Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Morgunblaðið/Ómar *Það er ekki alsæmt að vera á síðustu stunduað bóka hótel þegar stórborgir eru heimsótt-ar. Á Booking.com, einum vinsælasta bók-unarvef heims, detta inn tilboð á gistingu áhótelum, 1-2 sólarhringum fyrir ætlaðar dag-setningar þar sem verðið hefur oft lækkað umjafnvel helming. Þeir sem þora að taka smá áhættu geta yfirleitt leyft sér að bíða fram á síðustu stundu ef þeir vilja hagstætt verð. Á síðustu stundu að bóka þangað höfðum við aldrei komið áður.“ Yngsti ferðalangurinn, Tómas Andri Ólafs- son, 11 ára, hefur ferðast um víða veröld með foreldrum sínum, til 18 landa, og segir að að- fangadagur í Taílandi hafi verið skemmtilega öðruvísi. „Sá dagur er afar eftirminnilegur því þá settist öll fjölskyldan á stærðarinnar fíl og fór í um klukkustundar ferðalag á baki fílsins. En það var ekki allt, því eftir ferðalagið fórum við með fílunum ofan í vatn og syntum með þeim og skrúbbuðum þá!“ segir Tómas og bætir við að sem betur fer hafi þetta verið rólyndisfíll og örlítil hræðsla við að verða undir honum hafi verið ástæðulaus. Eftir að hafa sleikt sólina á eyjunni Koh Chang, kafað innan um litríka fiska sem heill- Æ vintýragjörn fjölskylda tók síð- asta jólafrí óvenjulegum tökum og eyddi því bæði kafandi með skrautfiskum við strendur Taí- lands, skíðandi á púðursnjó í Japan og við að rækta í sér heimsborgarann í Tókýó. „Hugmyndin að ferðinni kviknaði eftir að við höfðum prófað að fara í svokallaða þyrlu- skíðaferð undir leiðsögn Jökuls Bergmanns en hjá honum fréttum við af ferðum sem hann hafði lengi verið að fara með litla hópa á eyj- una Hokkaido í Japan til að skíða í púðursnjó eins og hann gerist bestur,“ segir Ólafur Már Björnsson augnlæknir en hann, eiginkona hans, Þóra Þórisdóttir, og börn þeirra fjögur fóru öll í ferðina. Hokkaido er þekkt fyrir stanslausa snjó- komu allan veturinn, frá október fram í apríl, en landið liggur þannig að snjórinn sem fellur er mjög léttur og í öllum þessum létta snjó er afar gaman að skíða, að sögn Ólafs, og þar sem fjöllin eru ekki mjög há er landslagið fjöl- breytt og mikið skíðað í skógi. „Þessar ferðir eru jafnan farnar í janúar en fjölskyldunni fannst engin ástæða til að hanga heima með hendur í skauti yfir jólahátíðina svo við ákváðum að nýta tímann þar til skíðað yrði með því að eyða jólunum í Taílandi en uðu fjölskylduna og borðað góðan mat var komið að því að eiga nokkurra daga stopp í Tókýó áður en haldið yrði til Hokkaido. Elsti sonur Ólafs, Björn Már, segir að fyrir sér hafi Tókýóferðin að mörgu leyti staðið upp úr í ferðinni. „Sá hluti ferðarinnar átti að vera hálfgert millistopp en varð síðan það eft- irminnilegasta og ég varð alveg heillaður af borginni en ekki síður mannlífinu, sem ég vissi svo sem lítið um. Þannig var gaman að sjá hvað Japanir taka áhugamálin sín alla leið; þeir virðast svolítið ýktir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Þeir vinna til dæmis gríðarlega mikið, gera allt hundrað prósent og fara ekki heim fyrr en yfirmaðurinn er farinn. Þá eiga þeir fáa frídaga og skipuleggja því kannski sumarfríin sín afar vel, vilja nýta hverja einustu mínútu og láta ekkert fara til spillis.“ Tókýó er mjög snyrtileg borg að sögn feðg- anna, ekkert rusl á götum. „Og það þrátt fyrir að á götunum væru engar ruslafötur, en þær voru einhvern tímann fjarlægðar af öryggis- ástæðum vegna fundar erlendra þjóðhöfðingja þar í landi. Maður þurfti bara að geyma ruslið í vasanum og henda því heima hjá sér,“ segir Björn Már. Áramótunum eyddi fjölskyldan með ís- lensku sendiherrafjölskyldunni sem þau voru kunnug og dvöldu á heimili þeirra í borginni. Áramótin í Japan eru mikil fjölskylduhátíð sem hefst með því að fjölskyldan hittist 28. desember og eldar þá mat sem á að endast marga daga svo enginn þurfi að eyða frídög- unum sem framundan eru í að elda, en há- punktur hátíðarinnar er nýársdagur þegar all- ir safnast saman í hofum til að biðja fyrir nýja árinu. „2. janúar flugum við áfram til Hokkaido og lentum í aðalbænum þar, Sapporo, þar sem Ólympíuleikarnir hafa verið haldnir, og far- arstjórarnir tóku þar á móti okkur. Næstu sjö dögum eyddum við svo í fjöllunum en við vor- um ekki bara á einu skíðasvæði heldur var keyrt á milli gistiheimila,“ segir Ólafur. Sá yngsti, Tómas, segir að skíðaferðin í Japan hafi verið toppurinn á ferðinni. „Púðursnjórinn var oft fimm metra djúpur og því eru skíðin breiðari. Við gengum upp brekkurnar á fjallaskíðum því þarna voru eng- ar skíðalyftur. Undir skíðunum voru skinn sem við tókum svo af þegar upp var komið. Yfirleitt vöknuðum við um klukkan sjö, vorum farin að skíða klukkan átta og komum svo til baka á gistihúsið um fjögurleytið eftir hádegi og slökuðum þá á.“ Japan er eldfjallaland og á gistiheimilunum MEÐ EFTIRMINNILEGRI FERÐALÖGUM Andstæður í ævintýraferð ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON OG SEX MANNA FJÖLSKYLDA HANS BYRJUÐU FERÐALAG SITT SÍÐUSTU JÓL Á STRÖNDUM TAÍLANDS OG ENDUÐU Á ÞVÍ AÐ SKÍÐA Í PÚÐUR- SNJÓ Á ELDFJALLAEYJU Í JAPAN. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Hádegisverður í 1.898 metra hæð, á toppi Mount Yotei sem er gömul eldstöð. Oft er talað um fjallið sem systurfjall hins fræga japanska eldfjalls Fuji þar sem það er eins í laginu, bara aðeins lægra. Fjölskyldan frá vinstri: Þórir Sveinn Ólafsson, Þóra Þórisdóttir, Ólafur Már Björnsson, Tómas Andri Ólafsson, Sóley Ólafsdóttir og Björn Már Ólafsson. Ljósmyndir/Ólafur Már Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.