Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 17
* Ekki setja öll eggin þín í sömu körfuna leysisleg fyrirbæri eins og svengd, reiði, einmanaleiki þreyta. Óvirkur varúlfur getur einfald- lega ekki leyft sér þann munað að ala með sér reiði eða vanrækt mik- ilvæga þætti daglegs lífs eins og næringu og hvíld. Saddur úlfur er þægur úlfur en svangur úlfur er grimmdin holdi klædd. Eins getur einmanaleiki valdið hugarangri og komið róti á tilfinningalífið. Þá geta kviknað hættulegar hug- myndir.“ Hasar frá upphafi Fyrsta bókin fer vel í þessi atriði og sömuleiðis sálarlíf aðalsöguhetj- anna en önnur bókin einkennist af ennþá meiri hasar. Á Íslandi er sögulega sterk teng- ing við hið yfirnáttúrulega, eru les- endur hér þá opnari fyrir fantasíu? „Ég held að Íslendingar séu sér- staklega opnir fyrir draugum en við eigum sterka draugahefð. Ís- lenskir lesendur eru ekkert endi- lega hrifnir af fantasíum, sér- staklega ekki gagnrýnendur og meginstraumurinn. Fantasíur þykja ekki fínar.“ Hann segist hafa hugsað með sér þegar hann fékk fyrr í mars fréttirnar af andláti rithöfundarins Terrys Pratchett, sem er þekktur fyrir fantasíubókmenntir, að hann hafi verið heppinn að vera ekki Ís- lendingur. „Hann hefði bara verið einhver furðufugl á Dalvík, kannski með eitthvert blogg og á bótum. Það er engin virðing fyrir fant- asíunni hérna. Mér finnst fantasían vera rosalega afskipt og á jaðr- inum,“ segir Stefán Máni og nefnir bækur Elís Freyssonar og Alex- anders Dan Vilhjálmssonar dæmi sínu til stuðnings og segir þetta vera fínar bækur. Pratchett sagði að fantasía sner- ist um að sjá veröldina í nýju ljósi og er það sannarlega einn af kost- um hennar. „Þetta þykir ekki fínt hér en úti í heimi er þetta risabransi og Terry Pratchett var heimsfrægur og ríkur. Það er alltaf þetta snobb hérna, bókmenntir eiga að vera leiðinlegar og helst gerast á ein- hverjum sveitabæ,“ segir hann og vísar í að umræðan í sjónvarpi og blöðum sé til marks um þetta. Ekki unglingunum að kenna Síðan er verið að kvarta yfir því að unglingar lesi lítið. „Það er mjög einföld ástæða fyrir því; þeir hafa bara ekkert skemmti- legt að lesa, sérstaklega ekki á ís- lensku. Unglingar sem lesa mikið, þeir lesa á ensku. Þetta er ekki unglingunum að kenna; Harry Pot- ter er sönnun þess. Um leið og það kemur eitthvað sem öllum finnst skemmtilegt þá selst það í millj- ónum eða tugmilljónum eintaka. Það þýðir ekkert að skamma ung- lingana og henda í þá Þorgrími Þrá- ins. Það er alltaf verið að reyna að troða einhverjum barnabókum í þá, það þýðir ekki neitt. Krakkar lesa upp fyrir sig, þannig er það bara.“ Lesin í framhaldsskólum Fyrsta bókin í bókaflokknum hefur verið á kjörbókalista í mörgum framhaldsskólum. Stefán Máni er að vonum ánægður með það og hefur fengið góð viðbrögð frá nem- endum og kennurum. Ennfremur hefur verið unnið kennsluefni í sambandi við bókina, sem margir hafa notað, segir hann. „Þarna er komin bók sem krökk- unum finnst skemmtileg og er mátulega löng. Þetta skiptir máli, ég er rosalega glaður með þetta.“ Efni af þessu tagi ekki alltaf hlotið þá virðingu sem það ætti skilið, hefur það hjálpað þér að vera þekktur rithöfundur fyrir? „Þetta hefði kannski annars ekki verið gefið út, eða ég veit það ekki. Þetta gekk allt að minnsta kosti upp.“ Búið er að selja kvikmyndarétt- inn að bókaflokknum. „Það er á handritsstigi og ekki neitt að frétta af því í bili. Það væri spennandi ef það yrði af þessu.“ Frekar seinþroska unglingur Sú spurning vaknar að lokum hvernig unglingur Stefán Máni hafi eiginlega verið. „Ég var frekar rólegur og var algjör nörd og tók ekki út neinn trylling. Ég var frekar seinþroska, mikið að lesa og smíða rafmagns- bíla. Ég var mikið heima, ekkert vesen eða rugl. Ég er eiginlega bara enn þarna, ég held ég hafi ekkert orðið fullorðinn. Ég er ennþá unglinganörd.“ Er ekki ákveðin list að geta haldið í þessa hlið á sjálfum sér? „Jú, ég get alveg hugsað mér verri hluti. Ég er frekar lokaður og er alltaf að lesa. Mér hefur alla- vega ekki tekist að verða bæði full- orðinn og leiðinlegur í einu.“ „Mér hefur allavega ekki tekist að verða bæði full- orðinn og leiðinlegur í einu,“ segir Stefán Máni meðal annars í viðtalinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Samtökin Werewolves Anonymous byrjuðu sem brandari en urðu kveikjan að Úlfshjarta-bókunum sem Stefán Máni stefnir á að verði þríleikur. Getty Images/iStockphoto 5.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 … að páskar eru aldrei á sama tíma? Páskadagur er ávallt fyrsta sunnudag eftir fullt tungl, að loknum vor- jafndægrum. Páskar eru þó aldrei fyrr en 22. mars og eigi síðar en 25. apríl. Vissir þú … Páskakanínan AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.