Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 40
Tíska AFP AFP *Leikarinn Antonio Banderas hefur lýst yfir áhuga á því aðhefja nám í fatahönnun í virtasta listaháskóla Bretlands,Central Saint Martins í London. Banderas greindi frá áform-um sínum í breska spjallþættinum Loose Women í síðustuviku. Háskólinn hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Bande-ras muni stunda nám við skólann. Fatahönnuðirnir Alexander McQueen, John Galliano og Stella McCartney eru meðal hönnuða sem útskrifaðir eru úr Central Saint Martins. Antonio Banderas stefnir á nám í fatahönnun H ver hafa verið bestu fatakaupin þín? Þegar ég keypti mér mínar fyrstu svörtu „skinny jeans,“ það má segja að það hafi verið skref sem hefði átt að vera tekið fyrir löngu þar sem það eru einfaldlega bestu kaup sem ég hef gert. En þau verstu? Föt sem eru allt of dýr sem ég enda með að nota aldrei, það gerist allt of oft. Hvar kaupir þú helst föt? Oftast reyni ég að halda aftur af mér hérna heima og kíki síðan í fríum til London til þess að fylla skáp- inn. Það er reyndar ein búð hérna heima sem ég er búinn að versla mjög mikið hjá núna nýlega og heitir hún Neon og er staðsett í Kringlunni, það vita ekki rosalega margir af henni þar sem hún er mjög lítil og til- tölulega ný en þau eru að taka inn flott og öðruvísi snið af allskonar götufatnaði sem höfðar alveg gríðarlega til mín. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Ég var eitt stórt tískuslys áður, en fyrrverandi yfirmaður minn í Jack & Jones og kær vinkona, Sunna Rán Wonder, tók mig undir vernd- arvæng sinn og kenndi mér allt sem ég kann um tísku. Hverju er mest af í fataskápnum? Það eru hvítir bolir, þröngar svartar buxur og strigaskór. Ætlar þú að fá þér eitthvað fyrir sum- arið? Það sem ég stefni á að fá mér næst er ljósbrúnn síðfrakki sem er búinn að vera á listanum ágætlega lengi, ekki beint sumarlegt en þetta er Ísland, það var síðast sumar árið 2012. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég er mjög mikið fyrir götustílinn, fíla boli og bomberjakka frek- ar en skyrtu og blazera. Þægilegri valkostur og býður upp á meiri fjölbreytileika, mér finnst formal klæðnaður svo einhæfur, alltaf sama combo, skyrta, jakki og támjóir leðurskór, á djamminu finnst mér flestir gæjar vera alltaf eins klæddir (skyrta, blazer, leðurskór), ég kýs- frekar að vera klæddur í götustílnum einfald- lega til þess að geta prufað nýja og öðruvísi hluti í hvert skipti sem ég klæði mig. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Ég er þokkalega djarfur þannig að það er ekki mikið af hlutum sem ég er ekki tilbú- inn til þess að prófa, en ég býst við að víðar gallabuxur séu örugglega eitthvað sem ég sé ekki fram á að fara klæða mig í á næstunni. Hvaða flík eða fylgihlut muntu aldrei skilja við? Ég hef alltaf verið reglu- lega að breyta til hvernig ég klæði mig en það sem virðist ekki ætla að breytast eru þröngu buxurnar, held að ég verði skinny jeans-maður „to the end“. Uppáhaldslitasamsetning? Hvítt á svörtu, klikkar ekki. ÞOKKALEGA DJARFUR Alex segir fataskápinn einkennast af hvítum bolum, þröngum svörtum buxum og strigaskóm. Morgunblaðið/Eva Björk Ég var eitt stórt tískuslys ALEX MICHAEL GREEN STOFNAÐI TÍSKUBLOGGIÐ HERRATREND Í BYRJUN ÁRS. ALEX HEFUR BRENNANDI ÁHUGA Á TÍSKU OG HELDUR UPP Á SVOKALLAÐAN GÖTUSTÍL SEM HANN SEGIR ÞÆGILEGRI VALKOST Í FATNAÐI SEM BJÓÐI UPP Á MEIRI FJÖLBREYTILEIKA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Alex ætlar að fjárfesta í þessum fallega frakka fyrir sumarið. Hvítur bolur og bomber- jakki er málið. Þröngar gallabuxur eða „skinny jeans“ eru í miklu uppáhaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.