Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 25
Roger Milla, elsti markaskorari á HM. Eins og fram hefur komið er Eiður Smári fjórði elsti markaskorarinn í sögu undankeppni EM. Fyrir ofan hann eru Krasimir Balakov, sem var 36 ára og 201 dags gamall þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu í sigri Búlgaríu á Andorra árið 2002; John Aldridge, sem var 37 ára og 23 daga gamall þegar hann skoraði úr vítaspyrnu fyrir Íra gegn Lettum 1995 og Jari Litmanen, sem var 39 ára og 270 daga gamall þegar hann gerði eitt af átta mörkum Finna í sigri á San Marínó árið 2010. Ólseig- ur miðherji Litmanen og vel að þessu meti kominn. Eiður Smári má skerpa skotskóna lengi enn ætli hann að slá heims- metið. Elsti leikmaðurinn til að skora í landsleik í knattspyrnu er Walesverjinn Billy Meredith sem var hvorki meira né minna en 45 ára og 73 daga gamall þegar hann skoraði gegn Englendingum árið 1919. Meredith þessi er ein af fyrstu stjörnum knattspyrnunnar en á löngum ferli lék hann fyrir bæði Manchester-liðin. Hann var óvenju slitgóður leikmaður – rétt óorðinn fimmtugur þegar hann lagði skóna á hilluna. Meredith er elstur allra í sögu þessara tveggja stórliða og velska landsliðsins. Var að verða 47 ára þegar hann kvaddi United. Meredith kunni best við sig á hægri kantinum og hafði þann óvenjulega sið að kjammsa alltaf á tannstöngli í leikjum. Bragð fyrir lengra komna. Í fjórða sæti á þessum ágæta lista, yfir elstu markaskorara landsliðs- sögunnar er Kamerúninn knái Ro- ger Milla. Hann var orðinn 42 ára og 39 daga gamall þegar hann klóraði í bakkann gegn Rússum í leik liðanna í lokakeppni HM 1994. Eldri maður hefur ekki skorað í lokakeppni þess ágæta móts. Dugði til fimmtugs Tveimur sætum neðar á listanum er enn ein goðsögnin, Stanley Matt- hews, sem orðinn var 41 árs og 248 daga gamall þegar hann skoraði fyrir England gegn Norður-Írum haustið 1956. Eins og Meredith dugði Matt- hews til fimmtugs með félagsliði sínu, Stoke City. Hann er elsti leik- maðurinn í sögu efstu deildar í Eng- landi, eins landsliðsins. Engin tilviljun að Matthews sé eini maðurinn til að verða aðlaður meðan hann var enn að leika knattspyrnu. Alls hafa níu leikmenn gert lands- liðsmark komnir yfir fertugt. Það hlýtur að vera freistandi fyrir Eið Smára að reyna að troða sér inn á þann virðulega lista. Knattspyrnumenn, markaskor- arar og aðrir endast almennt betur í seinni tíð og téður listi yfir tíu elstu markahróka sögunnar rennir stoð- um undir það. Fimm af þessum tíu skoruðu lokamörk sín eftir alda- mótin 2000 og sjö eftir 1990. Það eru aðeins Meredith, Matthews og Fung King-Cheung frá Hong Kong sem eru eldri. Sá síðastnefndi var síðast á skotskónum fyrir landslið sitt á því herrans ári 1948. Elsti markaskorarinn 45 ára Billy Meredith, elsti markaskorari í landsleik. Var orðinn 45 ára gamall. Jari Litmanen, elstur til að skora í undankeppni EM. Eiður Smári Guðjohnsen stefnir ótrauður að því að leika með íslenska landsliðinu í lokakeppni EM í Frakklandi að rúmu ári liðnu, að því gefnu að liðið komist þangað. Hann yrði þá 37 ára og níu mánaða gamall. Nokkur dæmi eru um að eldri leikmenn hafi tekið þátt í lokakeppni EM eða HM. Frægasta dæmið er líklega Dino Zoff, sem var fyrirliði Ítala þegar þeir urðu heims- meistarar á Spáni sumarið 1982. Hann var þá nýorðinn fertugur og elsti maðurinn í sögunni til að verða heims- meistari í knattspyrnu. Elsti Evrópumeistarinn er Arnold Mühren sem var 37 ára þegar hann var í lykilhlut- verki í liði Hollands sem varð Evrópumeistari í Vestur- Þýskalandi sumarið 1988. Átti meðal annars sendinguna á Marco van Basten í markinu fræga í úrslitaleiknum gegn Sovétmönnum. Synd væri þó að segja að hann hafi lagt upp dauðafæri. Dino Zoff er í fimmta sæti yfir elstu leikmenn HM- sögunnar. Efstur á blaði er markvörðurinn Faryd Mondragon sem var hvorki meira né minna en 43 ára þegar hann lék fyrir Kólumbíu í lokakeppni HM í Brasilíu í fyrra. Hann skákaði þar með Kamerúnanum Roger Milla sem var 42 ára á HM 1994 og er þar með elsti útileikmað- urinn. Norður-Írinn Pat Jenn- ings var 41 árs í Mexíkó 1986 og Englendingurinn Peter Shil- ton 40 ára á Ítalíu 1990. Elsti leikmaðurinn í sögu EM er Þjóðverjinn Lothar Matthäus, sem var 39 ára árið 2000. Annar Þjóðverji, Jens Lehmann, var 38 ára á EM 2008. Þarna er mögulega met sem Eiður Smári gæti slegið, hann yrði 41 árs á EM 2020 sem fram fer í þrettán lönd- um. Lothar Matthäus, elstur á lokamóti EM. Arnold Mühren, elsti meistari á EM. Dino Zoff, elsti meistari á HM. Zoff og Mühren elstu meistararnir Faryd Mondragon, elstur á loka- móti HM. Það var í Brasilíu í fyrra. 5.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Ítalinn Francesco Totti, leikmaður Roma, varð í vetur elsti marka- skorarinn í sögu Meistaradeildar Evrópu, 38 ára. Skaut þar með aft- ur fyrir sig köppum á borð við Ryan Giggs, Filippo Inzaghi og Javier Zanetti, sem allir voru 37 ára þegar þeir gerðu mark í þeirri keppni. Totti elstur í Meistaradeildinni*Mér líður eins og ég sénítján ára – þó ég líti ekki út fyrir það. Eiður Smári þegar hann samdi við Bolton fyrr í vetur. Skjól í amstri dagsins Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.