Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 ✝ Axel Kristjáns-son fæddist í Reykjavík 15. mars 1927. Hann lést 7. apríl 2015. Foreldrar hans voru Kristján Jó- hannsson, f. 19.9. 1895, d. 20.2. 1974, og Margrét Petrea Elíasdóttir, f. 13.8. 1904, d. 20.6. 1980. Systkini Axels eru Þóra, f. 1928, látin, Erla, f. 1929, látin, Emil, f. 1930, og Elías, f. 1934, látinn. 24.12. 1966 kvæntist Axel Helgu Birnu Gunnarsdóttur, f. 20.11. 1940 á Ísafirði. For- eldrar hennar voru Gunnar Bjarnason, f. 10.10. 1913, d. 30.11. 1991, og Elísabet Jóns- dóttir, f. 19.3. 1914, d. 22.7. 2011. Börn Axels og Helgu er Laufey Anderson. Elís Ómar er kvæntur Julie Anderson. Börn þeirra eru Mechelle Petr- ína, Lára Beth, Kristinn Marie og Sara Laufey. Axel stundaði nám við Aust- urbæjarskóla og Ingimarsskóla í Reykjavík, Menntaskólann í Reykjavík, Loftskeytaskólann auk tónlistarnáms hjá Sigurði Briem og Tónlistarskóla Reykjavíkur. Axel lék á gítar, kontrabassa og önnur strengja- hljóðfæri í ýmsum danshljóm- sveitum og einnig á kontra- bassa í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Axel starfaði sem loft- skeytamaður og var yfirsímrit- ari hjá ritsímanum í Reykjavík um langt árabil. Síðustu árin helgaði hann fjölskyldu sinni, börnum og barnabörnum, ásamt því að reka gistiheimili í Hafnarfirði með eiginkonu sinni. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17. apríl 2015, kl. 13. Birnu: 1) Gunn- hildur Halldóra. Sambýlismaður hennar er Þröstur Hringsson. Dætur Gunnhildar Hall- dóru eru Rebekka, Helga Birna og Heba Marheiður. 2) Helga Björg, gift Sturlu Þór Sigurðssyni. Börn þeirra eru Jóna El- ísabet og Snædís Birna. 3) Kristján. Börn hans eru Axel Magnús, Tinna Nótt og Ragnar Rökkvi. 4) Gunnar Axel, kvænt- ur Katrínu N. Sverrisdóttur. Börn þeirra eru Hrafnkatla Örk og Flóki. Fyrir átti Gunn- ar Axel börnin Sigrúnu Líf, Daníel Karl og Aðalbjörn. Fyr- ir átti Axel Elís Ómar, búsettur í Bandaríkjunum. Móðir hans Að kveðja lífsförunaut, elsk- huga, vin og föður barnanna lokar þeim kafla í lífinu sem krefur okkur um ábyrgð, trúnað, æðru- leysi og elsku en sem gefur okkur jafnframt lífsfyllingu og undir- strikar mikilvægi þess að njóta meðan varir. Hann Axel minn er farinn, ástvinur minn í rúmlega hálfa öld og faðir yndislegu barnanna okkar. Svo góður faðir og afi. Öll börn löðuðust að hon- um, fundu hjá honum athvarf, ástúð og ævintýr. Einskis betra getur móðir óskað sér. Þakka þér þetta, elsku vinurinn minn. Þakka þér fyrir djúphygli þína og óþrjótandi þekkingu sem þú miðl- aðir svo létt og alltaf án yfirlætis. Þakka þér traustið og frelsið sem þú gafst mér til að sinna mínum hugðarefnum og gera þau að þín- um. Þakka þér fyrir að vera elsk- huginn minn sem alltaf sannfærð- ir mig um að ég væri sú besta og eina og glæddir líf mitt öryggi og ró. Aðeins trúin á almættið gerir mögulegt að afbera það rof sem í sjónhendingu stöðvar framvindu þess dýrmætasta sem lífið bygg- ist á. Helga Birna. Hann elsku pabbi okkar er lát- inn. Hvernig má það vera að í hugarfylgsnum okkar bregði ekki skugga á nokkra minningu um hann, en þannig er það. Við höf- um alltaf verið viss um að betri föður var ekki að finna. Minning- in er sveipuð ró, ljúfmennsku og gjafmildi í öllum skilningi. Þannig maður var hann. Hann pabbi var kominn á miðj- an aldur þegar hann eignaðist okkur, eldri en flestir foreldrar vina okkar, en hann var síferskur og bjó jafnframt að dýrmætri reynslu og víðtækri þekkingu sem við nutum í ríkum mæli í daglegu lífi okkar. Hann átti að baki ævintýralegt líf tengt tónlist, siglingu um heimsins höf og framandi menningu sem hann gaf okkur hlutdeild í með frásögnum. Á sama hátt litaði hann líf barnanna okkar með frásögnum um liðinn tíma sem hann, eins og endranær, kryddaði með sínum áherslum ef ekki beinum skáld- skap og lágstemmdum húmor. En lífið var ekki bara gáski. Al- vara heimsins var drjúgt inntak í umræðu á heimilinu okkar alla tíð, sem markaðist af óþrjótandi áhuga foreldranna á stjórnmál- um og þeim skilningi þeirra að ekkert mannlegt væri þeim óvið- komandi. Lífssýn hans einkennd- ist af sterkri réttlætiskennd, birt- ist í stóru og smáu og beindist jafnt að samfélaginu öllu sem og umhyggju fyrir heilsu fjölskyld- unnar. Hann var mjög upptekinn af næringarríkri fæðu og dugleg- ur að elda hollan og aðlaðandi mat fyrir okkur og barnabörnin sín og það beinlínis kætti hann ef við báðum hann um hafragraut. Það er dýrmætt að hafa átt svo góðan föður og mikilvægt vega- nesti fyrir hvað vandasamasta hlutverk fullorðinsáranna, að verða sjálfur foreldri. Síðustu ár- in í lífi hans einkenndust af erfiðri heilsu og það var sárt að vita hann yfirgefa æskuheimilið okk- ar og dvelja löngum stundum á sjúkrastofnunum og síðustu tvö árin á hjúkrunarheimili. Við hugguðum okkur við það að hún elsku mamma okkar var honum ávallt nálæg og tryggði öryggi hans og lífsgæði eins og kostur var. Gunna Dóra, Helga Björg, Kristján og Gunnar Axel. Elsku afi. Um leið og við kveðjum þig með miklum trega minnumst við allra dýrmætu samverustund- anna með þér. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og kenndir okk- ur svo margt. Það sem stendur upp úr er hvernig þér tókst að gera veröld okkar að ævintýra- heimi og gafst umhverfinu og öllu því smálega ný nöfn og merkingu. Það eru ekki nema nokkur ár síðan við áttuðum okk- ur á því að þú varst ekki með kettlinga í maganum og að ep- lacider og döðlur væru ekki apapiss og apakúkur. Það verður eflaust sjaldan sem við fáum okkur bjúgu, bananakássur og gervirjóma í skál í framtíðinni en það er eitthvað sem mun alltaf fylgja minningunni um þig. Þú tókst alltaf á móti okkur með bros á vör, fullan faðm af hlýju og galopið eldhús með alls kyns kræsingum. Takk fyrir að kenna okkur svo margt um liðna tíð sem við hefðum eflaust annars ekki hugmynd um, takk fyrir að sýna okkur þolinmæði og nenna að útskýra fyrir okkur það sem gerðist í fréttum og allar sögurn- ar sem þú sagðir okkur á þinn einstaka hátt, takk fyrir að gera Bónus að ævintýraheimi, takk fyrir að sýna öllu sem við gerðum áhuga og takk fyrir að vera til staðar. Minningin þín mun lifa með okkur og við treystum á að þér líði vel og það hafi verið tekið á móti þér með fulla skál af rauðu Opal og eins mikilli ást og þú átt skilið. Elsku afi, sofðu rótt og hvíldu í friði. Þangað til næst, Axel Magnús, Heba Mar- heiður, Helga Birna, Jóna Elísabet, Sigrún Líf og Snædís Birna. Elsku góði Axel mágur minn. Alltaf varst þú mér, Ragga og börnum okkar mjög góður vinur. Þú veittir öllum athygli og gafst þér tíma til þess að ræða ígrundað og af umhyggju og natni. Fjölskyldur okkar voru alltaf mjög nánar enda börnin okkar á svipuðu reki og miklir vinir. Við fórum saman í ótal sumarbú- staðaferðir, fjöruferðir og berja- ferðir, stórfjölskyldan amma, afi og allir í samfloti. Sérstaklega var skemmtilegt þegar þú bauðst okkur í bústað- inn á Apavatni sem var ósjaldan þar sem rými var fyrir alla stór- fjölskylduna og við áttum saman dásamlega daga. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd og keyptir fyrir okkur barnavagna og heimilis- tæki þegar þú varst í siglingum og við að byrja okkar búskap. Þið Raggi voruð eins og jafn- aldar þó að rúm tuttugu ár væru á milli ykkar og það var alltaf mikil stemning þegar þið tókuð ykkur til í skiptivinnu og máluðuð heim- ili ykkar og okkar systranna. Þú betrekktir heilu veggina af mikilli nákvæmni. Gluggarnir sem þú lakkaðir á Efstalundi fyr- ir 25 árum eru algerlega enn í dag sem nýmálaðir. Ég nefni þetta vegna þess að mér finnst það lýs- andi fyrir þig sem ávallt hefur verið svo traustur, vandaður og góður. Þið Raggi deilduð áhuga á tón- list og þjóðmálum og voruð báðir tveir uppáhalds tengdasynir for- eldra minna. Elsku Helga Birna, Gunna Dóra, Helga Björg, Kristján, Gunnar Axel, tengdabörn og barnabörn. Ég votta ykkur innilega samúð mína í ykkar miklu sorg. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Axel Kristjánsson ✝ GuðmundurGuðmundsson fæddist í Vetleifs- holtsparti, Ása- hreppi, Rangár- vallasýslu, 27. mars 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 9. apríl 2015. Foreldrar hans voru hjónin Þor- gerður Guðný Guðmundsdóttir, f. í Vetleifsholtsparti, Ása- hreppi, Rangárvallasýslu, 9. júlí 1926, d. 4. september 2010, og Guðmundur Jón Helgason frá 31. desember 1972, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru a) Þorgerður Guðný, f. 6. desember 1970, hennar maður er Sigurður Jóns- son, börn þeirra eru Birta Rós, f. 1996, og Elvar Geir, f. 1999. b) Elva Björk, f. 18. ágúst 1975, hennar maður er Ragnar Leó Schmidt, börn þeirra eru Nína María, f. 1996, Emilía Rut, f. 1999, og Aníta Björt, f. 2004. c) Guðmundur Geir, f. 11. júlí 1978, d. 22. mars 1993. Guðmundur stundaði nám í Stýrimannaskólanum 1968-1970 og starfaði lengstum sem skip- stjóri á fiskiskipum. Hann var farsæll í því starfi og var m.a. aflakóngur í Grindavík 1980, þá skipstjóri á Verði ÞH4. Útför Guðmundar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 17. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Stafholti í Þór- kötlustaðahverfi, Grindavík, f. 10. febrúar 1921, d. 27. júní 2008. Guðmundur var elstur sjö systkina, þau eru Margrét Guðfinna, f. 1948, d. 2011, Helgi, f. 1950, d. 1984, Her- mann, f. 1952, Bragi, f. 1957, Þor- geir, f. 1960, og Guðbjörg Lilja, f. 1962. Þau eru öll búsett í Grindavík. Guðmundur kvæntist Guð- laugu Þórdísi Guðmundsdóttur Elskulegi pabbi minn kvaddi þetta jarðríki mun fyrr en ég átti von á eftir erfið veikindi. Þegar pabbi fór í aðgerð núna í mars átti ég alls ekki von á því að hann kæmi ekki aftur heim, og aldrei hefði mig grunað að ég yrði að skrifa minningargrein um hann fjórum vikum eftir aðgerðina, en lífið kemur sífellt á óvart og veit maður aldrei hvenær tími manns kemur. Pabbi var skipstjóri stór- an hluta af lífi sínu og var hann mjög farsæll skipstjóri og varð hann meðal annars aflakóngur árið 1980 á Verði ÞH4. Þegar ég var lítil stelpa þvældist ég með pabba út um allt, það var farið á vigtina, bryggjurúntur var farinn á hverju degi og stundum oft á dag. Á einum bryggjurúntinum fór pabbi um borð í einn bát til þess að spjalla aðeins og ég átti að bíða í bílnum, báturinn sem hann fór í var þriðji bátur frá bryggjunni. Mig var nú eitthvað farið að lengja eftir honum og klifraði yfir alla bátana og bankaði á hurðina í brúnni og spurði „er pabbi minn hérna?“ Það fengu allir karlarnir um borð hálfgert taugaáfall að sjá mig þarna aðeins fimm ára gamla en það eina sem ég hrædd- ist við það að klifra yfir bátana var lítil síld sem lá á einum bátn- um. Ég var ekki skilin ein eftir í bílnum á bryggjunni eftir þetta. Ekki má gleyma öllum kríueggjaferðunum sem við fór- um í og spenningnum við að fá að borða eggin. Pabbi gerði allt sem hann gat fyrir mig þegar mig vantaði eitthvað og var til staðar ef eitthvað bjátaði á. En síðustu ár settu veikindin stórt strik í reikninginn hjá honum hvað lífs- gæði hans varðar. Pabbi var mjög barngóður og átti hann auðvelt með að um- gangast börn eins og kom í ljós þegar hann fékk barnabörn. Stelpurnar mínar fóru oft í fjör- una með afa sínum og var hann að segja þeim hvað hinir ýmsu fuglar heita, eftir allar fjöruferð- irnar vissu þær alveg hvað helstu fuglarnir hér við sjóinn heita. Ísr- úntarnir voru heldu ekki fáir sem þær gátu platað afa sinn í og ef það var ekki nógu góður matur hjá mér þá var oft hringt í afa og fengu þær að borða hjá honum saltkjöt og þess háttar mat. Pabbi var líka mikill dýravinur og átti hann það til að taka að sér andarunga og kríuunga og voru þeir á vappi hjá honum þegar hann var að koma þeim á legg. Pabba verður sárt saknað hér á mínu heimili en ég get huggað mig við það að núna eru allar þrautir hans og þjáningar búnar og hann kominn til bróður míns, foreldra sinna og systkina. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá og skipið lagði landi frá. Hvað mundi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, er sumir kveðja. Ég horfi ein á eftir þér og skipið ber þig burt frá mér. Ég horfi ein við ystu sker. Því hugur minn er hjá þér bundinn, og löng er nótt við lokuð sundin. En ég skal biðja, og bíða þín uns nóttin dvín og dagur skín. Þó aldrei rætist óskin mín til hinsta dags ég hrópa og kalla, svo heyrast skal um heima alla. (Davíð Stefánsson.) Þín dóttir, Elva Björk. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran: Spámaðurinn.) Elsku pabbi minn, nú ert þú lagður af stað í þína hinstu för. Ég hélt að við myndum hafa þig lengur hérna hjá okkur. En sennilega gerðum við okkur ekki grein fyrir því hve veikur þú varst orðinn. Þú hefur verið leystur undan þrautum þínum og hefur sameinast okkar elskulega Gumma Geir sem kvaddi allt of snemma og þú saknaðir svo mik- ið. Minningarnar eru margar og þær munu ylja um ókomna tíð. Minnisstæðir eru allir sunnu- dagsrúntarnir sem oftar en ekki enduðu í fjöruferðum. Sjórinn var þitt líf og yndi. Og að fá að fara með þér á sjó var mikið æv- intýri, þrátt fyrir sjóveikina sem við systur vorum ekki lausar við. En sú minning sem er mér hvað kærust er þegar þú söngst „Hún hring minn ber“ í brúðkaupinu mínu. Ég þurfti aðeins að suða í þér en var alveg viss um að þér mundi fara þetta vel úr hendi sem fór eftir. Þú varst alltaf mjög barngóður og flest börn hændust að þér. Kannski hafði Tópasið í vasanum líka eitthvert aðdráttarafl. Fyrsta barnið mitt var líka fyrsta barnabarnið þitt. Það sem þú varst montinn að vera orðinn afi. Þegar barnabörnin voru yngri varst þú mjög duglegur að bjóða þeim á rúntinn og sýna þeim um- hverfið og fjöruna eins og þú gerðir með okkur systkinunum. Þessum ferðum fækkaði eftir að þau urðu eldri og þú veikari. En þau munu ylja sér við sínar minn- ingar. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, minning þín mun lifa í hjarta okkar. Þín, Þorgerður Guðný. Afi. Núna ert þú farinn frá okkur á betri stað þar sem allir þínir ástvinir taka vonandi á móti þér með opnum örmum. Ég var búin að gleyma hversu mikið ég saknaði þín þangað til ég missti þig. Að koma til þín í siginn fisk með mömmu. Að fá þig í heim- sókn með Míu. Að fara með þér í skötu á Þorláksmessu og elska það af því mér fannst hún góð líka. Að fá að sitja í framsætinu á bílnum þínum þótt ég væri ekki nógu gömul fyrir það af því þér fannst ég vera orðin svo stór. Ég mun sakna þess að borða desert með þér á jólunum af því það var það sem þér fannst best, en það sem ég mun sakna allra mest ert þú. Þú varst frábær maður og enn betri afi og minning þín mun alltaf lifa hjá mér. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín, Birta Rós. Elsku hinn afi. Nú ertu farinn og mér finnst það svo skrítið. Ég talaði við þig næstum á hverjum degi. Ég gat talað við þig um allt. Þú varst trúnaðarvinur minn. Við fórum í ferðalög og svo vorum við alltaf niðri í fjöru að skoða og niðri á bryggju. Þú sagðir mér frá þegar þú varst skipstjóri. Við fór- um í kríueggjaleit á vorin. Þú kenndir mér hvað fuglarnir heita og svo margt annað. Við horfðum saman á góðar myndir þegar ég gisti hjá þér og ég fékk alltaf að ráða hvað yrði í matinn.Við vor- um vinir síðan ég var pínulítill. Það verður svo erfitt að geta ekki hringt í hinn afa á kvöldin. Ég sakna þín mjög mikið. Ég veit samt að þér líður núna betur og að þú ert búinn að hitta strákinn þinn sem dó 14 ára og þú sakn- aðir hans mjög mikið. Við hitt- umst aftur hinum megin og ég veit að þú munt ávallt fylgja mér. Þinn vinur Andri. Elsku Gummi. Það er svo skrýtið að þú sért farinn. Það er erfitt að kveðja þig. Þú varst allt- af hluti af lífi mínu. Við vorum miklir vinir. Þú varst búinn að berjast lengi við þann sjúkdóm sem lagði þig að velli. Ég trúði alltaf að þú fengir lengri tíma. Að þú fengir annað nýra, en undir það síðasta áttaði ég mig á hve veikur þú varst orðinn. Þú kvart- aðir aldrei. Varst svo harður af þér. Ég vissi að allt var orðið mjög erfitt síðasta árið. Þú vildir ekki að aðrir þyrftu að hjálpa þér. Vildir geta gert hlutina sjálfur. Við Andri sonur minn eigum ótal fallegar minningar um sam- veru með þér. Ég sakna þín svo mikið, en veit að þú ert hjá Gumma Geir, syni þínum sem tekið hefur á móti þér. Nú líður þér vel. Þú munt ávallt vaka yfir barnabörnunum þínum og Andra. Milli þín og Andra var silfurþráður. Þið voruð óaðskilj- anlegir og einstakt samband var á milli ykkar. Við minnumst þín með hlýju og umhyggja þín fyrir Andra var einstök. Sjáumst síðar. Þín Margrét (Magga). Guðmundur Guðmundsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.