Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 107. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Hvernig getur svona gerst? 2. Hafa rætt við eldri drenginn 3. Margrét Gísladóttir komin á fast 4. Bæjarbúar Tálknafjarðar slegnir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hrútar, nýjasta kvikmynd Gríms Hákonarsonar, hefur verið valin til keppni í Un Certain Regard-keppni á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst 13. maí nk. Hátíðin er ein sú umfangsmesta og virtasta í heim- inum og verður kvikmyndin heims- frumsýnd þar. Um 4.000 myndir voru sendar inn til keppni og aðeins 20 valdar. Leikkonan Isabella Rossellini verður forseti dómnefndar Un Certa- in Regard og mun í samvinnu við aðra dómnefndarmenn velja sigurvegara. Á meðal þekktra leikstjóra sem hafa sýnt myndir sínar í Un Certain Reg- ard eru Gus Van Sant, Sofia Coppola og Steve McQueen. Un Certain Reg- ard hluti Cannes-kvikmyndahátíðar- innar var settur á laggirnar árið 1978 og frá og með árinu 1998 hefur verið keppt um verðlaunin Prix Un Certain Regard. Markmiðið með verðlaun- unum er að gera kvikmyndagerðar- mönnum, sem hafa gert kvikmyndir með frumleika og hugrekki að leiðar- ljósi, hátt undir höfði, m.a. með styrk til dreifingar á kvikmyndinni í Frakk- landi, skv. tilkynningu. Hrútar í Un Certain Regard í Cannes  Sex stórstjörnur úr heimi drags- ins halda í kvöld kl. 23 sýningu í Gamla bíói sem ber titilinn RuPaul’s Drag Race: Battle Of The Seasons. Dragdrottningarnar sem taka þátt í sýningunni eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í raunveru- leikaþáttunum RuPaul’s Drag Race en í þeim keppa dragdrottningar sín á milli. Á myndinni sést dragdrottningin Jinkx Monsoon. Dragdrottningar á sviði Gamla bíós Á laugardag og sunnudag Suðlæg átt, 8-13 m/s og súld með köflum, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Hiti 5 til 14 stig. Á mánudag Suðlæg átt 8-13 m/s og rigning sunnan- og vest- anlands, en þurrt að kalla norðaustantil. Lítið eitt svalara. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-18 upp úr hádegi og skúrir, en fer að létta til norðan- og austanlands. Heldur hægari vindur. VEÐUR Snæfell úr Stykkishólmi leikur til úrslita gegn Kefla- vík um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik en liðið tryggði sér það með sannfærandi sigri á Grind- víkingum á útivelli í gær- kvöld. Snæfell vann þar með einvígið 3:1 og tekur á móti Keflavík í fyrsta úr- slitaleiknum í Stykkishólmi næsta miðvikudagskvöld. »2-3 Snæfell og Kefla- vík í úrslitum Norma Dögg Róbertsdóttir, úr Gerplu, náði besta árangri sem kona hefur náð fyrir Ísland á Evr- ópumeistaramóti þeg- ar hún hafnaði í 9. sæti í stökki í Mont- pellier í Frakklandi. Er hún fyrsti vara- maður inn í úrslitin sem fram fara á morgun. Þar sem alltaf eru einhverjar líkur á því að fyrsti vara- maður endi í úrslit- um þá mun Norma undirbúa sig af full- um krafti fyrir úr- slitin og mæta í upphitunina. „Ég er ennþá á fullu í æfingum og þarf að vera til taks.“ »1 Besti árangur á EM og er til taks fyrir úrslitin Afturelding og Haukar fögnuðu sigri í fyrstu leikjunum í undanúrslitum Ol- ís-deildar karla í handbolta í gær. Haukar gerðu góða ferð að Hlíðar- enda og burstuðu deildarmeistarana í Val, 32:24, og að Varmá höfðu nýlið- arnir í Aftureldingu betur gegn ÍR- ingum í miklum baráttuleik, 23:20. Liðin eigast við öðru sinni á morgun. »2-3 Haukar og Afturelding tóku forystu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þingeyski karlakórinn Hreimur á 40 ára starfsafmæli um þessar mundir og af því tilefni var gleðisveitinni Ljótu hálfvitunum úr sömu sveit boðið að syngja með kórnum í af- mælinu, fyrst í félagsheimilinu að Ýdölum um liðna helgi og síðan í Háskólabíói á morgun þar sem sveitirnar endurtaka tónleikana. „Þetta var ólýsanleg upplifun, al- gjört æði, og ég hlakka til tón- leikanna í Háskólabíói,“ segir Haf- liði Jósteinsson, sem hefur sungið í kórnum síðan 1988. Hann segir að karlakórsmenn hafi lært mikið af gleðisveitinni og hún hafi líka lært mikið af þeim, „eins og til dæmis þekktar karlakórsperlur eins og Hraustir menn og Brennið þið vitar, þar sem þeir voru forsöngvarar.“ Hafliði leggur áherslu á að það sé mannbætandi að taka þátt í karla- kór, menn fari betri heim heldur en þegar þeir komi, en að syngja með Ljótu hálfvitunum hafi verið ein- stakt. „Þessir drengir eru slíkir snillingar þannig að þarna laust saman tveimur algerlega ólíkum öfl- um og úr varð heilmikil orka.“ Blandað efni Á efnisskránni eru kunn karla- kórslög í bland við lög Ljótu hálfvit- anna. Sveitin hefur útsett lög af efn- isskrá Hreims eftir sínu höfði og leikur undir hjá kórnum. Þá hafa nokkur lög Hálfvitanna fengið karlakórsmeðferð. „Ég lofa góðri skemmtun og hvet þá sem eiga möguleika á og kæra sig um að hlusta á tónlist af þessu tagi að leggja leið sína í Háskólabíó klukk- an 15 á laugardag,“ segir Hafliði. Hafliði segir að stöðug endurnýj- un sé í kórnum og það sé mjög gleði- legt. „Ungir menn um 20 til 25 ára koma í kórinn og breyta hlutunum mikið,“ segir hann, síungur í anda. Fyrir tónleikana í Ýdölum var æf- ing á fimmtudags- og föstudags- kvöld og eftir æfinguna seinna kvöldið fór Hafliði beint á veitinga- staðinn Hvalbak á Húsavík þar sem hann söng fyrir gesti til klukkan þrjú um nóttina. Ljótu hálfvitarnir kalla ekki allt ömmu sína, en þeim var brugðið þegar þeir sáu kraftinn í Hafliða og höfðu á orði að hefðu þeir hálfan mátt hans þegar þeir næðu sama aldri yrðu þeir himinlifandi. „Sævar Hálfviti Sigurgeirsson hafði orð á þessu,“ segir Hafliði. „Þeir voru á pöbbnum, þegar ég kom. „Ert þú orðinn brjálaður?“ spurðu þeir. „Ætlar þú að fara að syngja hérna í nokkra klukkutíma fram á nótt eftir allar þessar æfingar og mæta svo á tónleika og syngja kvöldið eftir?“ Ég hélt það nú og þetta var þrusustuð fram á nótt. Þorgeir Tryggvason Hálfviti sagði að þetta væri ekki hægt með svona gamlan mann, þetta væri þrekvirki. En samstarfinu er ekki enn lok- ið.“ „Ert þú orðinn brjálaður?“  Karlakórinn Hreimur og Ljótu hálf- vitarnir með tónleika í Háskólabíói Gleði Frá tónleikum Karlakórsins Hreims og Ljótu hálfvitanna að Ýdölum í Aðaldal um liðna helgi. Þeir endurtaka leikinn í Háskólabíói á morgun. Söngferill Hafliða Jósteins- sonar, 1. tenórs, spannar um 60 ár, en hann var 15 ára þeg- ar hann kom fyrst fram opin- berlega og byrjaði 18 ára í karlakór á Húsavík. Hann seg- ir að tíminn með Karlakórnum Hreimi hafi verið mjög góður og gefandi. Eins sé skemmti- legt að koma fram með Frímanni Sveinssyni á pöbbum og víðar, ekki síst á heimilum aldraðra. „Þetta er framlag okk- ar til sam- félagsins,“ segir hann. Söngvari í sextíu ár HAFLIÐI JÓSTEINSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.