Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 38
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég hygg að hvar sem Þorvaldur er staddur þá muni það gleðja hans hjarta að heyra þessi lög flutt. Hann þekkir okkur Skúla og er ánægður með okkur,“ segir Megas sem mun ásamt Skúla Sverrissyni og hljóm- sveit frumflytja í heild sinni Ósóma- ljóð Þorvaldar Þorsteinssonar á 29. Listahátíð í Reykjavík í Gamla bíói þriðjudaginn 26. maí kl. 20. Varð strax heillaður Að sögn Megasar eru nokkur ár síðan hann komst fyrst í kynni við lög Þorvaldar sem sá síðarnefndi samdi á námsárum sínum í Hollandi undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Þor- valdur fór á þeim tíma í hljóðver ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum og tók upp átta lög sem hann hafði samið. Sjálfur söng hann textana. Þessar upptökur lágu ónýttar þar til fyrir nokkrum árum að Þorvaldur leyfði Megasi að heyra þær. „Ég heyrði demódiskinn stuttu áð- ur en hann dó og varð strax heillaður, því hann var skemmtilegur músík- ant,“ segir Megas og rifjar upp að Þorvaldur hafi leyft fáum öðrum að heyra tónlist sína. „Í jarðarför Þor- valdar var eitt laga hans flutt undir stjórn Skúla Sverrissonar. Um svip- að leyti fengum við Skúli báðir þá hugmynd að gaman væri að safna saman lögum Þorvaldar og taka þau upp, því hans eigin demóupptökur liðu fyrir tæknilega vankanta og eru því ekki markaðsvænar,“ segir Meg- as og tekur fram að í flutningnum verði í einu og öllu farið eftir hug- myndum Þorvaldar um útfærslu lag- anna. „Í ljóðunum tala ímyndaðar per- sónur sem þusast út í lífið og sam- félagið. Þau eru eins og litlir leik- þættir og í þeim má greina kjarnann að mörgu sem Þorvaldur átti seinna eftir að láta frá sér fara. Þar má einn- ig heyra hvernig Þorvaldur hafði strax fundið sinn beitta stíl meðan hann var enn í námi og þau eru mikil- væg viðbót við höfundarverk hans sem spannar tugi bóka og leikrita, auk allra myndlistarsýninganna,“ segir m.a. í tilkynningu frá Listahátíð í Reykjavík. Fæddur með tónlistargáfu „Þorvaldur var fyrst og fremst myndlistarmaður og textagerðar- maður. Ég hugsa að hann hafi ekki ræktað mikið tónlistarmanninn í sjálfum sér, en það sem eftir hann liggur á tónlistarsviðinu lýsir mjög vel mikilli gáfu á því sviði. Hann bjó óvart til músík og sú er góð, svo hann hefur greinilega verið fæddur með ákveðna tónlistargáfu. Þessi lög eru öll afskaplega lífleg,“ segir Megas og bætir við: „Ég lenti sjálf- ur í því að gera lög við einhverja af þessum textum vitandi ekki af því að hann hefði sjálfur gert lög við þau. Hans lög voru hressari heldur en mín,“ segir Megas en hann samdi tónlist við texta Þorvaldar í leikriti hans Lífið – notkunarreglur og komu fimm af þeim lögum út á plöt- unni (Hugboð um) vandræði árið 2011. Aðspurður hvort til standi að gefa tónlist Þorvaldar út segir Megas menn hafa mikinn áhuga á því. „Við munum a.m.k. taka tónlistina upp á tónleikunum í Gamla bíói, en svo verðum við að sjá til með útgáfuna enda virðist útgáfustarfsemin vera að lognast út af hér á Íslandi.“ Þess má geta að miðasala á tón- leikana hefst í hádeginu í dag á vefnum listahatid.is. „Muni gleðja hans hjarta“  Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar frumflutt í heild sinni á Listahátíð í Reykjavík í maí Morgunblaðið/Einar Falur Megas Magnús Þór Jónsson. Morgunblaðið/Heiddi Stjórnandi Skúli Sverrisson. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Skáld Þorvaldur Þorsteinsson. 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Haraldur V. Sveinbjörnsson gaf ný- verið út sólóplötuna Shine undir listamannsnafninu Red Barnett og í kvöld kl. 21 heldur hann útgáfu- tónleika í Fríkirkjunni, á 40 ára af- mælisdegi sínum. Haraldur hefur komið víða við í tónlistarlífi landsins á undanförnum árum. Hann útsetti m.a. tónlist Skál- maldar fyrir Sinfóníuhljómsveit Ís- lands sem flutt var á tónleikum sveitanna og þriggja kóra í Eldborg í lok nóvember 2013 en þeir hlutu Ís- lensku tónlist- arverðlaunin í ár sem tónlistar- viðburður ársins. Þá hefur Haraldur útsett tónlist Gunnars Þórðarsonar, tónlist Pink Floyd fyrir heiðurs- tónleika Dúndurfrétta og tónlist Páls Óskars fyrir tónleka hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Har- aldur lærði klassískar tónsmíðar og vakti fyrst athygli sem gítarleikari og aðallagasmiður gruggsveitar- innar Dead Sea Apple. Hann er ann- ar tveggja söngvara hljómsveitar- innar Menn ársins og að auki bassaleikari hljómsveitarinnar Buff. Þá hefur hann komið reglulega fram með Dúndurfréttum og Skálmöld sem hljómborðsleikari og unnið með fjölda tónlistarmanna, íslenskum sem erlendum og útsett fyrir þá. Tíu ára hugmynd Og víkur þá sögunni að Red Bar- nett. Í tilkynningu vegna plötunnar segir að hugmyndin um að gefa út sólóplötu undir nafni Red Barnett sé orðin ríflega tíu ára gömul. Haraldur er beðinn um frekari skýringar á því. „Það er nú bara þannig að ég er búinn að vera svolítið mikið í verk- efnum með öðrum listamönnum og maður er svolítið gjarn á að setja sig í annað sæti þegar kemur að vinnunni. Það voru fjölmargir að sparka í rassinn á mér en ég lét þetta verða kvöld- og helgavinnu,“ segir Haraldur. Hann hafi safnað lögum til hliðar við önnur verkefni, lögum sem eiga það sameiginlegt að vera rólegheitatónlist. „Fyrir tíu ár- um fékk ég þessa flugu í hausinn að búa til sólóplötu í kringum þessi lög sem ég var búinn að gera, undir þessum formerkjum og það hefur haldist síðan en ég komst ekkert í að klára þetta fyrr en núna,“ segir Har- aldur. – Tónlistinni er lýst í tilkynningu sem angurværri rökkurtónlist og að yrkisefni þín séu lífið og tilveran í stóra samhenginu. „Já, það er eins almennt og það getur orðið. Þetta er í rauninni þessi mannlega tilvera sem við búum í,“ svarar Haraldur. Misskilningur – Hvaðan kemur þetta nafn, Red Barnett? „Þetta er byggt á misskilningi sem varð fyrir mörgum árum, þegar vinkona mín las vitlaust á penna frá hjálparsamtökunum Red Barnet í Danmörku, Björgum barninu. Hún hélt að þetta væri einhver Red Bar- nett, einhver suðurríkjamaður sem hefði merkt sér pennann. Við vorum að grínast með þetta og ég er vissu- lega rauðbirkinn þannig að einhvern veginn þróaðist þetta út í það að ég varð listamaðurinn Red Barnett og það hefur haldist í gegnum tíðina,“ segir Haraldur. – Hvers vegna ákvaðstu að gefa plötuna út undir því nafni en ekki þínu rétta nafni? „Ég hef ennþá smátengingar er- lendis og þetta er náttúrlega þrjóska, fyrir það fyrsta. Í kringum 2005 vorum við í Dead Sea Apple ennþá að spila í útlöndum og ég var náttúrlega með tengingar þangað út og ákvað þá að halda mig við ensku textana og enska heitið,“ segir Har- aldur. Farið sé að halla undan fæti hjá geisladiskinum á alþjóðlegum markaði, tónlist meira eða minna komin á streymisveitur og því hafi honum þótt við hæfi að gefa plötuna út undir heitinu Red Barnett. „Har- aldur Sveinbjörnsson er svolítið óþjált nafn úti í hinum stóra heimi,“ bætir Haraldur við. Átti greiða inni hér og þar Fjöldi tónlistarmanna lagði Har- aldi lið við gerð plötunnar og segir hann að auðvelt hafi verið að fá fólk til aðstoðar við sig. „Enda var maður svo sem búinn að koma víða við og átti greiða inni hér og þar,“ segir Haraldur kíminn. „Það er strengja- kvartett þarna og menn sem hleyptu mér inn í stúdíó gegn greiðum hér og þar,“ segir hann. Spurður út í tónleikahald erlendis segir Haraldur það í skoðun en fyrst sé að klára útgáfutónleikana og fagna því að vera orðinn fertugur. Framhaldið verði skoðað í góðu tómi. „Maður er ekki að flýta sér þó að maður sé kominn á þennan ald- ur.“ Ljósmynd/Mummi Lú Þúsundþjalasmiður Haraldur hefur komið víða við í tónlist og gefur nú út plötu undir nafninu Red Barnett. Red Barnet varð Red Barnett  Haraldur V. Sveinbjörnsson kallar sig Red Barnett og gaf nýlega út sólóplötuna Shine  Fagnar fertugsafmæli og heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni kvöld Veronika Geiger opnar sýningu í Kubbnum, sýningarsal myndlistar- deildar Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91, í dag kl 15. Sýn- inguna nefnir hún Imprint. Er þetta sjötta einkasýningarverkefni meist- aranema í myndlist á vormisseri innan sýningaraðarinnar Kveikju- þræðir. Sýningin er opin 20.-24. apríl milli kl. 13 og 16. Veronika Geiger er nemandi á fyrra ári við alþjóðlega meistara- námsbraut í myndlist við LHÍ en áð- ur lauk hún BA námi í myndlist frá Glasgow School of Art. Sýningar- röðin Kveikjuþræðir er unnin í samstarfi við meistaranámsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Sam- starfið hefur gefið af sér samræður milli þessara tveggja nemendahópa og skrif listfræðinema í tengslum við sýningarnar. Imprint í Kubbnum Einkasýning Veronika Geiger. Zbigniew Dubik fiðluleikari, Þór- unn Ósk Marin- ósdóttir víólu- leikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari flytja Strengjatríó í B- dúr, D. 471 eftir Schubert og Pí- anókvartett nr. 1 í g-moll K. 478 eftir Mozart ásamt Nínu Margréti Grímsdóttur píanó- leikara í Gerðubergi í dag kl. 12.15 og sunnudaginn 19. apríl kl. 13.15. Tónleikarnir, sem bera yfir- skriftina Klassískir hornsteinar, eru hluti af tónleikaröðinni Klassík í hádeginu sem Nína Margrét hefur stýrt frá upphafi eða frá árinu 2008. Tónleikunum er fylgt úr hlaði með kynningum á verkum og tón- skáldum. Um er að ræða loka- tónleikana á þessu misseri, en þráð- urinn verður tekinn upp að nýju í haust. Aðgangur er ókeypis. Klassískir horn- steinar hljóma Nína Margrét Grímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.