Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 ✝ Sigurveig AnnaStefánsdóttir fæddist í Ólafsfirði 15. maí 1930. Hún lést lést á dvalar- heimilinu Horn- brekku 8. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Jónína Kristín Gíslasdóttir húsmóðir, f. 24.8. 1895, d. 3.12. 1979, og Stefán Hafliði Steingrímsson verkamaður, f. 9.5. 1892, d. 19.2. 1972. Sigurveig var áttunda í röð tíu systkina. Látin eru Gíslína Kristín, Kristinn Eiríkur, Ólafur Steingrímsson, Guðlaug Krist- björg, Sigurjón Þór og Þorfinna. Eftirlifandi systkini eru Jón- mundur, Sigþór Magnús og Mar- grét Sigurhelga. Sigurveig giftist 31. desember 1952 Gísla M. Gíslasyni, skip- stjóra og netagerðarmanni. Gísli fæddist á Hofsósi 27. mars 1924. Björn Valur, f. 20. september 1959, kvæntur Þuríði Lilju Ró- senbergsdóttur, f. 12. ágúst 1961. Börn þeirra eru Sigurveig Petra, Berglind Harpa og Katla Hrund. Fyrir átti Björn Valur soninn Björgvin Davíð, f. 17. október 1976, d. 5. september 1992. Kristín Jónína, f. 25. júní 1965, gift Steingrími Bjarna Er- lingssyni, f. 15. janúar 1970. Dætur þeirra eru Soffía og Edda. Sigurveig á sautján barna- barnabörn og eitt barnabarna- barnabarn. Sigurveig sinnti hús- móðurstörfum meðan börnin uxu úr grasi ásamt ígripavinnu úti við. Árið 1978 fór hún að vinna í afleysingum á leikskól- anum Leikhólar í Ólafsfirði en fór svo fljótlega í fast starf og vann þar til maíloka árið 1997 er hún lét af störfum, þá 67 ára gömul. Sigurveig og Gísli stofn- uðu haustið 1973 ásamt tvennum öðrum hjónum í Ólafsfirði hluta- félagið Kristbjörgu hf. fyrst sem útgerðarfélag en síðar netagerð. Sigurveig var búsett á Dval- arheimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði frá árinu 2009. Útför Sigurveigar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 17. apríl 2015, kl. 14. Hann lést á Dvalar- heimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði 27. september 2009. Foreldrar hans voru Björg Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 21. júní 1891, d. 12. desem- ber 1981, og Gísli Magnús Gíslason sjómaður, f. 8. júní 1888, d. 16. júní 1941. Gísli og Sigurveig bjuggu all- an sinn búskap í Ólafsfirði, lengst af á Gunnólfsgötu 8. Börn þeirra eru Aðalsteinn Stefán, f. 27. janúar 1951, í sambúð með Júlíu Vorontsova, f. 7. september 1974. Börn Aðalsteins eru Gísli, Stefán Hafliði og uppeldisbörn Finnur Birgir og Vala Björk. Gísli, f. 23. ágúst 1953, kvæntur Önnu Einarsdóttur, f. 21. mars 1964. Börn Gísla eru Íris, Hilda Jana, Gísli Tryggvi og Dagur. Elsku mamma, takk fyrir alla þá góðmennsku, hlýju og um- hyggju sem þú sýndir mér og mínum á meðan þín naut við. Minning þín mun lifa lengi í hugum okkar allra og sérstak- lega í hugum ömmustelpnanna þinna, Soffíu og Eddu, sem þótti svo óendanlega mikið vænt um þig. Mamma, þú ert hetjan mín. Þú fegrar og þú fræðir. Þú gefur mér og græðir. Er finn ég þessa ást þá þurrkar þú tárin sem meǵekki sjást. Mamma, ég sakna þín. Mamma þú ert hetjan mín. Þú elskar og þú nærir. Þú kyssir mig og klæðir. Ef brotin er ég þú gerir allt gott. Með brosi þú sorg minni bægir á brott. Mamma, ég sakna þín. Ég finn þig hjá mér hvar sem er. Alls staðar og hvergi – þú ert hér. Þú mér brosir mót, ég finn þín blíðuhót. Alvitur á allan hátt þó lífið dragi úr þér mátt. Við Guð og menn þú sofnar sátt. Þú vakir líka er ég sef. Að nóttu og degi – þig ég hef. Þú berð ætíð höfuð hátt, veist svo margt en segir fátt. Gleður mig með koss á kinn. Mér finnst ég finna faðminn þinn og englar strjúki vanga minn. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Þinn vinur og dóttir, Kristín (Stína). Mamma. Hvað er fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um hana mömmu mína ? Góð – já hún var góð kona. Góðmennska hennar var eigin- lega ótamin. Hún vildi allt fyrir alla gera og mátti ekkert aumt sjá. Vildi alltaf hjálpa og krafð- ist einskis í staðinn. Og á Gunnólfsgötu 8 var ilm- andi matarlykt alla daga sem streymdi út um dyr og glugga. Verið að steikja kleinur eða soðið brauð og lummur eða baka kökur og guðdómlegar tertur. Og maturinn hennar mömmu, lambalærið og sósan eins og frá öðrum heimi. Hjá mömmu var alltaf svo hreint og fínt, samt var eins og hlutirnir gerðust bara af sjálfu sér, maður tók varla eftir því að hún væri að gera eitthvað. Mað- ur bara henti sokkunum út í loft- ið og Bingó – næsta dag voru þeir hreinir og samanbrotnir inni í skáp ! Æska umvafinn ást, um- hyggju og væntumþykju sem flæddi úr lindum sem virtust ótæmandi. Sú æska var sko góð. En hlutirnir gerðust ekki af sjálfu sér. Eitt man ég aldrei eftir að hafa séð mömmu gera. Ég sá hana aldrei liggja upp í sófa og slappa af ! Þegar hún slappaði af, þá var það kannski yfir útvarpsleikriti eða sögu, og þá var hún að sauma út á meðan og ég sat þétt upp við hana og fylgdist með henni um leið og lokaþátturinn af útvarpsleikritinu„Hulin hönd“ með sínum óhuggulegu hljóðum var í gangi. Þá var gott að vera nálægt henni mömmu. Pabbi var náttúrulega mikið á sjónum þegar ég var lítill. Það kom því í hlut mömmu að hugsa um okkur þrjá strákana og syst- ur okkar. Mamma var mikið náttúru- barn – ein mesta berjatínslu- kona landsins leyfi ég mér að fullyrða, alla ævi. Og berin voru nýtt. Bláberjasulta, berjasaft, ber og rjómi – berjadagar, berjaveisla. Öll ber handtínd. Ber tínd með berjatínu voru ekki alvöru ber. Mamma og pabbi voru mjög samrýmd og samstíga. Mamma var ekki pólitísk nema ef það að vera annt um landið sitt og náttúru er pólitík, þá var hún pólitísk í þeim skiln- ingi. Mamma var ekki hrifin af byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma. Mikil mótmæli voru um land allt vegna þessara fyrirhuguðu framkvæmda. Eitt af því sem var skipulagt, var að í hverjum bæ á Íslandi skyldi efnt til mótmælagöngu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þetta átti að gerast ákveðinn dag á tilteknum tíma. Á Ólafsfirði stóð ekkert slíkt til. Mamma fór því ein í falleg- ustu mótmælagöngu sögunnar, eins og ég kalla hana. Hún var þá orðin 75 ára. Úti var kalt og hálka. Pabbi, sem ég held að hafi nú ekkert haft á móti byggingu Kárahnjúka- virkjunar, sagði þá við hana; Þú ferð ekki ein út að ganga í þess- ari hálku. Hann leiddi því mömmu úti í hálkunni og kuldanum í minnstu en fallegustu mótmælagöngu sögunnar. Þessi litla saga af þeim sýnir mér í senn náttúrubarnið mömmu og væntumþykju og ást þeirra pabba og mömmu út lífið. Góð – var orðið sem mér datt fyrst í hug þegar ég settist niður og setti þessar minningar mínar á blað. Hún var alltaf góð við mig og Önnu, konuna mína. Hún var góð við börnin mín og barnabörnin. Hún var bara svo gefandi og góð sál. Ég er henni ævarandi þakk- látur fyrir það. Gísli. Í dag verður til grafar borin elskuleg tengdamóðir mín, Sig- urveig Anna Stefánsdóttir. Ég kom fyrst á heimili tengdafor- eldra minna, Sigurveigar og Gísla, þá næstum barn að aldri. Það verður mér alltaf minnis- stætt hvað þau tóku bæði vel á móti mér, borgarbarninu og sýndu mér mikinn hlýhug og væntumþykju eins og þau áttu síðan eftir að gera alla tíð. Gísli tengdafaðir minn lést haustið 2009 og reyndist það Sigurveigu þungbær missir enda höfðu þau varið ævinni saman í nærri sex- tíu ár í farsælu hjónabandi. Þeg- ar maður veltir fyrir sér lífinu, tilgangi þess og þeim áhrifum sem við höfum á þá sem verða á vegi okkar er ekki annað hægt en að fyllast auðmýkt og þakk- læti þegar maður hugsar til tengdamóður minnar. Hún var góð manneskja í alla staði, hlý og elskuleg við alla sem hún um- gekkst. Aldrei man ég til þess að hafa heyrt hana tala illa um nokkurn mann og ekki veit ég til þess að nokkur maður hafi nokkuð illt um hana sagt. Sig- urveig var kona sem gaf alltaf meira af sér en hún þáði. Tengdaforeldrar mínir reyndust mér og fjölskyldu minni ævin- lega vel, bæði tvö. Þau kenndu mér að það er ekki alltaf spurn- ingin um að gera sem skiptir máli – heldur frekar að vera. Við vorum nábúar í aldarfjórðung og nutum saman allra stórhá- tíða, jóla, páska, afmæla og við fögnuðum saman tímamótum í lífi hvert annars. Það er margs að minnast frá þeim tíma, ekki síst fyrir dætur mínar sem voru svo heppnar að alast upp við hliðina á ömmu sinni og afa. Ófáar ferðir voru Sigurveig og Gísli búin að taka mig og stelpurnar mínar með til berja og í veiðiferðir og eigum við margar góðar minningar frá þeim ferðum. Það er sárt að kveðja ástvini sína en um leið eru það forréttindi að hafa feng- ið að vera samferða tengdafor- eldrum mínum. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Ég votta börnum og öðrum aðstandendum innilegustu sam- úð mína vegna fráfalls Sigur- veigar og kveð tengdamóður mína með þakklæti í huga fyrir samfylgdina og það sem hún var mér og minni fjölskyldu. Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir. Mér fannst alltaf svo gott að heimsækja ömmu og afa í Gunn- ólfsgötuna og stundirnar sem ég eyddi uppi á lofti voru ófáar, ýmist að leika með gamalt dót eða í feluleik því það var svo mikið af góðum felustöðum heima hjá ömmu og afa. Best var þó þegar ég fékk að gista en þá byggðum við afi risastórar spilaborgir í stiganum og við amma spiluðum rommý. Svo fékk ég líka að vaka frameftir og kúra upp í. Nánast á hverju sumri fórum við með ömmu og afa í berjamó. Við systurnar tíndum nú ekki mikið af berjum sjálfar en öf- unduðum ömmu alltaf af því að verða berjablá á fingrunum. Við reyndum að kremja ber á milli fingranna til þess að verða bláar eins og amma en skildum ekki hvers vegna liturinn tolldi ekki á. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem við uppgötv- uðum að það dugar ekki að kremja berin til að verða berja- blár, maður þarf að tína þau. Amma mín var algjör snill- ingur. Hún bakaði heimsins bestu kökur, tíndi mest af öllum í berjamó og svo var hún svaka- lega barngóð, enda vann hún lengi á leikskóla og vissi hvernig átti að heilla börnin upp úr skónum. Stelpan mín hlakkaði alltaf til að heimsækja langömmu sína og mér fannst líka alltaf gott að heimsækja ömmu og ég sakna hennar mikið. Ég er svo heppin að hafa átt svona yndislega ömmu og þakk- lát fyrir að stelpan mín hafi fengið að kynnast henni. Minningar mínar eru milljóna virði man ég að kúra hjá ömmu sín og þeytast með henni um fjalllendi og firði í rósrauðum bjarma lifir minningin þín. Berglind Harpa Björnsdóttir. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Í dag kveðjum við mæta konu, Sigurveigu systur mína. Hún var sex árum eldri en ég og því stóra systir sem passaði ávallt vel upp á litlu systur sína. Þegar ég hóf minn búskap og flutti á Siglufjörð og hélt mín fyrstu jól, gat hún ekki hugsað sér að það væri ekkert laufa- brauð á borðum hjá mér og sendi því vænan stafla af kúm- enkökum til mín. Þetta gerði hún ekki aðeins þessi jól heldur hver jól á meðan heilsa hennar leyfði laufabrauðsbakstur. Inn á heimili hennar voru allir ætíð velkomnir og enginn fór þaðan svangur. Þegar mamma og pabbi hættu búskap fluttu þau til Sig- urveigar og Gísla á Gunnólfs- götu 8 og dvöldu þar til æviloka. Mig langar að þakka fyrir það góða atlæti sem þau hlutu þar og einnig þakka ég fyrir allt sem Sigurveig var mér og fjölskyldu minni. Samverustundirnar voru margar og góðar. Ógleymanleg voru ferðalög okkar systkinanna á sumrin, þá var mikið spjallað, hlegið, dansað og sungið. Við fórum saman í eina sólarlanda- ferð þar sem okkur systrum tókst að týna Óla bróður en það var vegna þess að hann var heldur fljótari í förum en við. Alla, Gilla, Bjössa, Stínu og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kæra systir, hittumst að leiðar- lokum, þín systir Helga. Sigurveig Anna Stefánsdóttir ✝ Sigríður Krist-insdóttir fæddist í Reykja- vík 11. nóvember 1947. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. apr- íl 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Bryndís Emils- dóttir, fædd á Eskifirði 31. októ- ber 1928, látin 6. september 2002, og Lýður Kristinn Jóns- son, fæddur í Reykjavík 13. mars 1924, látinn 5. september 1975. Sigríður var alin upp á Grettisgötu 73 ásamt sex systkinum. Eiginmaður Sigríðar er Sig- urður Kristinsson, fæddur 21. desem- ber 1939. Barn þeirra er Kristjana Bjarkl- ind Sigurðar- dóttir, fædd 25. júlí 1986. Börn Sigríðar frá fyrra hjóna- bandi eru Brynjar Gylfason, fæddur 25. september 1965, Guðbjörg Ása Gylfadótt- ir, fædd 30. október 1967, Ágúst Þór Gylfason, fæddur 1. ágúst 1971. Sigríður á 10 barnabörn og 2 barna- barnabörn. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 17. apríl 2015, kl. 15. Fallin er frá ástkær tengda- móðir mín aðeins 67 ára að aldri eftir erfiða veikindabar- áttu og hvíldin eilífa tekin við. Sirrý eins og hún var alltaf kölluð var yndisleg manneskja falleg jafnt að innan sem utan alltaf svo jákvæð og stutt í grínið, alveg fram á hinstu stund. Óskaplega þótti mér vænt um þegar þú heimsóttir okkur til Bergen, þá var margt brall- að með okkur og barnabörn- unum sem elskuðu þig og dýrk- uðu út af lífinu. Við gátum spjallað endalaust um allt milli himins og jarðar og ferðuðumst saman þetta sumar um Noreg. Ógleymanleg eru glæsileg jóla- boðin þín og Sigga sem þú máttir ekki heyra minnst á að yrði sleppt þrátt fyrir veikindin þín. Krafturinn og baráttuvilji sem þú sýndir er okkur öllum lærdómsríkur og til eftir- breytni. Hjá mér situr eftir minning- in um hjartahlýja og góða konu sem lýsti upp umhverfi sitt með nærveru sinni. Arfleið þín eru vel gerð börn og barnabörn sem þú varst stolt af og munu þau halda minningu þinni á lofti um ókomna tíð. Söknuðurinn er óbærilegur og missirinn mikill en samt sem áður er léttir innra með okkur því nú þarft þú ekki að þjást lengur. Elsku Siggi, börn og barna- börn ég bið góðan Guð að styrkja ykkur á þessum sorg- artímum. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr. frá Grímsstöðum.) Þín tengdadóttir Ása. Þann 6. apríl kvaddi yndis- lega amma okkar þennan grimma heim eftir baráttu við krabbamein. Sterkari og ákveðnari mann- eskju var ekki hægt að finna og þrátt fyrir veikindin var alltaf stutt í brandarana og aldrei vantaði góða húmorinn. Glæsilegri kona var vand- fundin þó víða væri leitað, þú varst og munt alltaf verða hetj- an okkar í einu og öllu. Þetta er búið að vera erfitt en við vitum að nú ertu komin á betri stað. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar, elsku amma okk- ar. Hvíl í friði, við elskum þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín ömmubörn, Lovísa Rut, Daníel Þór og Hildur Lilja. Upprisa Jesú var ofarlega í huga annan í páskum þegar við fengum fréttirnar um að hún systir okkar væri látin. Hún hafði barist hetjulega við krabbamein í fimm ár þó með bjartsýnishléum á milli. Sirrý, elsta systir okkar, var mikill persónuleiki sem gott var að heimsækja og hafði hún einstaklega góða nærveru. Við minnumst gömlu dag- anna þegar við systkinin bjugg- um enn í foreldrahúsum. Þar var mikið hlegið og sungið og spilaði Sirrý undir á gítar af mikilli snilld en hún var mjög lagin við að pikka upp gítar- gripin við lögin í söngheftinu „30 nýjustu danslagatextarnir“ en þessi sönghefti komu út einu sinni í mánuði og fengust í sjoppunni á horninu. Við þessa iðju gátum við eytt heilum laugardegi og eftir hvert lag heyrðist í mömmu raulandi við eldhúsvaskinn, stef úr nýloknu sönglagi. Sirrý byrjaði ung að búa. Hún eignaðist fjögur börn, þrjú með fyrrverandi eiginmanni sínum og eitt með Sigga núver- anda eiginmanni sem horfir á eftir kærum vini og samferða- konu með söknuði í hjarta. Sameiginlegt áhugamál þeirra var tónlist en bæði höfðu þau mjög gaman af söng og litaðist heimilislífið af gítarspili, söng og gleði. Fjölskylda Sirrýjar og Sigga er orðin stór, samtals eiga þau átta börn en þegar allt er talið er hópurinn hátt á fimmta tug. Með tár á hvarmi kveðjum við systur okkar með miklum söknuði. Það er erfitt að skilja brott- för hennar svo fljótt en við vit- um að foreldrar okkar taka vel á móti henni og saman hafa þau góða yfirsýn yfir stóra hópinn sinn. Elsku Sirrý, Þar sem eg návist þína finn, þar á andinn heima. Gegnum heiðinn huga minn heitar bænir streyma. Svo er hann fagur, söngur þinn, að sorginni má gleyma. (Davíð Stef.) Hvíl í friði, kæra systir. Systkinin Grettisgötu, Laufey, Valdís, Sigrún, Hulda, Jón Emil og Bryndís. Sigríður Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.