Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 ✝ GuðmundurVigfús Björg- vinsson vélstjóri fæddist á Ketils- stöðum í Jökuls- árhlíð 1. maí 1925. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu á Egilsstöðum 9. apr- íl 2015. Foreldrar hans voru Stefanía Stef- ánsdóttir, hús- freyja á Ketilsstöðum, f. 15. febrúar 1897 á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, d. 26. janúar 1965, og Björgvin Vigfússon bóndi á Ketilsstöðum, f. 16. oktober 1896 í Fjarðarseli í Seyðisfirði, d. 3. ágúst 1961. Systkini Guðmundar eru Elsa, f. 1. ágúst 1920, látin, Jónheiður, f. 25. janúar 1922, látin, Stefán, f. 8. júlí 1923, látinn, Guðný, f. 31. ágúst 1927, látin, Þórhalla, f. 19. febrúar 1929, Vígdögg, f. 20. febrúar 1933, Fregn, f. 15. októ- ber 1934, látin, og Björgvin Ket- ill, f. 12. október 1937, látinn. Guðmundur var tekinn í fóst- ur til hjónanna í Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð, Guðríðar Guð- mundsdóttur, húsfreyju og kennara, f. 31. desember 1893, d. 21. desember 1965, og Björns 26.9. 1957, d. 27.7. 2009. Sam- býliskona Ingibjörg Svein- björnsdóttir, f. 30.9. 1953, d. 24. janúar 2011. 5) Hannes Sig- urður, f. 30.8. 1959, kona hans var Júlíana Ósk Guðmunds- dóttir, eignuðust þau tvo syni, þau skildu, barnsmóðir Hall- dóra M. Árnadóttir og eiga þau einn son. 6) Hilma Lind Guð- mundsdóttir, f. 13.10. 1963, maður hennar er Jónas Þ. Jón- asson, eiga þau tvö börn og eitt barnabarn, barnsfaðir Þröstur Árnason og eiga þau eina dóttur og eitt barnabarn. 7) Sólveig Dögg, f. 6.5. 1965, maður henn- ar var Hlynur Bragason, þau skildu, eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Guðmundur vann við öll almenn sveitastörf á yngri árum. Fermingarárið fór hann á Íþróttaskólann í Hauka- dal og næsta vetur að Laugum í Þingeyjarsýslu. Árið 1948 keypti hann vörubíl sem hann vann á við vegagerð og var tals- vert á jarðýtum við vegalagn- ingar. Árið 1952 fór hann í vél- stjóranám á Seyðisfirði, upp frá því var hann vélstjóri á bátum og togurum, síðast á togaranum Hafnarey frá Breiðdalsvík. Guð- mundur var lengst af búsettur á Egilsstöðum og á Reyðarfirði, en síðasta árið bjó hann á Hjúkrunarheimilinu á Egils- stöðum. Útför hans fer fram frá Egils- staðakirkju í dag, 17. apríl 2015, kl. 13. Jarðsett verður í Sleð- brjótskirkjugarði í Jökulsárhlíð. Guðmundssonar, f. 24. febrúar 1892, d. 30. apríl 1977, bónda og hrepp- stjóra. Uppeldis- systkini hans eru Svavar, f. 15. mars 1931, Sólveig, f. 22. apríl 1934, og Ása, f. 12. apríl 1940, látin. Önnur upp- eldissystkini voru Magnús Guðmunds- son, f. 14. janúar 1913, látinn, og Jónína Magnúsdóttir, f. 5. jan- úar 1927, látin. Guðmundur kvæntist 28. des- ember 1952 Svanhvíti Hannes- dóttur, f. 17. janúar 1928, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Rúnar, f. 17.7. 1951, fyrri kona hans var Sigurveig M. Andersen, eign- uðust þau þrjú börn, sjö barna- börn og tvö barnabarnabörn, þau skildu. Seinni kona Sigrún Lilja Jónasdóttir og eiga þau þrjú börn. 2) Guðríður Birna, f. 3.9. 1952, maður hennar er Þor- valdur Aðalsteinsson og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 3) Stefán Árni, f. 3.8. 1954, kona hans er Hugrún Aðalsteins- dóttir, eiga þau tvö börn og sjö barnabörn. 4) Björgvin Þór, f. Þá er sá dagur kominn að hann pabbi er farinn, hans verður sannarlega sárt saknað. Við vorum svo sem meðvituð um að þetta gæti gerst hvenær sem er en samt, hann var búinn að vera svo duglegur við ýmis erfið veikindi sem upp hafa komið og verið nokkuð fljótur að jafna sig, þó að svo liti út jafnvel að það myndi ekki ger- ast, en nú varð ekki undan vik- ist, þó við gerum ráð fyrir að hann hefði alveg verið til í að vera aðeins lengur og halda með okkur fólkinu sínu upp á níutíu ára afmælið sitt 1. maí næstkomandi og svo stóð líka til að flytja á nýja hjúkrunarheim- ilið Dyngju, sem á að fara að opna. Við hins vegar virðum fullkomlega þá niðurstöðu sem orðin er og óskum okkar elsku- lega föður og tengdaföður alls hins besta á nýjum vettvangi. Samvistirnar hafa staðið nokkuð lengi og verið góðar og dýrmætar. Við höfum oft og iðulega fengið að njóta góðs vin- ar þegar hann var í fríi frá sjó- mennsku og kom í heimsókn til okkar. Alltaf var glatt á hjalla og spaugsemi höfð við höndina, en einnig rætt um alvarlegri mál, allt eftir aðstæðum. Ógleymanlegur er sá tími þegar hann var hjá okkur um eins árs bil er hann þurfti að ganga í gegnum erfiðan tíma að bíða eftir læknisaðgerð, þar sem skipta átti um lið í mjöðm og þurfti síðan að jafna sig á eftir. Þrátt fyrir sársauka í mjöðm- inni var hann boðinn og búinn að leggja okkur lið og vann í húsi okkar við lagningu á mið- stöð á meðan hann beið, og lauk verkinu. Hann var líka hjá okk- ur eftir erfiða hjartaaðgerð og ég held að hann hafi hvergi annars staðar viljað vera á með- an hann var að jafna sig, en í framhaldinu var hann svo hepp- inn að fá góða íbúð á Egils- stöðum, sem var hentugur stað- ur fyrir hann, þar sem hann þekkti vel til og átti ágæta vini og ekki síst skipti það máli að stutt var í Jökulsárhlíðina sem var hans kæra heimasveit. Eftir að hafa verið þarna í um fimm- tán ár kom að því að gera þurfti breytingar, hann hafði notið þess að hafa heimahjúkrun frá heilsugæslunni og þótti þær heimsóknir ómetanlegar, passað upp á lyfin og tekið tal saman. Í júní á síðasta ári bauðst honum að fá aðstöðu á hjúkrunarheim- ilinu, honum fannst það alveg óþarfi, hann væri alveg sjálf- bjarga, en lét það þó eftir dætr- um sínum að fara þangað og spurði: á ég svo bara að vera þar? Til hvers? Hann var ekki mjög ósáttur og var ekki búinn að vera nema viku eða svo þeg- ar honum þótti þetta mjög gott fyrirkomulag. Þarna var hann einn í her- bergi með muni sína ýmsa sem gerði þetta heimilislegt. Starfs- fólkið réð líka úrslitum, fólk eins og það sem þarna starfar er ekki á hverju strái, við að- standendur eigum varla orð til að lýsa því hversu gott er að koma þarna og ómetanlegt að finna á sínu foreldri hvað því líður vel og er þakklátt fyrir hlýlega og góða umönnun þegar aldur og lasleiki segja til sín. Já, Jökulsárhlíðin … þangað sést í góðu skyggni innar af Héraði og þar kaus hann líka að hvíla líkama sinn, en við erum viss um að andi hans verður með okkur og hans afkomend- um og venslafólki. Birna og Þorvaldur. Tíminn líður hratt þegar litið er til baka um farinn veg. Þegar ég kynntist Guðmundi, tengda- pabba mínum, sumarið 1978, bjó hann í íbúð í Kópavogi. Það tók mig mörg ár að átta mig á stórfjölskyldunni hans. Hópur systkina og annar hópur af uppeldissystkinum. En eitt var þó öruggt, Jökulsárhlíðin var staðurinn þar sem hjartað sló. Ketilsstaðir og Sleðbrjóts- sel voru nær himnaríki en flest- ir aðrir staðir á landinu. Fellur foss um stalla flúðir straumi knúðar lindin létt við sanda liðast fram og niðar. Lækur frjáls sem leikur lyngi kátan syngur. Kliðar Íslands óður ómur dýpstu hljóma. (Ragnar Ingi Aðalsteinsson) Guðmundur var hraustur maður og harðduglegur, vél- stjóri á hinum ýmsu skipum alla tíð. Í landi háði hann lengi bar- áttu við félaga Bakkus en hafði sigur að lokum. Hann var gamansamur og hafði ánægju af því að spjalla við fólk. Á Ketilsstaðamótum var alltaf gleði í kringum hann. Einhverju sinni þegar hann hafði dvalið hjá okkur og var á leið austur fór ég með hann út á flugvöll, vélinni seinkaði og við fengum okkur kaffi. Þá birtist Hákon Aðalsteins- son, hann ætlaði austur með sömu vél. Þeir fara að spjalla saman vélstjórarnir sem þekkt- ust frá gamalli tíð. Sögurnar, vísurnar, skemmtilegheitin, ógleymanleg gæðastund á með- an beðið var eftir fluginu. Guðmundur batt ekki endi- lega skóna sína sömu hnútum og aðrir. Börnunum mínum var hann afinn sem birtist bara allt í einu og hvarf jafnskjótt. Stundum minnti hann mig á afatýpuna hennar Guðrúnar Helgadóttur í sögunni um Jón Odd og Jón Bjarna. Guðmundur bjó fyrir austan síðustu árin og átti þar góðan tíma í tengslum við fjölskylduna og gamla vini. Þegar fór að halla undan fæti sýndi hann mikið æðruleysi. Hann dvaldi á spítala hér fyr- ir sunnan í mars og var þá al- veg tilbúinn til brottfarar, í það minnsta vildi hann alls ekki að læknarnir færu að krukka eitt- hvað meira í hann. Ég þakka að leiðarlokum fyrir samfylgdina og veit að Bjöggi, sonur hans, tekur vel á móti pabba sínum í Blómabrekkunni. Sigrún Lilja Jónasdóttir. Guðmundur V. Björgvinsson ✝ Valur Mar-geirsson fæddist 7. febrúar 1949 í Keflavík. Hann lést á heim- ili í sínu 8. apríl 2015. Foreldrar hans voru Jón Margeir Jónsson, f. 23. nóvember 1916, d. 18. júlí 2004, og Ásta Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 22. febr- úar 1917, d. 20. október 1999. Systkini Vals eru: Jóna Ingi- björg, f. 10.7. 1940. Margrét, f. 27.3. 1942, Ásta Ragnheið- ur, f. 31.7. 1945. Margeir, f. 28.5. 1947. Haukur, f. 7.2. 1949. Guðmundur, f. 6.5. 1952, og Arnþór, f. 6.12. 1956. Valur kvæntist 6. júlí 1968 Birnu Sigurðardóttur, f. 21.6. 1940. Börn Vals og Birnu 1988, og Ívar Alexander, f. 28.1. 1992. Valur starfaði lengst af hjá varnarliðinu á Keflvíkur- flugvelli sem verkstjóri eða allt þar til að varnarliðið yfirgaf svæðið. Eftir það stundaði Valur sjálfstæðan atvinnurekstur. Hann tók virkan þátt í ýmsum fé- lagsmálum, starfaði mikið fyrir Framsóknarflokkinn, Verslunarmannafélag Suður- nesja , AA-samtökin og Sam- tök psoriasis- og exem- sjúklinga. Valur var upp- hafsmaður að því að nýta Bláa lónið sér og öðrum til lækninga. Hann kom því til leiðar með leyfi Hitaveitu Suðurnesja að sett var upp aðstaða fyrir fyrstu baðgest- ina. Valur hafði yndi af ferðalögum og var ávallt tilbúinn í að leggja land und- ir fót ef því var að skipta. . Útför Vals verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 17. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 13. eru: 1) Ásta Hall- fríður, f. 5.1. 1969, gift Krist- mundi Ingimars- syni, f. 24.8. 1966. Sonur Ástu er Valur Freyr og á hann eina dóttur, Kamillu Ástu, f. 29.4. 14. Dóttir Kristmundar er Helga Jóna, f. 27.10. 1997. 2) Jón Margeir, f. 22.12. 1970, giftur Elínrós Önnu, f. 4.12. 1974, börn þeirra eru Guð- mundur Ingi, f. 15.2. 1993, Sandra Rós, f. 30.6. 1996, og Ingibjörg Fríða, f. 26.5. 1999. 3) Sóley Svanfríður, f. 21.6. 1978. Fyrir átti Birna soninn Sigurð Breiðfjörð, f. 26.4. 1960, giftur Báru Ragn- arsdóttur, f. 30.9. 1963, börn þeirra eru Gísli Mikael, f. 6.3. 1985, Íris Birna, f. 30.10. Á þessum tímamótum viljum við með þessum fátæklegu orð- um og tregum huga minnast þín, elskulegi faðir og afi, það er afar sárt að horfa á eftir þér, en við eigum góðar minningar um þig sem lifa með okkur. Við þökkum samfylgdina og takk fyrir allt. Hvíldu í friði. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Fyrir hönd barna og barna- barna, Ásta Valsdóttir. Við kveðjum í dag kæran bróður og mág. Eftir sitja minningar um góðan vin sem var glaðvær í framkomu og flutti ávallt með sér hressandi andrúmsloft. Hann Valli var ákaflega virkur maður, hann kom víða við og þekkti mjög marga. Sem ungur maður starfaði hann um tíma hjá Kaupfélagi Suðurnesja sem bílstjóri, þar fylgdi honum eins og annars staðar glaðværð og ákaflega líf- legt andrúmsloft. Valli starfaði svo um tíma hjá Röst hf. við saltfiskverkun og um langt árabil hjá Varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli sem bílstjóri og við tengd störf. Síðustu árin var Valli með sjálfstæðan atvinnurekstur, hafði á hendi sölu ýmiss konar bílavöru auk sælgætis, tóbaks, vinnufatnaðar o.fl. og þjónust- aði jafnframt bensínsölu Ork- unnar í Njarðvík. Í þessu starfi naut sín ein- staklega vel þjónustulund hans, glaðværð og eðlislæg hjálpsemi. Þar átti hann marga fasta- kúnna og ófáir voru erlendu ferðamennirnir sem nutu hans einlægu hjálpsemi af ýmsu tagi. Í einhver ár rak hann jafn- framt ásamt öðrum bifreiða- verkstæði og varahlutaútvegun. Valli var hugmyndaríkur og atorkusamur og fór stundum nokkuð hratt yfir og gat verið fljótur að taka ákvarðanir. Við minnumst ýmissa félags- mála sem hann tók þátt í, alltaf af miklum áhuga. Má í því sam- bandi nefna sérstaklega störf hans í AA-samtökunum þar sem hann var mjög virkur um langt árabil. Þar naut sín líka þjónustu- lundin og hjálpsemin. Okkur hefur verið sagt frá því að á þessum vettvangi hafi hann rétt mörgum hjálparhönd þegar erf- iðleikar steðjuðu að. Nauðsynlegt er að minnast baráttu hans við Psoriasis-sjúk- dóminn frá unga aldri. Þessi sjúkdómur var honum erfiður, einkum framan af ævi. En þá kom sér vel atorka hans og bar- áttuvilji. Hann stóð m.a. fyrir söfnun til þess að koma upp ljósaklefa fyrir psorasis-sjúklinga í Kefla- vík sem kom að góðum notum fyrir sjúklinga á Suðurnesjum. Þá er ekki hægt að láta óget- innar aðkomu hans að upphafs- tilraunum með böðun og notkun kísilsins í affallinu frá orku- verinu í Svartsengi. Valli sann- færðist fljótt um að þarna væri loksins fundin besta lausnin í þessari baráttu. Hann barðist í því að sækja í þessi böð við mjög frumstæðar aðstæður í hrauninu við Svartsengi og síð- ar að koma upp lítilli bráða- birgðaaðstöðu við lónið. Árang- urinn af þessari meðferð hans reyndist mjög góður og sækir nú mikill fjöldi fólks lækningu sína í glæsilega aðstöðu við Svartsengi. Bláa lónið við Svartsengi sem líklega er í dag eitt af „undrum veraldar“ rekur nú auk heilsu- lindarinnar einn glæsilegasta og fjölsóttasta ferðamannastað landsins. Þrátt fyrir glaðværð og atorkusemi Valla þá skiptust samt á skin og skúrir í hans lífi, einkum undir það síðasta. Lífið getur reynst miskunn- arlaust en minningin um hann Valla mun lifa. Við blessum minningu hans og sendum þér elsku Birna, börnunum og fjölskyldum inni- legar samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja ykkur og blessa ykkur minninguna um hann Valla. Ásta Ragnheiður (Rabbý) og Guðjón. Mig langar að minnast Vals Margeirssonar í fáeinum orð- um. Ég kynntist Vali snemma árs 2003 í AA-samtökunum og upp frá því hófst góður vin- skapur og lærdómsríkur fyrir mig. Valur var með eindæmum hjálpfús! Það voru ófá skipti sem ég leitaði ráða hjá Vali þar sem skilningur og kærleikur var hafður að leiðarljósi. Valur var skemmtilegur persónuleiki og setti svip sinn á bæjarfélagið svo ekki sé minnst á Blálónið eða öllu heldur „Valslón“. Ég er afar þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk með þér í þessu lífi og kveð þig með söknuði, elsku vinur, ég veit að þú verður með okkur í anda, blessuð sé minning þín. Ég votta mína dýpstu samúð Birnu, Ástu, Jóni Margeiri, Sól- eyju og öðrum aðstandendum og bið góðan Guð að veita ykk- ur styrk, hugur minn er hjá ykkur. Hafþór Guðbjartsson. Í dag kveðjum við Valla okk- ar. Þegar fermingarhópur ár- gangs 1949 kom saman á Ljósa- nótt 2013 til að halda upp á 50 ára fermingarafmælið stóð ekki á Valla að aðstoða. Hann fór í að útvega húfur fyrir 80 manns. „Ekki mál að redda þessu,“ sagði hann. Þarna áttum við yndislega stund saman, hópurinn. Margir höfðu ekki sést í mörg ár og þarna knúsaði Valli allar stelp- urnar sínar, sem hann kallaði yfirleitt „Babe“ eða „Beautiful“. Það var alltaf gleði í kringum hann, hann var einstakur og vildi alltaf allt fyrir alla gera. Við stelpurnar sögðum oft „já, hann Valli OKKAR“. Við eigum eftir að sakna þín, elsku vinur, og við vitum að þú verður örugglega með í næstu árgangagöngu á Ljósanótt. Við verðum með húfurnar þínar og segjum eins og þú sagðir alltaf: „We are the forty niners!“ Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. (Rúnar Júlíusson.) Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum sam- an. Hvíl í friði, elsku vinur. Við vottum fjölskyldu Vals okkar dýpstu samúð. F.h. fermingarárgangs 1949, Lára Yngvadóttir. Valur Margeirsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.