórnar- manna. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun eru stjórnarlaun þar klár- lega í lægri endanum og með því lægsta sem gerist hjá skráðum fyrirtækjum. Það er að sama skapi ljóst að þetta hefur hleypt illu blóði í viðræður,“ segir Þorsteinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær það vera „óæskilegt“ og „af- leitt“ að farið sé í „tugprósenta hækkun, til dæmis á stjórnar- launum“, líkt og ýmis dæmi væru um að undanförnu. Þorsteinn Víglundsson Stjórnendur fyrir- tækja gangi á undan með góðu fordæmi Kolbeinn Gunnarsson Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.