Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 31
Það var alltaf svo notalegt að koma til þín, þú sagðir mér sögur frá því þú varst ung. Mér fannst alltaf mikið til þín koma og gaman að hlusta á sögurnar þínar þú varst hugrökk, þú varst og verður mín fyrirmynd. Við eigum saman góðar minningar, oftar en ekki þegar ég fór á Stapaball þá rölti ég yfir til þín eftir ballið. Þar skokkaðir þú niður stigann, það hvarflaði ekki að þér að taka lyftuna. Þú tókst á móti mér í nótt- inni og varst tilbúin með brauð- tertu eða pönnukökur. Ég fékk að gista í afaholu og vaknaði alltaf við útvarpsmessuna sem hækkuð var í botn. Heimilið þitt var líka alltaf opið þegar ég var í fjölbrautaskólanum í Keflavík, þá mátti ég alltaf koma í kaffi eða leggja mig í eyðu. Takk fyrir að taka alltaf á móti mér. Þú bakaðir heimsins bestu hjónabandssælu, þú vissir að þetta væri ein af mínum uppá- haldskökum og bakaðir því iðu- lega aukalega og leyfðir mér að taka með mér heim. Þú gerðir líka dásamlegar kjötbollur og oft á tíðum sátum við tvær saman í eldhúsinu með tvær bollur hvor á diskinum og með- læti og ræddum um lífið og til- veruna. Takk fyrir Spánarferðina okkar, elsku amma. Það voru forréttindi að hafa þig með okkur fjölskyldunni. Við feng- um okkur bjór og McDonalds saman, og þú fékkst lánaðan ipodinn minn og lást út á sól- arbekk með tónlistina í botni og sönglaðir með. Þá hugsaði ég með mér, mikið á ég flotta ömmu. Við spiluðum mikið saman í ferðinni og þú áttir það til að svindla svolítið, þú þrættir nú fyrir það eins og þér einni var lagið og hlóst og hlóst svo í kjölfarið. Strákarnir mínir fengu að kynnast þér, Elmar Freyr þó betur en Magnús Darri. Þegar ég kom og kvaddi þig sagði ég Elmari Frey að ég þyrfti að fara og kyssa þig bless, þá spurði hann hvert þú værir eig- inlega að fara. Daginn eftir kom hann til mín og spurði í einlægni sinni hvort amma væri að fara til Guðs. Þú ljómaðir alltaf þegar þú hittir strákana mína, ég ætla að segja þeim sögurnar sem þú sagðir mér og þú verður í bæn- um okkar alla tíð. Við Elmar Freyr söknum þín mikið. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma mín Þín alnafna Matthildur Magnúsdóttir. Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyr- ir allar dýrmætu stundirnar sem við höfum átt saman. Þú hefur kennt mér svo margt í gegnum árin. Það var alltaf svo gaman að koma til þín. Ég gat alltaf leitað til þín og fengið góð ráð frá þér. Í nærveru þinni fann ég alltaf fyrir öryggi og hlýju. Það var alltaf svo gott að fá ömmuknús og finna ilm- vatnslyktina þína. Ég var svo heppin að fá að ferðast mikið með þér og öll daglegu símtölin okkar eru ógleymanleg. Mig langar að kveðja þig, amma mín, með þeim orðum sem við kvöddumst í símtöl- unum: Olræt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Matthildur Sigþórsdóttir. Matthildur frá Kóngsbakka hefur kvatt. Hún bjó yfir reisn sem var í engu samræmi við hæð hennar. Ákveðin í fasi og ávallt með er- indi gekk þessi sterka kona bæ- inn þveran og endilangan, jafn- vel með tvo innkaupapoka í hönd, og það án þess að blása úr nös. Það var eftir að bíllinn var sendur í viðgerð, enda annað ekki hægt þegar horft var til þess hversu ævintýralegt akst- urslagið var orðið. Amma hafði sterka skoðun á málefnum líðandi stundar. Þá voru handleggirnir jafnan krosslagðir hátt yfir brjóstið, augun hvöss og greindarleg, og svo kom skoðunin með miklum þunga – oftast endaði hún til áherslu á því fallega orði „gæskan“. Þær voru ófáar flíkurnar sem saumaðar voru á barna- börnin, þar kom sér vel að hafa numið í húsmæðraskólanum á Héraði. Hún tók líka að sér að klippa litla kolla, en þar var meira horft til afkasta en fagurfræði. Þá var klipið þétt um höku, „vertu kyrr“, sagði hún ákveðin og ekki þorði mað- ur að hræra sig þar sem maður sat á eldhússtólnum við vask- inn. Hún gerði bestu brauðtert- urnar, þar var ekki verið að spara mæjóið, sauð niður rauð- rófur, sultaði og var yfirleitt komin hálf ofan í frystikistu ef gesti bar að garði. Þar kom maður aldrei að tómum kof- unum og alltaf var til appelsín. Aldrei getum við gert hjóna- bandssæluna eins og hún, því ef beðið var um uppskrift mundi hún hana aldrei. „Þú gerir bara dass af þessu og dass af hinu,“ sagði hún gjarnan, hissa á þessu bjargarleysi og lengra náði það ekki. Matthildur frá Kóngsbakka var ræktarsöm, hún hlúði vel að garðinum sínum sem var fólkið hennar og stolt var hún af öllu sínu fólki. Heimur hverfur með hverj- um manni, nú situr hún amma og drekkur kaffi við uppádekk- að borð með sveitungum sínum af héraði. Þar er örugglega kátt á hjalla og margt sem þarf að ræða. Vertu sæl, gæskan. Dagný Gísladóttir, Geir Flóvent Jónsson, Stefán Magnús Jónsson og Hildur Björg Jónsdóttir. Elsku amma mín. Þú varst svo yndisleg kona og ég á erfitt með að trúa því að þú sért búin að kveðja okkur. Þú hafðir hjarta úr gulli og áttir nóg af ást og hlýju handa okkur öllum. Það væri erfitt að finna góð- hjartaðri manneskju en þig. Þú varst einnig mjög sterk og heilsuhraust kona og naust þess að fara út að ganga. Ég naut þess mikið að koma í heimsókn til þín, sérstaklega þegar ég var yngri og fékk að dúllast með þér að spila eða horfa á Leiðarljós með þér. Orð fá því ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér og fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég yrði mjög glöð ef ég mundi líkjast þér á einhvern hátt í lífinu. Ég kveð þig með fallegri bæn: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Ástarkveðja frá þinni sonar- dóttur, Þórunn Kristjánsdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Elsku besta og fallega mamma mín. Ég er örugglega búin að grenja heilt baðkar af tárum, elsku mamma, af sorg og söknuði. Þú varst ekki bara mamma, þú varst besti vinur okkar systkin- anna ásamt því að vera vinur vina okkar, já þú varst stórkostleg kona. Ég hef sjálf tamið mér þann eiginleika að vera ekki bara mamma barnanna minna, líka besti vinur þeirra. Síðastliðnir dagar hafa verið hræðilega erfiðir andlega. Alveg frá því þú fékkst heilablóðfallið á föstudaginn langa og þar til þú lést aðfaranótt 10. apríl, hefur það aldeilis reynt á hjartað mitt, huga og sál. Fyrir 14 árum, er þú fyrst veiktist, var upphaf af þján- ingum í hjarta mínu yfir þjáning- um þínum. Ég hef aldrei sætt mig við það að þú veiktist en reyndi að læra að lifa með því. Það sem á þig hefur verið lagt undanfarin ár er meira en nokkurn tímann ein manneskja á að þurfa að upplifa. Alltaf steyttir þú hnefanum upp í loftið er þú varst spurð að því hvernig þú hefðir það og sagðir alltaf „Ég skal, ég get og ég ætla.“ Það lýsir þér svo vel, elsku mamma. Ég er búin að reyna að vera svo sterk í gegnum þetta allt, elsku mamma, en söknuður- inn er svo yfirsterkur og enn lít ég út um gluggann er ég vakna til að athuga veðrið og hugsa til þín, jæja, það er gott veður í dag fyrir mömmu og svo hef ég gengið að símanum nokkrum sinnum og ætlað að fara að hringja í þig en áttað mig svo á því að þú ert ekki lengur hér. Allar minningar um þig eru fal- legar, enda hef ég alltaf sagt ef allir væru eins og þú þá væri heimurinn fallegri. Þú varst alltaf að spyrja hvernig maður hefði það og hvernig börnin og vinir manns hefðu það. Er ég flutti að heiman þá hringdir þú daglega í mig bara til að athuga hvernig ég hefði það og þegar hin börnin þín fluttu að heiman þá var það eins, þú þurftir að heyra í öllum dag- lega. Þú varst stórkostleg mann- eskja, elsku mamma. Þú varst glæsileg falleg kona, vildir alltaf vera vel til höfð og lagðir mikla áherslu á það eftir að þú veiktist að þú yrðir máluð daglega. Alltaf passaðir þú það að við börnin værum vel til höfð og flest allur fatnaður var saumaður af þér, hvort sem það voru jólaföt, páskaföt eða sumarföt. Þú vildir alltaf að við værum fín. Ég þakka þér fyrir að hafa ver- ið mamma mín og amma barnanna minna. Ég þakka þér fyrir að leiða mig út í lífið. Ég þakka þér fyrir allar stund- irnar okkar. Ég þakka þér fyrir öll fötin sem þú saumaðir á mig og allan fatnaðinn sem þú prjónaðir á mig. Ég þakka þér fyrir kærleikann sem frá þér streymdi og ráðin sem þú sendir mig út í lífið með í bakpoka. Ég þakka honum þarna á efri hæðinni sem öllu ræður fyrir að losa þig frá öllum þjáningum. Elsku hjartans mamma mín, ég sé þig fyrir mér alheilbrigða í sumarkjól og búin að setja á þig á varalit i sumarlandinu góða, hlaupandi berfætt í grasinu að tína blóm. Þannig vil ég hafa það í huga mínum, það huggar hjartað mitt sem grætur sárt yfir söknuði og sorg. Glæsileg, hjartagóð, barngóð og hörkukvendi hefur kvatt þenn- an heim. Elsku mamma mín, góða ferð inn í sumarlandið. Þín dóttir, Kolbrún Harpa. Elsku besta og fallegasta mamma mín, minn besti vinur og mín mesta fyrirmynd. Ég sit hérna og hlusta á uppáhalds tón- listina þína og ylja mér við minn- ingarnar og sakna þín gífurlega mikið. En þrátt fyrir erfiðasta tíma lífs míns, mikinn söknuð og mörg tár undanfarna daga þá er ég svo þakklátur og stoltur að það er ekki pláss lengur fyrir reiði og það að ætla að vera ósáttur út í líf- ið. Að hafa fengið annað tækifæri með þér eftir fyrstu veikindin, allt spjallið okkar á síðustu mánuð- um. Að fá að halda utan um þig og halda í höndina þína síðasta spöl- inn og vita að þér líður betur núna. Að eiga allar þessar minn- ingar og hafa fengið öll þessi 31 ár með þér, það er mér allt og svo rosalega stórt og verður aldrei frá mér tekið. Ég er svo stoltur af þér, elsku mamma mín, ég er svo stoltur að vera litli strákurinn þinn og hafa verið alinn upp af svona mikilli hetju og sterkri konu. Ég kann ekki og veit ekki hvernig ég á að fara að því að halda áfram án þín en ekki hafa áhyggjur af mér, elsku mamma mín, því ég veit að þú munt alltaf verða hérna með mér og svo á ég bestu systkini í heimi og frábært fólk alls staðar kringum mig sem hjálpar mér í gegnum þetta. Þangað til næst elsku mamma mín… Alltaf í huga mínum og ávallt í hjarta mínu. Heimir Berg Halldórsson. Dísa systir hefur kvatt. Henn- ar lífslogi er slokknaður, þrautir hennar hafa verið leystar. Ég á mína fyrstu minningu henni tengda þegar hún kemur heim með sparibauk sem hún gaf mér, sem ég seinna sagaði í sundur til að nálgast auðæfi mín. Ég minn- ist hennar þegar hún vann í SS- búðinni og hve mér þótti merki- legt að systir mín ynni þar. Hún var móðir Sævars sem var löngum heima í sveitinni, leik- félagi minn og jafnaldri. „Ég fann meiri gleði í sorginni en þú gætir fundið í gleðinni.“ Það get ég líka sagt um minningu systur minnar. Hennar var gleðin og krafturinn. Dísa var fyrsta barn móður okkar og hún fluttist að Reyni með henni ársgömul þegar mamma og pabbi hófu sinn bú- skap. Glaði og kraftur fylgdi Dísu. Dugnaður og ósérhlífni. Í albúmi fjölskyldunnar sést hvernig hún hefur verið leiðtogi systranna – elst í hópnum. Æska hennar var í þrengslum í gamla bænum, fimm manna fjölskylda með eitt lítið herbergi með að- gang að eldhúsi – ekkert baðher- bergi. Virk í önnum sveitarinnar. Myndin af henni standa á mjólkurbrúsa að reka niður girð- ingarstaur segir mikla sögu. Það var ekki verið að láta stoppa sig við aðvinna hin erfiðustu verk – hvergi dregið af sér. Hún sagði okkur hinum að það ætti að skemmta sér meðan maður væri ungur. Það kom síðar í ljós að átti við í hennar lífi. Hugsa um útlitið, vera litrík og gefa engan afslátt af glæsileikanum. Teikning lék í höndum hennar og hún þurfti ekki að heyra lag nema tvisvar eða þrisvar til að kunna lag og texta og söng af inn- lifun. Hún var hörkutól til vinnu, og sannur vinur vina sinna. Hún fékk eina systur, samband þeirra var náið og Valný einstök í stuðn- ingi við hana alla tíð. Fyrir það skal þakka. Lífið er líka mótlæti og af því fékk Dísa að bergja ríkulega. Að- eins 53 ára er henni nánast fyr- irvaralaust kippt úr daglegu lífi. Æxli hefur komið sér fyrir í höfð- inu á henni. Áhættusöm aðgerð, gengur ekki sem skyldi. Afleið- ingin er áfall fyrir unglinginn og gleðigjafann Dísu. Á besta aldri verður hún öryrki, með skerta sjón og hreyfigetu. Er breytt per- sóna. Við taka erfið ár heilsuleys- is og vanlíðanar. Skaðinn er var- anlegur. Þó að hún hafi misst mikið mundi hún allra best okkar liðna tíma, þó aðskammtíma- minni hennar væri svikult. Að vera öðrum háður var ekki henn- ar, og hún höndlaði það í raun aldrei. Hún var þó þakklát allri umhyggju og aðstoð. En þetta var ekki hennar líf og hún var kannski alltaf of stór til að takast á við erfiðleika sína. Núna, 14 ár- um síðar, er hvíldin komin. Auð- vitað of snemma fyrir okkur sem eigingjörn erum – en eigum við ekki líka að þakka fyrir það og sem fengum? Gleðjast yfir góðum minningum um stórbrotna konu. Ég kveð stóru systur mína með þakklæti og djúpri virðingu fyrir lífi hennar, sigrum og sorgum. Við vorum með ákveðnum hætti sitt hvorar kynslóðar – ég fann vel hug hennar og væntum- þykju til fjölskyldu minnar. Það var henni líkt að reka harðan kosningaáróður fyrir bróður á Höfða fyrir síðustu kosningar. Hún stóð alltaf með sínum. Haraldur Benediktsson. Dísa frænka var alltaf mjög smart og fylgdist vel með nýjustu tísku. Henni fannst gaman að hafa sig til og var óhrædd við að klæðast sterkum litum sem fóru henni vel. Dísa var mikill listamaður og það sást á myndum sem hún bjó til og hvernig hún bjó heimilið sitt. Fallega skuggamyndin af Maríu með Jesú nýfæddan sem var á útihurðinni hennar fyrir hver jól er okkur í fersku minni. Í garðinum hennar á Suðurgötunni fékk hún líka útrás fyrir þennan sköpunarkraft og hann var ævin- týralega fallegur. Steinlagður göngustígur lá á milli ótal blómategunda og trjá- runna og endaði svo við litla tjörn í horni garðsins. Þegar Dísa flutti af Suðurgötunni gaf hún plönt- urnar sínar vinum og vanda- mönnum og margar þeirra eru nú stórar og fallegar í görðum þeirra. Gaman er að sjá að börnin hennar erfðu svo þessa sköpunar- gáfu og hafa nýtt hana á einn eða annan hátt í sínu lífi og störfum. Dísa sagði okkur alltaf að lifa lífinu á meðan maður gæti, hugsa meir um daginn í dag en í gær eða á morgun. Þarna var hún á undan samtímanum en í dag er stöðugt meiri áhersla á svokallaða núvit- und sem lýtur sömu lögmálum og móttóið hennar var. Hún kaus líka að tala meira um jákvæða hluti en þá neikvæðu og var með- vituð um að allir eiga rétt á að velja sína lífsleið. Dísa var alltaf hress og tilbúin að eiga góða stund, jafnvel þegar æxlið var farið að skerða lífsgæði hennar mikið. Hjá okkur systk- inunum standa eftir minningar um frænku sem var dugnaðar- forkur, mikill fagurkeri og ein- staklega hjartahlý. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Halldóra, Lilja og Benedikt Steinar. HINSTA KVEÐJA Til elsku ömmu okkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Góða ferð inn í sumar- landið, elsku amma okkar, þar sem sólin skín og blóm- in ilma. Pétur Hafliði, Katla Marín og Ingi Dór. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON skipstjóri frá Borgarholti, Grindavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 9. apríl. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 17. apríl kl. 14. . Þorgerður G. Guðmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Elva Björk Guðmundsdóttir, Ragnar Leó Schmidt, Birta Rós, Elvar Geir, Nína María, Emilía Rut og Aníta Björt. Ástkær bróðir okkar, KETILL INGIMARSSON vélvirki, Hamraborg 20, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 28. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. . Inga Jóna Ingimarsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN SKAFTASON fv. yfirlæknir og prófessor, lést á heimili sínu fimmtudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginnn 20. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar í Kópavogi eða UNICEF á Íslandi. Maj Skaftason, Hauður Helga Stefánsdóttir, Hafberg Þórisson, Anna Marie Stefánsdóttir, Guðni Ragnar Björnsson, Jóhann Stefánsson, Hanna-Maria Kauppi, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.