Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 » Helgi Hrafn Jóns-son, bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 og eiginkona hans, hin danska söngkona Tina Dickow, héldu tónleika í gær á Bókasafni Sel- tjarnarness. Tina er ein þekktasta og vinsælasta söngkona Dana og hafa þau Helgi Hrafn unnið saman að sjö plötum. Helgi Hrafn og Tina Dickow héldu tónleika í Bókasafni Seltjarnarness í gær Morgunblaðið/Eva Björk Tónlistarhjón Danska söngkonan Tina Dickow og Helgi Hrafn voru einbeitt í tónlistarflutning sínum. Gestir Fjöldi fólks á öllum aldri mætti til að njóta lifandi tónlistarflutnings. Gaman Mýrún Hrannarsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir alsælar með að bókasafnið sé nýtt til menningarlegra hluta þar sem foreldrar geta mætt með börn sín og hitt fólk, notið tónlistar á meðan börnin leika í leikhorni. Hressir Kári Húnfjörð Einarsson mætti sem og Þórleifur Jónsson. Bók sem Stephane Charbonnier, rit- stjóri franska skoptímaritsins Char- lie Hebdo, skrifaði og lauk við tveim- ur dögum áður en hann var myrtur, hefur verið gefin út. Charbonnier var skotinn til bana ásamt ellefu öðr- um í árás hryðjuverkamanna á rit- stjórnarskrifstofur Charlie Hebdo 7. janúar sl. Bókin ber titilinn Lettre Ouverte aux Ecrocs de l’Islamo- phobie qui Font le Jeu des Racistes og í henni ver Charbonnier réttinn til þess að gera grín að trúar- brögðum. Í bókinni ver hann ritstjórnarstefnu Charlie Hebdo sem birti skopmyndir af Múhameð spámanni árið 2006. Charbonnier segir það mismunun að gera megi grín að öllu og öllum nema ákveð- num þáttum íslamstrúar af þeirri ástæðu einni að múslimar séu taldir viðkvæmari en aðrir í samfélaginu. Bók látins ritstjóra Charlie Hebdo gefin út AFP Vörn Stephane Charbonnier ver ritstjórnarstefnu Charlie Hebdo í nýút- kominni bók. Charbonnier var skotinn til bana 7. janúar í París. Úr náttúrunnar ríki nefnist mál- verkasýning sem Brynhildur Ósk Gísladóttir opnar í Listasal Mosfells- bæjar á morgun. Brynhildur nam við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1974-79 og útskrifaðist úr málara- deild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1982. Hún kenndi við mál- aradeild Myndlistaskóla Reykjavíkur 1982-87. „Sýningin Úr náttúrunnar ríki snýst um náttúru landsins og í henni er uppspretta hugmynda að mynd- unum, sem unnar eru með olíu á striga. Í vinnuferðum um landið er fangað ljós og litbrigði, kyrrð öræfa, gróður, fjöll og svartir sand- ar,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýn- ingin verður síðan opin kl. 12-18 virka daga og laugardaga kl. 13-17. Úr náttúrunnar ríki í Listasal Mosfellsbæjar Olía Brynhildur Ósk Gísladóttir. ÍSLENSKT TAL SÝND Í 2D OG 3D ÍSLENSKT TAL SÝND Í 2D OG 3D Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.