Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 ✝ MatthildurMagnúsdóttir fæddist á Kóngs- bakka í Helga- fellssveit 31. maí 1922. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Hlévangi í Keflavík 9. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ást- hildur Jónasdóttir, f. á Helgafelli í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 10. nóv. 1888, d. 7. desember 1968, og Magnús Jóhannsson f. á Innri- Drápuhlíð í Helgafellssveit 6. desember 1887, d. 21. janúar 1982. Þau fluttust búferlum vestan af Snæfellsnesi árið 1923 og hófu búskap á Upp- sölum 1924. Matthildur var fimmta barn þeirra hjóna. Systkinin voru þrettán en þau voru Þormóður Helgfell, f. 1917, lést í bernsku, Jóhann, f. 1918, látinn, Ingveldur, f. 1919, Þröstur, hann á tvö börn, 5) Kristján Lars, giftur Erlu Finnsdóttur og eiga þau þrjú börn. 6) Friðleifur, giftur Stef- aníu Ósk Þórisdóttur og eiga þau þrjú börn. Matthildur gekk í farskóla sem þá var og fór síðan til náms í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað. Hún útskrifaðist úr húsmæðraskólanum árið 1942 eftir tveggja ára nám. Á yngri árum vann Matt- hildur við ýmislegt. Eldaði ofan í menn í vegavinnu á Héraði. Sá um mat fyrir skipshafnir m.a. á vertíð í Sandgerði. Vann í bakaríi í Reykjavík svo fátt sé talið. Matthildur var meðlimur í kvennakór Suðurnesja til margra ára. Fór m.a. í kór- ferðalag á Íslendingaslóðir í Bandaríkjunum og Kanada. Hin seinni ár vann hún fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli við þrif ýmiskonar. Eftir að ævistarfinu lauk var hún virkur þátttakandi í starfi aldraðra m.a. í kór aldraðra og var mikil áhugamanneskja um botsía. Útför Matthildar verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 17. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 15. látin, Þormóður, f. 1920, lést í bernsku, Ásmund- ur, f. 1924, látinn, Þórsteinn, f. 1925, látinn, Þórleif Steinunn, f. 1926, látin, Jóhanna, f. 1927, látin, Jónas Helgfell, f. 1928, látinn, og Ingi- björg og Ástríður, f. 1929, létust í bernsku. Matthildur giftist 18. júní 1949 Kristjáni Maríusi Jóns- syni, f. 1. mars 1926, lögreglu- þjóni á Keflavíkurflugvelli. Þau bjuggu stærstan hlutann í Keflavík og Narðvík, síðast á Vallarbraut 6, Njarðvík. Krist- ján lést 2 júlí 1996. Börn þeirra eru: 1) Ásthildur Magna gift Magnúsi Jónssyni. Þau eiga þrjú börn. 2) Jón, sambýliskona Jóhanna Óladótt- ir. Jón á fjögur börn. 3) Jónína María, hún á þrjú börn. 4) Tengdamóðir mín hún Matt- hildur er látin. Hún var að verða 93 ára. Ég kom inn í fjöl- skyldu Matthildar og Kristjáns 1975. Þau reyndust í alla staði gott fólk og mikil var mín gæfa að vera hluti af lífshlaupi þeirra. Matthildur ólst upp austur á Héraði. Hún sagði mér að hún hefði verið búttuð sem barn og fram á unglingsár. Hún talaði oft um tímann á Hallormsstað þar sem hún var í Húsmæðra- skóla. Þeim skóla stýrði frú Blöndal. Matthildur leit mikið upp til frú Blöndal. Á Héraði á þessum árum var merkilegt nokk iðkaður hand- bolti. Þú varst markvörður og sagðir mér að þú hefðir verið góður markvörður. Ég man eftir að ég spurði þig út í samskipti þín við hitt kynið. Þú varst fljót til svars, það var bara einn sem kom til greina. Nefnilega Kristján Maríus Jónsson sem varð eig- inmaður þinn. Í þessu svari þínu felast nefnilega allir þeir mannkostir sem þú bjóst yfir. Það átti ég svo oft eftir að skilja. Get ekki neitað því að eiga þig sem eiginkonu hlýtur að hafa styrkt Kristján í veikind- um sínum. Dugnaðurinn, eljan og væntumþykjan sem þú sýndir Kristjáni var aðdáunar- verð. Þú varst sem klettur við hlið hans allan tímann þar til yfir lauk. Þið Kristján fóruð með okk- ur Ástu og börnunum í sum- arhús til Danmerkur. Það var sumarið 1983. Frábært frí í frá- bæru veðri. Veðrið í Danmörku þetta sumar alveg einstakt. Þú fórst með okkur til Spán- ar 2007. Sú ferð var líka góð. Þú talaðir mikið um það á eftir að þarna hefðir þú fengið nýja fætur. Ég minnist hversu dugleg þú varst daginn sem við fórum til Granada að skoða Alhambra- höllina arabísku. Það var hátt í 40 stiga hiti og þú sprækust okkar, bara 85 ára. Þú varst mikil félagsvera. Áttir fullt af vinum og vinkon- um. Spilavist, botsíaæfingar, kóræfingar o.fl. o.fl. Þú áttir orðið verðlaunapeninga sem þú vannst í botsía. Þér leiddist ekkert að segja frá því. Inn á þrifalegra heimili kom maður ekki, maturinn þinn var alltaf ljúffengur. Ég minnist fallegu útsaumuðu stólanna. Þú varst svo iðin að gera eitthvað fallegt í höndunum. Þú gerðir margt svo vel. Ég vil þakka þér fyrir allt og kveð þig með söknuði, kæra vinkona. Blessuð sé minning Matt- hildar Magnúsdóttur Magnús. Elsku amma, Kallið er komið, þú ert kom- in í faðm afa. Takk fyrir allar stundirnar okkar saman. Þú varst skemmtileg, hnyttin, dug- leg, góð, og sterk, það sýndir þú svo sannarlega fram á síð- asta dag. Þú kenndir mér að gefast aldrei upp, sagðir að við Matthildirnar gæfumst aldrei upp. Nafnið okkar væri sterkt og ég skyldi standa undir því. Ég hef reynt það og mun halda áfram að reyna. Takk fyrir að standa við hlið mér þegar ég útskrifaðist úr lögfræðinni, þú varst svo stolt og leyndir því ekki. Sagðir mig vera rökfasta og það kæmi sér vel fyrir lögfræðing. Matthildur Magnúsdóttir ✝ Þórunn ValdísEggertsdóttir (Dísa) fæddist 21. júlí 1948 á Vestri- Reyni í Innri- Akraneshreppi. Hún lést 10. apríl 2015 á Landspít- alanum í Fossvogi. Foreldrar henn- ar voru Halldóra Ágústa Þorsteins- dóttir, f. 3.12. 1928, d. 4.7. 2008, frá Ölvers- krossi í Hnappadal og seinna búsett á Vestri-Reyni, en sein- ast á Akranesi, og Eggert Skúlason, f. 20.11. 1918, d. 2.2. 1998. Fósturpabbi hennar var Benedikt Haraldsson, f. 20.8. 1924, d. 17.9. 1995, f. að Reyni 1948, d. 12.12. 2003, frá Svanahlíð, Akranesi. En þau skildu árið 1987. Eignuðust þau fjögur börn. Börn þeirra eru Sævar Már Halldórsson, f. 14.2. 1969 (barn hennar), Kol- brún Harpa Halldórsdóttir, f. 6.11. 1970, Inga Dóra Hall- dórsdóttir, f. 6.8. 1974, gift Kristjáni Ragnari Ásgeirssyni, og Heimir Berg Halldórsson, f. 24.10. 1983, í sambúð með Halldóru Ingimundardóttur. Barnabörn Þórunnar eru Pét- ur Hafliði, f. 11.9. 1996, Katla Marín, f. 18.6. 2001, Ingi Dór, f. 10.3. 2005, og Grétar Þór, f. 2.6. 2003. Þórunn ólst upp á Vestri- Reyni og bjó síðan á Akranesi. Hún starfaði lengst af sem fiskverkakona hjá Haraldi Böðvarssyni hf. Einnig vann hún við þrif fyrir Bíóhöllina til fjölda ára. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 17. apríl 2015, kl. 13. og bóndi þar alla tíð. Systkini henn- ar (sammæðra) eru Elísabet Unn- ur Benedikts- dóttir, f. 29.12. 1949, Geirfríður Benediktsdóttir, f. 18.2. 1951, Valný Benediktsdóttir, f. 21.7. 1956, Þor- steinn Ölver Bene- diktsson, f. 19.11. 1963, d. 9.9. 1966, Haraldur Benediktsson, f. 23.1. 1966 og Steinunn Fjóla Benedikts- dóttir, f. 16.8. 1972. Samfeðra er Jóhannes Gísli Eggertsson, f. 3.5.1945. Þórunn giftist árið 1969 Halldóri Halldórssyni, f. 14.4. Aðfaranótt síðastliðins föstu- dags dó móðir mín Þórunn Valdís Eggertsdóttir. Hún var alltaf kölluð Dísa, en ég kallaði hana alltaf mömmu. Mínar fyrstu minningar eru af henni dansandi með ryksuguna á fullu inni í stofu með tónlistina í botni. Hún var lífsglöð og ung í anda, þótt að lífið væri ekki alltaf dans á rósum, vildi allt fyrir alla gera og talaði aldrei illa um aðra. Saumur, prjónavinna, og öll önnur handavinna lék í höndun- um á henni. Er ég var sex ára þá tók hún gamlan svartan leður- jakka sem hún átti og breytti hon- um í kúrekavesti með tjásum. Kú- rekavestið vakti mikla öfund á meðal leikfélaga minna á Suður- götunni, og vildu þeir fá það lánað sem oftast. Hún hafði góðan smekk og til- finningu fyrir nýjustu tísku og fatnaði. Er ég varð 16 ára, þá sneið hún, og saumaði jakkaföt, skyrtu og bindi á mig. Skólafélag- ar mínir urðu undrandi á nýju jakkafötunum og spurðu hvar ég hefði fengið þau. Ég sagði að mamma hefði saumað þau, enda þeir bara í peysum eða skyrtubol- um. Eftir þrjá mánuði voru þeir komnir í sömu jakkaföt, með skyrtu og bindi í sama lit og mamma hafði gert. Hún var hag- sýn, og saumaði ekki bara á mig, heldur á okkur öll fjögur systk- inin, á meðan hún var í tveimur störfum. Þó að móti blési í lífi hennar, þá gafst hún ekki upp, heldur sagði hún „Ég skal, ég get og vil!“ og komst yfir hverja hindr- un á fætur annarri. Skipti ekki máli hvaða mótlæti hún varð fyr- ir í lífinu, eða veikindum, hún tók á þeim og sigraði. Mér fannst alltaf eins og hún hefði níu líf eins og kettirnir. Hún glímdi við langvarandi veikindi síðastliðin 14 ár, og læknar gáfu henni stuttar lífslík- ur, en hún afsannaði þá og lifði 13 ár til viðbótar. Nú fylgjum við systkinin henni síðasta spölinn, þá kveðjum við hana með miklum söknuði. Hún var fyrirmynd okk- ar í lífinu, og mun ávallt lifa í hjarta okkar. Sævar Már Halldórsson. Elsku mamma Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að geta ekki hringt í þig lengur og að geta ekki séð þig aftur. Sú til- hugsun að þú verðir ekki hjá mér næstu jól, það er sárt að hugsa til þess. Ég reyni að vera sterk eins og þú kenndir mér. Þín veikindi og lífsbarátta síðustu 14 ár voru þér og okkur afar erfið. Þú varst svo mikil dugnaðarkona, svo sterk og þú gafst aldrei upp. Þú varst svo góð, besti vinur okkar og yndisleg mamma. Við höfum alltaf tengst sterkum böndum og þá sérstaklega eftir að þið pabbi skilduð. Þú lagðir mikið á þig til að fæða okkur og klæða, oft á tíð- um vannstu mörg störf. Þú varst mín fyrirmynd löngu áður en ég skildi það orð. Þú kenndir mér svo margt og svo margar yndis- legar minningar um þig mun ég varðveita í hjarta mínu ávallt. Eftir að þú veiktist 2001, þá komst þú upp í huga minn á hverjum degi og þú varst alltaf efst í hjarta mínu. Við hringdum í hvor aðra og töluðum saman um allt milli himins og jarðar. Þú sagðir oft að þú værir búin að vera slæm og oftast varstu betri eftir smástund eftir samtölin okkar og þér leið betur. Mér fannst lífið ósanngjarnt og að þú ættir miklu meira skilið. Ég ímyndaði mér oft hvernig lífið og tilveran hefði orðið ef þú hefðir aldrei veikst. En ég var þakklát fyrir að þú varst ennþá hjá okkur og það skipti öllu máli. Þessi vika áður en þú kvaddir okkur var dýrmæt. Því við fengum að sitja með þér, halda í hönd þína og passa þig. Ég gat ekki hugsað mér að vera annars staðar en við hlið þér. Að sofa þarna uppi á á spítala hjá þér veitti mér öryggi, því ég var sko alls ekki tilbúin að sleppa þér. Ég sat með þér og spilaði lög með Björgvini Hall- dórssyni og söng fyrir þig. Ég trúi því svo innilega, elsku mamma, að þú hafir heyrt lögin og það hafi veitt þér sálarró. Þú sagðir eitt sinn að Bensi heitinn, pabbi þinn, hefði birst þér í fyrstu aðgerðinni 2001 og sagt þér að snúa við, því þinn tími hafi ekki verið kominn. Ég trúi því svo sannarlega og veit að hann og mamma þín biðu eftir þér. Ég veit að þú ert komin á friðsælan stað, þar sem þú ert umvafin ást og ert ekki lengur veik. Það verður erfitt að halda áfram án þín, elsku mamma, en ég verð að gera það fyrir þig. Tár- in streyma niður vanga mína og ég mun sakna þín meira en orð fá lýst. Ég lofa að hugsa um litla strákinn þinn eins og þú baðst mig um eftir að þú veiktist. Hvíl í friði, elsku mamma, og ég veit að þú munt ávallt gæta mín. Inga Dóra Halldórsdóttir. Þórunn Valdís Eggertsdóttir Það var engin tengdamamma eins og Brynja Kolbrún Lár- usdóttir, engin. Hún var sér- stök. Einstök. Hún var svo langt frá því að vera hefðbund- in. Hún skipti sér ekki af hjóna- bandi sonar síns, mestu máli skipti hana að tengdadótturinni fyndist hann sætur. Því hún var stolt af börnunum sínum og þótti óskaplega vænt um þau. Hún skipti sér heldur ekki af uppeldi barnabarna sinna, henni fannst líka nóg að þau væru bara sæt. Tengdadóttirin féll í sama flokk nema hvað hún hafði miklar áhyggur af vaxtarlagi hennar og var ekkert af skafa utan af því. Hún sagði alltaf það sem hún hugsaði, einlæg eins og barn: ,,Unnur, hefðurðu fitnað?“ ,,Nei, það held ég ekki, ég er alltaf eins.“ ,,Ha, ha, við erum báðar feitar og sætar,“ sagði hún og hló innilega svo lífsgleði hennar skein í gegnum lífsreynt andlitið. En Brynja Kolbrún gat ekki móðgað mann eða móðgað fólk. Hún var sjarmi. Hún lét vissulega skoðanir sínar í ljós og gat verið þung í dómum um menn og málefni en eins og vindurinn skipti hún ef til vill um skoðun og öll þau fallegustu orð sem hún átti tilheyrðu við- komandi. Brynja Kolbrún missti föður sinn aðeins nokkurra mánaða gömul í mannskæðu sjóslysi. Þegar í ljós kom að móðir henn- ar gat eftir slysið ekki haft hana hjá sér tóku amma hennar og afi, Ingveldur og Ágústa, hana í fóstur og síðar föðursystkinin en öll bjuggu þau saman á Reykjavíkurvegi 32 í Hafnar- firði. Öll báru þau hana á hönd- um sér. Þegar Brynja Kolbrún var ung kona kom í ljós að hún átti sennilega við veikindi að Brynja Kolbrún Lárusdóttir ✝ Brynja Kol-brún Lárus- dóttir fæddist í Reykjavík 5. nóv- ember 1942. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Mörk við Suðurlandsbraut 7. febrúar 2015. Brynja var jarð- sungin frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 16. febrúar 2015. stríða sem í þá daga reyndist erfitt að meðhöndla. Eft- ir að amma hennar og afi létust bjó hún nær alla ævi hjá föðursystkinum sínum sem studdu hana alla tíð eins og kostur var. Hún var eðlisgreind en veikindin settu henni alltaf skorð- ur. Brynja Kolbrún eignaðist þrjú börn, tvo drengi og stúlku sem var gefin til ættleiðingar. Ytri aðstæður ollu því að ekki entust hjónabönd eða trúlofun með barnsfeðrum sínum tveim- ur og hún þurfti mikla hjálp við uppeldi barna sinna. Tóku föð- ursystkini hennar, sem nú voru orðin nokkuð fullorðin, synina að sér og ólu upp sem sína eigin líkt og Brynju Kolbrúnu, þannig að hún bjó alla tíð með sonum sínum og minntist seinna meir margra skemmtilegra stunda með þeim. Hún saknaði þó alla tíð stúlkunnar sinnar og spurð- ist oft fyrir um hana. Ég held að fátt hafi tekið eins mikið á hana og að hafa þurft að gefa hana frá sér. Lífshlaup Brynju Kolbrúnar hefur kennt mér margt, hvað lífið getur verið margslungið og hvað við ráðum oft litlu um framvinduna. En Brynja Kol- brún var elskuð þótt hún hafi oft verið erfið, bæði í umgengni og skapi sem sennilega kom til vegna veikindanna. Ég kveð Brynju Kolbrúnu með söknuði. Hún var skemmti- leg kona og lífsglöð að eðlisfari þrátt fyrir erfiðleika í lífinu. Hún kunni svo sannarlega að skemmta sér. Og það er af djúpri væntumþykju og virð- ingu sem ég kveð hana, þessa konu sem sífellt var að berjast við sjálfa sig. Hana fyrrverandi tengdamóður mína. Ég sendi þér skilaboð, Kolla, ef ég skyldi fitna meira. Nei, nú kemur þessi skelmissvipur á þig og nú ferðu að hlæja. Það var svo mikill prakkari í þér. Hafðu það nú sem best með systrunum, Árna og öllum köttunum sem þú fóstraðir í gegnum tíðina. Vera bless, eins og Inga sagði alltaf. Unnur H. Jóhannsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, BJÖRN HERMANNSSON, Rjúpnasölum 12, Kópavogi, áður Sæunnargötu 7 í Borgarnesi, lést á heimili sínu mánudaginn 13. apríl í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 14. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Þóra H. Þorkelsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, fyrrv. auglýsingastjóri Ríkisútvarpsins, lést á dvalarheimilinu Grund 27. mars. Útför hennar fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 15. . Baldvin Ársælsson, Ása Baldvinsdóttir, Albert Jónsson, Baldvin Albertsson, Arna Þorleifsdóttir, Auður Albertsdóttir, Jóhann Ólafsson, Tjörvi Baldvinsson og Ólafur Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.