Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Mannauður vinnu- staða er hreinlega það afl sem keyrir áfram fyrirtæki landsins. Vinnuumhverfið hefur mikið verið að breytast og það sem einkennir þróun atvinnumála er að auknar kröfur eru á starfsmenn að skila meiri framlegð með minni kostnaði, stöðu- gildum fer fækkandi og fleiri verk- efni færast á færri herðar sem setur starfsmenn oft í mikla tímapressu. Tímabundnar ráðningar eru að aukast sem skapar óvissu í starfs- umhverfi mannauðs. Þegar horft er til þessara hröðu breytinga er ekki annað en hægt en að spá því að áhættuþáttum innan vinnustaða fari fjölgandi. Sálfélagslegt áhættumat er einn af nauðsynlegu þáttum vinnuvernd- ar og felur í sér meðal annars að meta áhættuþætti í starfsumhverf- inu sem hafa áhrif á andlega líðan, heilsu og árangur starfsmanna. Það nýja við þetta mat er að í þetta sinn er verið að skima fyrir huglægum og félagslegum áhættuþáttum, sem sagt einhverju sem er óáþreifanlegt en ekki síður mikilvægt. Matið á að ná til allra þeirra áhættuþátta í vinnuumhverfinu sem geta haft áhrif á líðan á sál og líkama starfsfólks. Meginmarkmiðið á bakvið sálfélags- legt áhættumat er að greina líðan starfsmanna, auka skilning á sál- félagslegum þáttum í vinnuum- hverfi, efla stjórn á þessum þáttum, fyrirbyggja neikvæð áhrif þessara þátta og efla starfsmenn með fræðslu og stuðningi. Þannig er sál- félagslegt áhættumat mikilvægt verkfæri fyrir mann- auðsstjóra. Því miður er orðið allt of algengt að starfsmenn upplifi að geta illa stjórnað starfsálagi, fái allt of oft verkefni í starfi án þess að hafa nauðsyn- leg bjargráð til að leysa úr þeim. Þeir fá sjaldan hrós eða þakklæti fyrir vel unnin störf, finna fyrir mjög slöku upp- lýsingaflæði á vinnu- stað sínum og fá of lít- inn fyrirvara til að bregðast við breytingum eða verkefnum. Allt eru þetta þættir í starfsum- hverfi sem geta unnið gegn vellíðan og starfsárangri. Ekki má gleyma einum mikilvæg- asta áhættuþættinum sem er streit- an, en hún er oftar en ekki rauði þráðurinn og rótin á bak við und- irliggjandi vandamál á vinnustöðum. Þessir óáþreifanlegu þættir hafa margvíslegar birtingarmyndir og þess vegna geta vandamálin oft ver- ið mjög dulin og ná að verða und- irliggjandi skaðvaldar innan vinnu- staða og afleiðingin kemur niður á heilsu, líðan og velferð starfsmanna sem óhjákvæmilega hefur mikinn fjárhagslegan kostnað í för með sér fyrir atvinnurekanda. Verri afköst, tapaðar vinnustundir, aukin veikindi ásamt mikilli spennu í andrúmslofti og samskiptum innan vinnustaðar eru algengustu afleiðingar þess ef fyrirtæki leggja sig ekki fram í að fyrirbyggja það að sálfélagslegir áhættuþættir aukist, vaxi og séu látnir óafskiptir. Sálfélagslegt áhættumat er orðið lögbundið mat skv. lögum um vinnu- vernd, þannig að atvinnurekendum ber skylda til að framfylgja því að slíkt áhættumat sé gert og leiti til viðurkenndra fagaðila sem hafa afl- að réttinda til að framkvæma slíkt mat inni á vinnustöðum. Út frá mat- inu er hægt að greina ríkjandi áhættuþætti innan vinnustaða og móta aðgerðaráætlanir sem inni- halda verklagsreglur og nauðsynleg úrræði og inngrip til að bregðast við þeim áhættum sem virðast ríkjandi. Fagaðili aðstoðar við slíkt ferli og þróar í samvinnu með atvinnurek- anda forvarnaáætlun til að fyr- irbyggja að mögulegir áhættuþættir nái að hafa neikvæðar afleiðingar á heilsu, líðan og velferð starfsmanna. Starfsumhverfið verður sífellt flókn- ara og erfitt að sporna við hraðri þróun þess og mikilvægt er að efla mannauðinn og styrkja til að vera betur í stakk búinn til að takast á við kröfur, verkefni og álag í starfi. Sál- félagslegt áhættumat er án efa ein besta fjárfesting atvinnurekenda til eflingar mannauðs sem mun skila sér sem heilbrigðari, öflugri og sam- keppnishæfari vinnustaður með sterka ímynd út á við sem og inn á við. Heimildir: Vinnuverndarlögin – lög nr. 46/ 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Heimasíða Vinnueftirlits rík- isins: www.ver.is Eftir Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur » Sálfélagslegt áhættumat er ný nálgun vinnuverndar sem hefur að gera með áhættuþætti innan vinnustaða sem snúa að félagslegri og huglægri líðan. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir Höfundur er MSc. í félags- og vinnu- sálfræði og starfar sem ráðgjafi For- varna ehf. Sálfélagslegt áhættumat Ég vona að allt vel- viljað fólk sé þess sinn- is að það sé óþarfi og ómannúðlegt í þróuðu landi að halda fólki í sárri neyð án þess að gera eitthvað í því. Slæm dreifing þjóð- artekna er einnig ár- angurslítil fyrir öll þjóðfélög og mikill ójöfnuður og fátækt veikir löndin og leiðir til óróa og stundum stríða. Það er ekkert akademískt um velfarnað borgaranna eða þjóðfélagsins, held- ur er það raunin og raunirnar sem gilda. Það er augljóst að raunsæis- og hagsýnissjónarmið verða að taka yfir hina ýmsu stjórnmála- hugmyndafræði til þess að unnt sé að takast á við vandann, að hjálpa og styðja samfélagssystkinin og allir hver annan og byggja upp gott og sterkt samfélag sem Ísland á skilið að vera. Velmegandi almennir borg- arar – og þó sérstaklega miðstéttin – eru alls staðar þungamiðjan og lítil til miðlungsstór fyrirtæki eru drif- vélin á bak við markaðshagkerfið, frjálsræðið og lýðræðið, sem við vilj- um flest halda í og vernda, og best væri að lyfta sem flestum til hinnar skapandi millistéttar. Launasamningar Það er eitthvað mikið að íslenskri atvinnulöggjöf fyrst að það er sjaldn- ast hægt að komast að einhverri vit- rænni niðurstöðu fyrirfram og í tíma áður en einstakir hópar geta aftur og aftur haldið kverkataki á öllu og öll- um og skemmt illa út frá sér. Sam- anburðarfræðin að ef einn þá annar skapar dómínóáhrif og spírala sem að landið ætti að hafa fengið meira en nóg af, en enginn hefur getu eða þor til þess að berjast við orminn og breyta hlutunum til skynsamlegri vegar. Sérhagsmunavefurinn er rammur Núverandi samn- ingalota Það horfir því aftur illa fyrir okkur undir núverandi ófriði á vinnumarkaðinum. Sumir atvinnurek- endur voru einnig afar ólánsamir að setja kúrsinn með því að skammta sjálfum sér fljótt kauphækkanir og ríkið gekkst einnig fyrir sumum leiðandi launa- hækkunum og þetta skapaði óánægju og spennu hjá fólkinu, sem von er. Þá hafa samtök atvinnulífsins einnig farið þannig fram í fyr- irtækjum sem að lífeyrissjóðirnir eru stórir hluthafar í. Hvað er til ráða? Ef að samtök atvinnulífsins sem og stjórnvöld bæru gæfu og dreng- skap til þess að setja stefnuna að þessu sinni á að hlúa sem mest að hinum raunþurfandi, en alls ekki láta háar heldur hógværar launahækk- anir ganga upp skalann, væri von að stíga mætti mikilvæg skref í átt til meiri jöfnuðar og betra lífs margs al- mennings. Í stuttu máli eru grund- vallartillögur mínar þessar:  Að skerðingar norrænu vel- ferðastjórnarinnar hjá öldruðum og öryrkjum verði lagfærðar og að þær og engin laun verði undir kr 300 þús á mánuði eða treysta samninga- nefndafulltrúar sér til þess að skrimta af því? Setja mætti lög um lágmarkslaun ef að það leysti málið.  Að sömu laun séu greidd fyrir sömu störf.  Að skattleysismörk verði hækk- uð.  Að lækka tryggingargjaldið verulega nú þegar.  Að lækka alla skatta svo sem unnt er í skrefum.  Að verðtryggingin á neyt- endalánum, skemmdarvargurinn stóri, verði afnumin án tafar.  Að hefjast í leiðinni loks handa við að skera niður og minnka hið kostnaðarsama ríkisbákn, sem að bara stækkar eins og að það sé eðl- isfræðilegt náttúrulögmál Það er margt annað, sem að breyta mætti og gera betur, en eitt mikilvægt skref væri að lagfæra lög- gjöfina um lífeyrissjóði þannig að eigendur þeirra kysu sér stjórnir sjóðanna og að mönnum verði heim- ilt og frjálst að velja sér sinn lífeyr- issjóð og að skipta um sjóð ef vilja. Fólkið í fyrirrúmi Ég hef sjálfur verið í atvinnu- rekstri alla mína starfstíð og rak m.a. fyrirtæki þar sem að vinnulaun voru afar stór og viðkvæmur þáttur í rekstrinum. Ég veit því vel að það að hækka lægstu laun um hátt hundr- aðshlutfall getur verið biti að kyngja, en ef það eru aðeins þau lægstu sem að fá góða leiðréttingu en ekki allur fjöldinn þá blasir annað dæmi við. Aðalatriðið er að það þarf að setja sig í spor hinna minni máttar og hugsa um hag þeirra og velferð og það er einnig undirstöðuverkefni ríkisins en ekki um fjármálafyrirtæki. Þau sjá um sig án hjálpar. Nefndar aðgerðir sköpuðu svo fljótt meiri umsvif á markaðnum öllum til hagsbóta þegar upp er staðið, þ.m.t. hinu opinbera. Eftir Kjartan Örn Kjartansson » Það er undirstöðu- atriði að hjálpa og styðja minni máttar samfélagssystkini og hvort annað og byggja upp gott samfélag. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrv. forstjóri. Samfélagshugsun Kaupmaður gekk til konungs og bauð vín- ber til sölu og vildi fá 1.000 k. fyrir kílóið „Allt of dýrt – vísið manninum út,“ var skipun konungsins. Svar konungsins fór fyrir brjóstið á kaup- manninum og ákvað hann því að ná sér nið- ur á kónginum og reyndi að lauma ólöglegum berjum inn á hann með því að lækka kíló- verðið í 300 kr. Konungurinn úr- skurðaði að það verð væri nærri lagi og ákvað því að gefa þessum við- skiptum tækifæri þó svo að berin litu ekki alveg eins út og upphaflegu berin gerðu. En ekki leið á löngu áður en ráðgjafar konungsins bentu honum á að berin væru ólögleg. Þegar kóngurinn kallaði kaupmann- inn fram fyrir sig og leitaði útskýr- ingar svaraði kaupmaðurinn: „Nú ert þú, kóngur góður, búinn að kaupa ber og ef þú vilt ekki ólög- legu berin neyðist þú til að kaupa dýru berin.“ Örlög kaupmannsins urðu þau að hann endaði í fangelsi eins og nærri má geta. Grein Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, okkar hæstvirta hæstarétt- arlögmanns, sem birtist í Morg- unblaðinu 7. apríl síðastliðnum, kemur inn á dæmi um dóm Hæsta- réttar sem verður að dæmast ómarkviss dómsúrskurður. Eins og menn muna buðu bankarnir yfirleitt verðtryggð lán á okurvöxtum sem íslenskir neytendur höfnuðu að öllu jöfnu. Bílalán voru ekki algeng þá frekar en nú og meðalaldur bíla var hár. En þá datt bönkunum það snjallræði í hug að bjóða til sölu „ódýr“ en „ólögleg“ „lán (ólán)“. Ör- lög bankana enduðu með falli eins og nærri má geta. En þá úrskurðaði Hæstiréttur til neytenda: Fyrst við getum ekki haldið okkur við ódýru en ólöglegu ólánin „neyðast“ ís- lenskir neytendur til að kaupa upp- haflegu dýru lánin. Hæstarétt- arlögmaðurinn okkar, Jón Steinar, vitnar í dóminum þannig: „Var talið að víkja „yrði“ til hliðar ákvæði lánasamningsins um vexti þar sem bein og órjúfanleg tengsl væru milli ákvæðis samningsins um geng- isbindingu og ákvæðis um vexti. Var ákvæði samningsins um vexti því vikið til hliðar „í þágu fyrrgreindrar niðurstöðu“.“ Þessi rökstuðningur hefur síðan reynst galinn og í þágu nýju bankanna. Ætlast er til að ís- lenskir lántakendur kyngi þessum ómark- vissa dómsúrskurði Hæstaréttar og ekki er laust við að lántak- endum finnist að óréttlæti hafi náð að læðast inn í laga- uppbyggingu þjóð- arinnar. Mér er spurn: Hvað ætli þeir séu margir milljarðarnir í gróða núver- andi banka sem eru tilkomnir vegna þessara ómarkvissu dóma Hæsta- réttar 16. september 2010 á kostnað íslenskra lántakenda? Og fyrir hvað? Hér er hallað á lántakendur, sem ekki er á bætandi, þar sem bein og órjúfanleg tengsl eru á milli þess að vörð beri að standa um auðmagns- eigendur og þeirra hagsmuni. Sem sagt bein og órjúfanleg tengsl eru milli Hæstaréttar og auðmagnseig- enda. Ekki glæsilegt það. Traustvísitala Hæstaréttar er í frjálsu falli því miður fyrir okkar samfélag og nálgast hratt niður í það traust almennings sem það ber til okkar háa Alþingis. Hættan er að lögleysan aukist við þessar aðstæður og ef til vill er Jón Steinar með holla og góða ábendingu um að minnka beri álag Hæstaréttar og breyta skuli skipulagi og starfs- háttum þess svo það geti betur sinnt því háleita hlutverki sínu að byggja lög landsins markvisst til hagsbóta og réttlætis þegnum þess. Hvort minnkandi álag Hæstaréttar myndi breyta eðli dómanna í þágu neytenda og almennings gegn kúg- urum landsins kemur kannski ekki fram í grein lögmannsins okkar. Og ekki var það ætlunin að draga heil- indi hans í efa heldur hitt að beina sjónum okkar að því hver sé kóng- urinn í dæmisögunni. Sú vísa er og ætti aldrei að vera of oft kveðin. Dæmisagan af kaup- manninum sem þurfti að selja berin sín Eftir Geir Jón Grettisson Geir Jón Grettisson »Hvað ætli þeir séu margir milljarðarnir í gróða núverandi banka sem eru tilkomnir vegna þessara ómarkvissu dóma Hæstaréttar 16. september 2010? Höfundur er lífeyris- og trygg- ingaráðgjafi og íslenskur lántakandi. Ég vil þakka fyrir greinina „Bæn mín er …“ eftir Sigurbjörn Þorkels- son sem var í Morgunblaðinu 15. apríl sl. Ég tel hana eiga erindi við alla. Ellen Svava. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Góð grein eftir Sigurbjörn Kirkjur Fagrir steindir gluggar í Fáskrúðarbakkakirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.