Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Svefnpokagisting Salarleiga www.arthostel.is Hljóðfæri Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Vel með farið rimlarúm Venjuleg stærð 60x120 cm, amerísk dýna. Rúminu fylgja tvö teygjulök og stuðkantur. Verð 10.000. Upplýsingar í síma 669-1306. Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt TILBOÐ VIKUNNAR SPORTHALDARAR stakar stærðir D-G kr. 4.800,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ Vönduð dömustígvél.úr leðri. Fóðruð Stakar stærðir. Verð: 12.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi NÝTT – ÚLPUR kr. 11.900 kr. 13.900 kr. 12.900 Sími 588 8050. - vertu vinur NÝTT - og svoo fallegt ! Teg.REBECCA - í nýjum lit, stærðir 32-40 D,DD,E,F,FF,G á kr. 11.550,- Teg. RAPTURE - stærðir 32-38 D,DD,E,F,FF,G á kr. 9.985,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Teg. 41169-11 Vandaðir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-40. Verð: 21.885. Teg. 240-04 Vandaðir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-40. Verð: 21.885. Teg. 1327-12 Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 22.785. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Til sölu Ford Escape XLS (4X4 4DR). Árg. 2005 Keyrður 130.000 km. Ljósgrár, sjálfskiptur, nýleg heilsársdekk. Verð 790.000 kr. Nánari uppl. í síma 840-7066. Volvo V-50 árg. 2005, ekinn 144 þ. Sjálfskiptur. Búið að skipta um tíma- reim og toppviðhald. Tveir eigendur frá upphafi. Engin skipti, ekkert áhvíl- andi. Nýleg Toyo-harðskeljadekk. Dekurbíll í alla staði. Verð 1.390.000 kr. Upplýsingar í síma 821-5628. Húsviðhald smidur.com Sími 897 9933 Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is Hreinsa þakrennur, laga vatnstjón, ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.ismbl.is alltaf - allstaðar Vanmátturinn er algjör og frekar furðulegt að standa frammi fyrir þessu stóra og erfiða verkefni án þín. Nýr raunveruleiki er tekinn við, raunveruleiki sem ég hvorki skil né kann að lifa. Það eina sem ég veit með vissu er að það er allt breytt og ég mun aðlagast, á mín- um hraða og á minn hátt. Elsku mamma mín, ég finn ekki orðin en það er svo sannarlega margs að minnast, ég þakka fyrir tímann sem ég fékk með þér og er mér dýrmætust í dag síðasta heimsókn mín til ykkar. Ég og Þormóður Geir vorum hjá ykkur og er ég svo þakklát fyrir þá daga og þau kvöld sem þeim fylgdu, gamall hversdagsleiki rifjaðist upp með mömmumat, prjóna- kvöldum, sjónvarpsglápi og lífleg- um samræðum. Ég gladdist eins og lítil stelpa yfir að þú yrðir sjálf Kristrún Inga Geirsdóttir ✝ Kristrún IngaGeirsdóttir fæddist 12. sept- ember 1959 og lést 2. apríl 2015. Útför Kristrúnar Ingu fór fram 14. apríl 2015. heima þegar ég kæmi í þessa heim- sókn því þú varst í Hveragerði norður- ferðina mína þar áð- ur. Í þetta skiptið var einnig ótrúlega rólegt í vinnunni hjá þér þó þú værir á kafi í að undirbúa Löngumýrartörn þá var þessi undirbún- ingur afslappaðri en oft áður. Ég fékk tækifæri til að kynnast þér sem vinkonu líka í gegnum áhugamálið sem þú smitaðir svo sannarlega til okkar Guðrúnar Petru, allar Löngumýrarhelgarn- ar, bútasaumsferðin til Birming- ham, vinnustundirnar í Quiltbúð- inni og allt það sem þú hefur kennt og sýnt mér. Ég hef fengið að læra svo margt af þér og man þegar ég var að byrja að elta þig inn í handa- vinnuna, þolinmæði mín var ekki mikil og brussugangurinn oft enn meiri, það var ótrúlegt hvað þú entist í að laga villur og leiðbeina mér til að gera betur. Mér er svo minnisstætt þegar ég fitjaði upp á mína fyrstu peysu, ófrísk að Jak- obi Darra, lykkjurnar voru stöð- ugt svo fastar á prjóninum og eng- an veginn hægt að prjóna þær og hvað þá ná þeim af prjóninum þrátt fyrir allskonar aðferðir til að fitja laust upp. Ég endaði það kvöld skælandi með slitinn prjón og sannfærð um að ég myndi aldr- ei ná þessu, en þú varst ekki lengi að tala mig til og sýna mér réttu handtökin og hafa prjónarnir aldr- ei verið langt undan og peysurnar orðnar nokkrar. Það er virkilega sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma og svona snöggt, elsku mamma. Ég var svo viss um að við hefðum nægan tíma og hefði svo sannar- lega nýtt hann betur og eitthvað öðruvísi hefði ég vitað þessi tíma- mörk. Augun mín og augun þín ó! þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. (Vatnsenda-Rósa) Þín Herborg Rósa. Elsku, hjartans fallega systir mín. Ég á bágt með að trúa því að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur, og tala við þig. Aldrei nokkurn tímann grunaði mig þegar þú komst til mín miðvikudaginn 1. apríl að það væri síðasta skiptið sem mundi hitta þig. Ég er svo slegin, að ég veit ekki hvað ég á að segja, gæti sagt svo margt fallegt um þig. Þegar ég átti bágt varst þú svo dugleg að stappa í mig stál- inu og hugga mig, því þú varst snillingur í því. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Ég mun alltaf hafa þig í mínu hjarta, elsku Kristrún systir. Hvíldu í friði, elsku vina, ég vona að Guð gefi Ómari og börnum þín- um styrk og þinni fjölskyldu og að þér líði vel. Takk, Kristrún mín, að hafa verið þáttur í lífi mínu. Þín systir Arna. Haustið 1999 fór ég á búta- saumsnámskeið til Kristrúnar og Öldu þar sem þær stöllur kenndu mér fyrstu handtökin í að skera og sauma efni og þarna var heldur betur glatt á hjalla. Þetta voru mín fyrstu kynni af Kristrúnu en hún og hennar starf hafa haft mikil áhrif á mitt líf til þessa dags og á eflaust eftir að gera um ókomin ár. Það átti eitthvað svo vel við Krist- rúnu að eiga við efni og að þjón- usta fólk. Kristrún vann hjá Vogue á þessum tíma en fór í sam- starf við Guðrúnu Erlu þegar hún kom norður með bútasaumsbúð- ina sína Bót.is. Skemmst er frá því að segja að fljótlega eftir að Guð- rún hættir með Bót.is er þrýst mjög á Kristrúnu að opna sjálf bútasaumsbúð. Hún, sem betur fer fyrir bútasaumskonur og síðan prjónakonur, gerði það og opnaði Quiltbúðina í Sunnuhlíð. Sama ár eða árið 2003 byrja saumahelgarnar á Löngumýri í Skagafirði sem Kristrún stóð fyrir. Fyrst var þetta eingöngu ein helgi að hausti en aðsóknin var svo mikil af konum hvaðanæva af landinu að það þurfti fimm helgar til að svara eftirspurn. Ég fór á hverju hausti frá byrjun og gat ekki hugsað mér að sleppa þeim. Þarna kynntumst við bútasaumskonur af landinu og vegna þessara helga stofnuðum við bútasaumskonur á Akureyri fé- lagsskap sem gengur undir nafn- inu „Orkulýsurnar“ og hittumst einu sinni í mánuði við sauma, að skiptast á ráðleggingum og upp- skriftum. Hún kom sem reiðarslag fregnin af andláti Kristrúnar. Smávaxna konan sem aldrei stoppaði þeyttist um landið með efni og námskeið. Skörungur sem skilur svo mikið eftir sig. Vegna hennar áttu teppi á rúminu þínu, dúk á borði og tösku í hendi. Áhrif verka hennar liggja víða og minningin lifir í þeim. Foreldrum Kristrúnar, Ómari og fjölskyldu, sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Anna Breiðfjörð Sigurð- ardóttir, bútasaumskona. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.