Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 8
Ritlistarbúðirnar Ice- land Writers Retreat eru haldnar í 2. sinn 8.- 12. apríl en búðirnar eru ætlaðar fólki sem vill þjálfast í skrifum á Íslandi og ekki er skil- yrði að það hafi gefið út ritverk áður. Rithöf- undurinn Sjón kennir við búðirnar en einnig munu erlendir heims- þekktir og margverð- launaðir rithöfundar verða þar, svo sem Barbarara Kingsolver, Linn Ullman og Ruth Reichl. Búðunum er ætlað að stuðla að auknum samskiptum rithöfunda og ann- arra bókmenntaáhugamanna og kynna bókmenntaarf Íslendinga um leið fyrir erlendum gestum, en alls verða þátttakendur í búðunum um 100 tals- ins. Áhugasömum er bent á heimasíðu viðburðarins; icelandwriters- retreat.com. Þess má geta að búðirnar vöktu mikla athygli þegar þær voru haldnar í fyrsta sinn á síðasta ári og var fjallað um þær víða í erlendum miðl- um. 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2015 Fyrir utan kurteisisvenjur þá er það ermeginregla að lögum að símtöl mannaverða ekki tekin upp án þeirra vitneskju. Þetta hefur verið bundið í lög um árabil, nú í 47. og 48. gr. fjarskiptalaga. Frá þessu er vik- ið með lagaákvæðum sem heimila upptöku símtala við tilteknar aðstæður, t.d. við rann- sókn sakamála. Þegar lög heimila upptökur símtala án vitneskju þeirra sem hlut að eiga þá er gerð krafa um ríka hagsmuni eða grun um alvarlegan glæp og aðkomu dómstóla. Einnig eru í lögum reglur um eyðingu símtala og önnur praktísk atriði. Ekkert af þessum sérreglum á við um upptökur símtala fjöl- miðla. Þar gildir meginreglan um að viðmæl- andi skuli látinn vita af því fyrirfram að símtal við hann sé tekið upp. Fjarskiptalög gera þó ráð fyrir því að ekki þurfi að láta þá viðmæl- endur vita um upptökuna sem „ótvírætt má ætla“ að sé kunnugt um upptökuna. Sumir fjölmiðlar hafa túlkað þetta sem svo að allir sem fá upphringingu frá manni sem kynnir sig sem blaðmann (hann þarf þá að muna eftir því að kynna sig sem slíkan) megi gera ráð fyrir að símtalið sé hljóðritað. En er það svo? Vissulega þekkja stjórnmálamenn og fjölmiðla- fulltrúar vinnubrögðin. Þeir sem sjaldan eða aldrei eru í samskiptum við fjölmiðla gera það hins vegar ekki. Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til breyt- inga á fjarskiptalögum sem miðar að því að skerpa á meginreglunni um tilkynningu til við- mælanda og það skilyrði sett fyrir því að sím- töl verði birt opinberlega eða vitnað til þeirra beint að viðmælandinn hafi heimilað það sér- staklega, t.d. með munnlegu samþykki. Verði frumvarpið samþykkt yrði eftir sem áður ekki þörf á sérstöku samþykki viðmælandans fyrir upptökunni umfram það sem felst í því að við- mælandinn haldi samtalinu áfram. Blaðamenn hafa tekið þessari breytingar- tillögu afar illa. Þeir telja að viðmælendur setji sig í sérstakar stellingar gagnvart blaða- manni ef þeim er tilkynnt um upptöku. Hins vegar halda blaðamenn því fram að öllum megi vera ljóst að símtöl þeirra við blaðamenn séu tekin upp. Þessi rök stangast á. Ef allir við- mælendur fjölmiðla ganga út frá því í dag að símtöl séu hljóðrituð hljóta menn þegar í dag að setja sig í ákveðnar stellingar í símtölum við blaðamenn og frumvarpið boðar enga breytingu að þessu leyti. Staðreyndin er hins vegar sú að fráleitt öll símtöl blaðamanna eru hljóðrituð og viðmælendur eru þannig í algerri óvissu um hvort upptaka sé í gangi eða ekki. Hitt er svo annað, hví mega viðmælendur blaðamanna ekki setja sig í „ákveðnar stell- ingar“ í samtölum við þá? Varla kemur það niður á fréttagildi viðtalsins þótt menn vandi sig í samskiptum við fjölmiðla. Um stellingar manna í símtölum * Menn eiga rétt á þvíað vita ef símtölþeirra eru hljóðrituð. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Einhverjir hlupu apríl í gær, þökk sé gabbfréttum í dagblöðum, vef- miðlum, sjónvarpi og útvarpi. Ekki voru þó allir á eitt sáttir með hvernig tekist hefði til með skrökið. Blaða- maðurinn Valur Grettisson skrifaði á Twitter: „Er Internetið að drepa 1. apríl eða stórkostleg- ur skortur á hugviti og húmor?“ Tónlistarmaðurinn Örvar Smárason vekur athygli á því að unglingar 10. ára- tugarins hafa góða ástæðu til að undirbúa há- tíðarhöld í ár og skrifaði á Twitter: „Það er hneyksli að það sé ekki verið að halda uppá 20 ára afmæli UXA ’95 í ár. Ég vil afmælisfestival með sama line-up og sama veðri.“ Annars flugu aprílgöbb í færslum á Twitter og Facebook í allan gærdag og sumir leituðu ráða hjá netverjum til að hrekkja sína nánustu. Þannig skrifaði söngkonan og dansarinn Unn- ur Eggerts- dóttir á Twit- ter: „Er of ljótt aprílgabb að ljúga að ma og pa að ég hafi verið handtekin og þau þurfi að sækja mig til NYPD með $8000 í cash?“ Séra Hildur Eir Bolladóttir var þó á því að 1. apríl bæri upp á óheppilegan dag, það er að segja hefðbundinn vinnudag, og skrifaði á Facebook: „Mér finnst að það ætti að færa 1. apríl nær helgi þannig að það sé hægt að taka svona langa skophelgi með börn- unum, það myndi nýtast betur.“ Þá virtist presturinn einnig hafa uppgötvað kosti þess að eldast og skrifaði deginum áður á sama miðli: „Það besta við að eldast er að uppgötva að það er enginn töff, nema á myndum.“ AF NETINU Sjón er meðal þeirra sem kenna í ritlistarbúðunum í ár. Morgunblaðið/Ómar Heimsþekktir kenna Vettvangur Advania býður heildarlausnir á sviði upplýsingatækni. Þar finna fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum lausnir sem auka hagræði í rekstri. Vinsældir skýjalausna aukast sífellt, en þær bæta sveigjanleika og öryggi. Gögn eru vistuð á öruggan máta og aðgengileg hvar og hvenær sem er. Svokallað áskriftarmódel hentar mörgum, en þá þurfa fyrirtæki ekki að leggja í stóra upphafsfjárfestingu. Útvistun á rekstrarþáttum á borð við prentrekstur getur skapað mikið hagræði. Þannig er hægt að lækka prentkostnað um allt að 30% og búa til meiri tíma til að sinna kjarnarekstri. Rekstrar- þjónusta Advania býður fjölbreyttar þjónustuleiðir sem tryggja öryggi, auka uppitíma og skapa fyrir- tækjumsvigrúm til að sinna því sem mestu máli skiptir. Viðfangsefni á sviði mannauðsmála eru fjölbreytt, allt frá ráðningu til starfsloka. Advania býður lausnir á borð við ráðningakerfi, mannauðskerfi, launakerfi, tíma- skráningakerfi og mötuneytiskerfi svo eitthvað sé nefnt. Lausnin er Advania. Rétt notkun upplýsingatækni getur skapað sam- keppnisforskot og aukið hagræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.