Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Smáflokkurinn Plaid Cymru (Flokk- ur Wales) mælist nú með um það bil 0,6% fylgi í Bretlandi og leiðtogar hans vona að það dugi til að hann komist í oddaaðstöðu á breska þinginu í kosningunum 7. maí. Nýjustu kannanir í Bretlandi benda til þess að lítill munur sé á fylgi Íhaldsflokksins og Verka- mannaflokksins og hvorugur þeirra fái nógu mörg þingsæti til að geta myndað stjórn án stuðnings annarra flokka. Verkamannaflokkurinn fengi 282 þingsæti af 650 og Íhalds- flokkurinn 280, að því er fram kemur á vefsíðu Electoral Calculus sem metur líklega skiptingu þingsæta út frá fylgiskönnunum. Samkvæmt þessu vantar Verkamannaflokkinn 44 sæti til að ná meirihluta í neðri málstofu breska þingsins. Frjáls- lyndum demókrötum, sem eru í stjórn með Íhaldsflokknum, er spáð 17 sætum, en hann fékk 57 í síðustu kosningum árið 2010. UKIP, Breski sjálfstæðis- flokkurinn, er nú með 13,2% fylgi í öllu Bretlandi en fengi samt aðeins eitt þingsæti vegna kosningafyrir- komulagsins sem byggist á einmenn- ingskjördæmum. Skoski þjóðar- flokkurinn er með 3,8% fylgi í Bretlandi og fengi 48 skosku þing- sætanna. Plaid Cymru fengi þrjú sæti þótt fylgi hans mælist aðeins 0,6% í Bretlandi. Samkvæmt þessari spá gæti Verkamannaflokkurinn myndað meirihlutastjórn með Skoska þjóðar- flokknum einum. Ekki þarf þó mikið til að þetta breytist og forystumenn Plaid Cymru vonast til að geta ráðið úrslitum um það hvers konar ríkis- stjórn verður mynduð eftir kosning- arnar. Þeir hafa lofað að vinna með Skoska þjóðarflokknum og Græn- ingjum, sem spáð er einu þingsæti, til að koma í veg fyrir að breskir íhaldsmenn haldi völdunum. Allir flokkarnir þrír eru andvígir sparn- aðaraðgerðum sem Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa boð- að til að eyða fjárlagahallanum. Plaid Cymru er vinstriflokkur, stofnaður árið 1925 og er hlynntur sjálfstæði Wales. Leiðtogi hans er Leanne Wood, 43 ára kona sem hef- ur átt sæti á þingi Wales frá árinu 2003. Hún var kjörin leiðtogi Plaid Cymru í mars 2012. Wales verði lýðveldi Wood er lýðveldissinni og sagði í viðtali nýlega að sérhvert barn ætti að eiga möguleika á því síðar á æv- inni að verða þjóðhöfðingi lands síns í kosningum. Hún kveðst vera full- viss um að Wales fái sjálfstæði frá Bretlandi áður en langt um líður, það sé spurning um ár frekar en áratugi. Plaid Cymru mælist nú með 12% fylgi í Wales sem er með rúmar þrjár milljónir íbúa, eða 4,8% allra íbúa Bretlands. Flokkurinn er sá fjórði stærsti í Wales, á eftir Verka- mannaflokknum (40%), Íhalds- flokknum (26%) og UKIP (13%). Plaid Cymru er með þrjú sæti á breska þinginu og könnunin bendir til þess að flokkurinn haldi þeim. Wood segir flokkinn vilja að Verka- mannaflokkurinn myndi minnihluta- stjórn eftir kosningarnar. Roger Scully, prófessor í stjórnmálafræði við Cardiff-háskóla, segir að Plaid Cymru geti haft veruleg áhrif á stefnu minnihlutastjórnarinnar ef flokkurinn kemst í oddaaðstöðu á breska þinginu. Wood kveðst ætla að beita sér fyrir stefnu sem myndi verða almenningi í öllu Bretlandi til góðs, ekki aðeins Walesbúum. Hún boðar m.a. réttlátari skiptingu þjóðarauðsins og auknar opinberar fjárfestingar til að bæta vegi, lesta- samgöngur, skóla og heilbrigðis- þjónustuna, fjölga störfum og auka hagvöxt. AFP Leiðtogaeinvígi Leanne Wood. leiðtogi Plaid Cymru (t.v.), David Cameron forsætisráðherra og Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins. Plaid Cymru gæti komist í oddaaðstöðu  Smáflokkur þjóðernissinna í Wales vonast til að verða áhrifamikill á breska þinginu eftir kosningarnar í maí Í prósentum Fylgi bresku flokkanna Meðalfylgi skv. síðustu könnunum breskra fjölmiðla Heimild: BBC Græningjar Íhalds- flokkurinn UKIP Breski sjálf- stæðisflokkurinn Verkamanna- flokkurinn Frjálslyndir demókratar Aðrir m.a. þjóðernis- sinnar í Skotlandi og Wales 8 5 34 14 5 34 Búrmabúar taka þátt í vatns- og nýárshátíð í Yangon, stærstu borg Búrma. Hátíðin nefndist Thingyang og er haldin ár hvert frá 13. til 16. apríl. Slíkar nýárshátíðir eru einnig haldnar meðal búddatrúarmanna í Taílandi, Kambódíu og Laos. Í Taílandi nefnist hún Songkran og er haldin 13. til 15. apríl. AFP Nýju ári fagnað með vatnshátíð SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 08.04.15 - 14.04.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Afturgangan Jo Nesbø Britt - Marie var hér Fredrik Backman Vertu Úlfur Héðinn Unnsteinsson Ormstunga Kjartan Yngvi Björnsson Snæbjörn Brynjarsson Gleymdu stúlkurnar Sara Blædel Viðrini veit ég mig vera Óttar Guðmundsson Syndlaus Viveca Sten Nikkýogbaráttanumbergmálstréð Brynja Sif Skúladóttir Ástin, drekinn, og dauðinn Vilborg Davíðsdóttir Zack Mons Kallentoft Markus Lutteman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.