Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Á morgun, laugardag, fer fram annað mót ársins í Þrekmótaröð- inni, 5x5 Áskorunin, sem haldið verður í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Keppnin hefst kl. 09.00 og stendur til kl. 15.00. Yfir 300 manns á öllum aldri munu taka þátt í keppninni og hafa til að mynda aldrei fleiri verið skráðir í hópi 39 ára og eldri, segir í tilkynningu frá mótshöldurum. Keppt er í þremur flokkum, ein- staklingskeppni, parakeppni og liðakeppni (5 í liði). Verðlaunað er bæði í almennum aldursflokki og í flokki 39 ára og eldri. „Búast má við í kringum 2.000 gestum á mótið, það kostar ekkert inn og mikið fjör í gangi þar sem æfingafélagar og fjölskyldur mæta og hvetja sitt fólk,“ segir í tilkynn- ingunni. Keppendur koma frá hin- um ýmsu líkamsræktarstöðvum. Átök Tekið á því í síðustu keppni. Yfir 300 keppendur í Þrekmótaröðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst innbrot í reiðhjóla- verslun í Kópavogi um páskana, en í því var m.a. stolið lítilli sendi- bifreið, á annan tug reiðhjóla, reið- hjólahjálmum og verkfærum. Ökutækið og hluti reiðhjólanna eru komin í leitirnar, auk reiðhjóla úr öðrum þjófnaðarmálum, og því ljóst að þjófarnir hafa verið stór- tækir. Tveir karlar, annar á fertugs- en hinn á fimmtugsaldri, voru hand- teknir vegna málsins, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Í þágu rannsóknarinnar voru fram- kvæmdar allmargar húsleitir á höf- uðborgarsvæðinu, en í þeim var m.a. lagt hald á á þriðja tug reið- hjóla, sem flest eru ný, en verð- mæti þess sem stolið var skiptir milljónum, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Stórtækur hjóla- þjófnaður upplýstur Nokkrir áhugamenn um varðveislu sjóminja heim- sóttu Odd Helgason æviskrárritara í ORG – ætt- fræðiþjónustuna. Áhugi er á því að að efla samstarf ættfræðiþjónustunnar og Sjóminjasafnsins Víkur. Tilgangurinn er að minnka hættuna á að mikilvæg menningarverðmæti sem tengjast sjósókn í Reykja- vík og víðar um land glatist. Félagarnir standa við líkan af Íslendingi Gunnars Marels. Þeir eru Guð- brandur Benediktsson safnstjóri, Agnar Jónsson skipasmiður, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrver- andi borgarfulltrúi, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Efla samstarf um varðveislu sjóminja Morgunblaðið/RAX Tveir sölustaðir, af þeim 15 sem kannaðir voru í Hafnarfirði, seldu nýverið unglingum undir aldri sígarettur og sex sölustaðir seldu þeim neftóbak. Einn staðanna seldi unglingunum bæði sígarettur og neftóbak. Segir frá þessu í til- kynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Þar kemur ennfremur fram að könnunin hafi staðið yfir í mars og apríl. Var það forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar sem stóð fyrir henni en hann vildi athuga hvort ung- lingar gætu keypt tóbak þar í bæ. Mega búast við áminningu Við framkvæmd könnunarinnar voru tveir unglingar úr 10. bekk fengnir til þess að fara á sölustaði tóbaks, undir eftirliti starfsmanna bæjarins, í þeim tilgangi að kaupa neftóbak og sígarettur. Ekki var þó farið inn á sölustaði tóbaks sem einnig eru með vínveitingarleyfi. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ er búist við því að þeir staðir sem seldu ungmenn- unum tóbak fái áminningu frá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðisins en upplýs- ingar úr könnuninni voru sendar þangað til úrvinnslu. Mun for- varnafulltrúi bæjarins jafnframt senda viðkomandi sölustöðum ábendingu. Hafnfirsk ung- menni með tóbak  Sex staðir seldu börnum neftóbak Morgunblaðið/Ásdís Sígaretta Reykingar eru óhollar. Stórhöfða 31 Δ 110 Reykjavík Δ sími 569 3000 Δ stafir@stafir.is stafir.is Starfsemi Stafa lífeyrissjóðs Kennitölur samtryggingardeildar 2014 2013 Nafnávöxtun: 8,6% 8,7% Hrein raunávöxtun: 7,4% 4,9% Hrein raunávöxtun (5 ára vegið meðaltal) 4,1% 1.6% Fjöldi sjóðfélaga í samtryggingardeild 8.912 8.873 Fjöldi lífeyrisþega í samtryggingardeild 4.902 4.572 Rekstrarkostnaður í hlutfalli af iðgjöldum 3% 3,4% Rekstrarkostnaður í hlutfalli af eignum 0,12% 0,14% Lífeyrir í hlutfalli af iðgjöldum 66,7% 65,5% Stöðugildi: 13,1 14,3 árið 2014 Stafir lífeyrissjóður starfaði í samtryggingardeild og séreignardeild á árinu 2014 og tók við iðgjöldum í samræmi við lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 124.567 milljónum króna og jókst um 10% frá árinu 2013. Nafnávöxtun heildareigna 2014 var 8,4% en hrein raunávöxtun 7,3%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sjóðsins síðustu fimm árin er 4,1%. Í lok árs 2014 áttu 57.132 einstaklingar réttindi í sjóðnum. Á árinu 2014 greiddu 8.912 einstaklingar iðgjald til samtryggingardeildar Stafa og 1.952 launagreiðendur. Á árinu 2014 fengu 4.902 lífeyrisþegar greitt úr samtryggingardeild, alls 3.087 milljónir króna, sem er aukning um 7,3% frá fyrra ári. Lífeyrisþegum fjölgaði um 7,2% á árinu eða um 330. Greiðslur úr séreignardeild námu um 299 milljónum króna, svipað og á fyrra ári. Í árslok 2014 áttu 17.827 einstaklingar réttindi í séreignardeild. Virkir sjóðfélagar í séreignardeild voru 1.288. Iðgjaldagreiðslur til séreignar- deildar námu 242 milljónum króna, sem er 14% aukning frá fyrra ári. Tryggingarfræðileg staða sjóðsins var í lok árs neikvæð um 10,2% og að viðbættri framtíðarskuldbindingu er hún neikvæð um 4,6%. Staðan hefur því batnað frá fyrra ári þegar hún var neikvæð um 13,3% og um 6,6% að viðbættri framtíðarskuldbindingu. Hlutfall erlendra eigna af verðbréfaeign Stafa var 24,1% í lok árs 2014. Langtímamarkmið sjóðsins er að erlendar eignir sjóðsins nemi um 30% af heildareignum hans. Rekstrarkostnaður sjóðsins nam 156 milljónum króna á árinu 2014 og lækkaði um 6,1% frá fyrra ári. Aðalfundur Stafa lífeyrissjóðs verður á Grand Hóteli Reykjavík þriðjudaginn 19. maí 2015 og hefst kl. 17:00. Aðalfundur Stafir lífeyrissjóður boðar til sjóðfélagafundar í aðdraganda aðalfundar. Sjóðfélagafundurinn verður að Stórhöfða 31 í Reykjavík miðvikudaginn 29. apríl kl. 17:00. Sjóðfélagafundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.