Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 13
dæmis að aflýsa tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Hofi, enda komust hljóðfæraleikarar hvorki lönd né strönd. Fleiri dæmi mætti nefna sem undirstrika mikilvægi innanlandsflugs og þar með Reykjavíkurflugvallar.“ Farþegar með Flugfélagi Íslands í fyrra voru liðlega 300 þúsund og þar af fóru um 160 þúsund til og frá Akureyri sem er stærsti póst- urinn í rekstri félagsins. Reyndar eru umsvifin talsvert meiri en framangreinar tölur gefa til kynna, því starfsmenn FÍ nyrðra hafa einnig með höndum af- greiðslu véla annara félaga sem um flugvöllinn fara, svo sem Nor- landair sem flýgur meðal annars til Grímseyar og til byggðarlaga á NA-horni landsins. Einnig til Grænlands en almennt millilandaflug til og frá Akureyri, svo og tengiflug Icelandair þaðan beint á Keflavíkurflugvöll og þaðan handan um höf, er í miklum vexti og góðri sókn. Millilandaflugið styrkir Og nú eru breytingar framundan í starfi Flugfélags Íslands, þegar þrjár vélar af gerðinni Bombardier Q400 koma í stað Fokker 50, en vélar þeirrar gerðar og fyrirrenn- ari þeirra hafa verið þarfasti þjón- inn í innanlandsfluginu síðustu hálfa öldina. Reynslan er góð en lengi hefur þótt vera þörf vélum nýrrar gerðar, enda hafa aðstæður og starfsumhverfi í fluginu breyst mikið á undanförnum árum. „Nýju vélarnar, sem eru sterk- byggðar og taka um 75 manns, henta vel á leiðum þar sem farþega- fjöldi er nokkur, svo sem Akureyri. Þetta opnar félaginu líka tækifæri til þess að fara á nýja áfangastaði í Noregi, Skotlandi og Færeyjum að viðbættu svo Grænlandsfluginu sem vegur um þriðjung í starfsemi FÍ. Í þessu liggja sóknarfæri fyrir Ak- ureyri, en fólk hér á svæðinu er áfram um að héðan verði millilanda- flug að staðaldri sem þá yrði ný gátt inn í landið og myndi styrkja ferðaþjónustuna hér til muna.“ Fargjöld í takt við þróun Ari Fossdal segir að í starfinu á Akureyrarflugvelli sé þjónusta við fólkið rauði þráðurinn. Allt sé gert til að koma til móts við viðskipta- vinina sem eiga svo mikið undir því að fá far og að leiðin sé greið. „Oft kemur fyrir að fólk hringi á síðustu stundu og þurfi að komast suður í hvelli. Já, og oftast er hægt að bjarga því. Sumum finnst far- gjöldin vera há, en ef bókað er í tíma eða stokkið á tilboðspakka fæst hagstæðara verð. Miðað við raun- virði eru fargjöldin þó hagstæð að mínu mati, við höfum þar verið í takt við verðlagsþróun og aðrar slíkar breytur.“ Fokker 50 - og fyrirrennari þeirra - eru vélar sem hafa verið í aðalhlutverki í innanlandsfluginu í hálfa öld. Með nýjum vélum í þeirra stað breytist margt og ný tækifæri svo sem á millilandaflugi verða breyti en verið hefur til þessa. Helmingur farþega í Akureyr- arfluginu mun vera fólk sem greiðir fargjöld sín sjálft. Marg- ir ferðist á kostnað fyrirtækja eða annarra slíkra en færri en tíu af hundraði farþega á kostnað ríkisins, en margir hafa talið það hlutfall vera hærra. Greining sem Flugfélag Íslands hefur látið gera sýnir tölurnar hins vegar svart á hvítu. Þar eru jafnframt ýmsar bábiljur hraktar. Í umræðu dagsins hefur því verið kastað fram – sjálfsagt í gamni eða hita leiksins – að farþegar séu einkum landsbyggðarþingmenn á flandri milli funda. Slíkt er þó fjarri sanni. „Vissulega er það fólk sem við höfum valið til forystu gjarnan á ferðinni og fáum far- þegum er þægilegra að veita þjónustu,“ segir Ari. „Oft rabba ég við þetta fólk á léttu nótunum, en fyrir mér er af- greiðsluborðið nánast heilagt og ekki staður til að koma skoðunum mínum á framfæri. En það gegnir allt öðru máli væri slíkt yfir kaffibola í kaffi- teríunni hér. Og þaðan má reyndar oft heyra líflegar um- ræður þar sem ráðamenn fá skoðanir almennings beint í æð og þar geta átt í hlut þing- menn og ráðherrar eða forseti Íslands.“ RÁÐAMENN Á FLUGI LANDSHORNA Á MILLI Líflegar umræður í teríunni Það liggur í eðli starfs alþingismanna að vera á endalausum ferðalögum landshorna á milli. Hér sést Steingímur J. Sigfússon bíða eftir flugi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi 5.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Á dögunum var gestastofa Reykja- nesjarðvangs í Duushúsum í Reykjanesbæ opnuð. Stofan er sú fyrsta í jarðvanginum og er hlut- verk hennar að vera fræðslu- miðstöð þar sem gestir fá upplýs- ingar um svæðið, sérstöðu þess, jarðfræði, náttúrufar, sögu og fleira áhugavert. Á sýningu sem sett hefur verið upp er, að því er fram kemur í til- kynningu, sagt myndrænt frá mót- un Reykjanesskagans. Gestir eigi þar að geta fræðst um jarðfræði og náttúrufar á aðgengilegan hátt. Gestastofan nýtist heimamönnum og ferðamönnum auk þess að gagnast í fræðslustarfi. Kjartan Már Kjartansson, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ, og Róbert Ragnarsson, formaður stjórnar Reykjanesjarðvangs og Markaðs- stofu Reykjaness, opnuðu gesta- stofuna formlega. Við sama tæki- færi skrifuðu þeir undir samning um rekstur og uppbyggingu Gesta- stofu Reykjanesjarðvangs og rekst- ur upplýsingamiðstöðvar ferða- manna. Stofan góða verður opin fyrst um sinn virka daga frá kl. 12- 17 og um helgar frá kl. 13-17. sbs@mbl.is REYKJANES Áhugasamir kynna sér náttúru jarðvangsins, í gestastofunni í Duushúsum. Gestastofa opnuð Frá 2005 og 2015 fækkaði fólki í sveitarfélögunum níu á Vestfjörðum nema í Reykhólasveit. Þar fjölgaði um 41, í 291. Í heild hefur á þessu tímabili fækkað á Vestfjörðum úr 7.597 manns í 6.970 eða um 8,3%. Vestfirðir Samþykkt hefur verið deiliskipulag fyrir Fjallsárlón á Breiðmerkursandi. Skapa á umgjörð fyrir þjónustu við ferðamenn sem á svæðið koma. Byggð verður aðstaða, stígar lagðir og heimild veitt til útgerðar skemmtibáta. Fjallsárlón Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.