Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 51
5.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 svokölluðu, Balkanskaganum og svo að Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. Hefur Ingi- björg meðal annars heimsótt Úkraínu tvisvar með það að markmiði að finna leiðir til að styrkja hlut kvenna í þeirri pólitísku þróun og friðarumleitunum sem þar þarf að vinna að. „Þar sem við erum með starfsemi reynum við að efla þátttöku kvenna í stjórnmálum og auka hlutdeild þeirra í ákvarðanatöku í sam- félaginu. Í öðru lagi erum við að reyna að styrkja efnahagslega stöðu kvenna og vinnum m.a. að því að þeim sé tryggður lagalegur réttur til erfða, eignar og tekna. Þriðji málaflokkurinn er ofbeldi gegn konum, og felst starfið meðal annars í því að vinna að bættri löggjöf og þjónustu við fórnarlömb ofbeldis sem og breyttu hugarfari karla í stjórnkerfinu, og karla almennt, gagnvart konum sem verða fyrir kynferðislegu of- beldi.“ UN Women vinnur líka að friðar- og ör- yggismálum enda hafa rannsóknir sýnt að ef konur taka meiri þátt í uppbyggingu og sáttaumleitunum í kjölfar átaka aukast lík- urnar á friði og stöðugleika. Ingibjörg segir það oft gerast á miklum umbrotatímum að konum sé ýtt til hliðar. „Þetta sjáum við t.d. gerast í Úkraínu í dag. Konur höfðu sig í frammi og stóðu við hlið karla í mótmæl- unum sem urðu til þess að Janúkovitsj hrökklaðist frá völdum, en þegar hið póli- tíska ferli hófst sem átti að móta nýtt sam- félag var ekkert pláss fyrir konurnar. Þó að karlarnir hafi í kjölfarið misst tökin á að- stæðum sitja þeir samt einir við borðið og skipta á milli sín völdum og áhrifum. Það sama gerðist í Egyptalandi, Túnis og Líbíu.“ Fyrir samfélagið sjálft skiptir gríðarmiklu máli, að sögn Ingibjargar, að konur fái að koma að uppbyggingunni og skipulagningu framtíðarinnar. „Við sáum þetta heppnast vel á Balkanskaganum þar sem konur hafa gert sig gildandi í friðarferlinu milli Kosovo og Serbíu og tala saman þvert á hvers kyns þjóðernislínur.“ Í Úkraínu liggur líka á að vernda innlenda flóttamenn gegn afleiðingum átakanna sem geisa í austurhluta Úkraínu. „Um ein milljón Úkraínubúa hefur þurft að flýja heimili sín og þar af eru um 70% konur og börn. Við þær kringumstæður sem ríkja í landinu er mikil hætta á að t.d. kynferðislegt ofbeldi aukist til muna og mikilvægt að bæði sé fylgst vel með og gripið inn eins og þörf krefur.“ Róttækur íslamismi má ekki skjóta rótum Samtalið færist frá Tyrklandi og Afganistan og nær Íslandi. Undanfarin misseri hefur verið deilt um byggingu mosku í Reykjavík. Virðast landsmenn skiptast í tvær fylkingar, þar sem annar hópurinn tekur framtakinu fagnandi á meðan hinn hópurinn hefur áhyggjur af að róttæk íslömsk bókstafstrú kunni að skjóta rótum í samfélaginu. Þar sem Ingibjörg hefur búið í tveimur múslimalöndum er rétt að heyra álit hennar á málinu. Hún segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af byggingu mosku í Reykjavík. Á ferðum sínum hefur Ingibjörg ekki kynnst öðru en að þorri múslima sé gott og friðelsk- andi fólk. „En eins og hjá öllum samfélagshópum er misjafn sauður í mörgu fé og róttækur ísl- amismi er vissulega mjög hættulegurog skaðlegur og þarf að reyna að koma í veg fyrir að hann berist til Íslands.“ Þannig segir Ingbjörg það fráleita hug- mynd að Sádi-Arabía fái að setja fjármagn í byggingu mosku í Reykjavík. „Til að reyna að sporna við því að róttækur íslamismi ber- ist til okkar ættum við ekki að heimila að er- lendir aðilar fjármagni moskubygginguna.“ Ingibjörg leggur áherslu á rétt fólks til að iðka sína trú. „Við eigum að virða þann rétt og ekki gera trúariðkun fólks tortryggilega, en við eigum ekki heldur að samþykkja það að fram fari neins konar hatursáróður í nafni trúarinnar, eða að á Íslandi taki sér bólfestu skoðanahópar sem ala á andúð í garð þeirra sem ekki samsinna þeim. Það á jafnt við um öfgasinnaða kristna þjóðernissinna og öfga- sinnaða múslima. Ég geri þar engan grein- armun á.“ Ingibjörg er líka á þeirri skoðun að setja þurfi í lög eða lögreglusamþykkt ákvæði sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum vettvangi og megi þá einu gilda hvort það eru íslenskir karlar með lambhúshettur í mótmælaaðgerðum sem vilja ekki þekkjast eða konur í „búrku“ sem hylja andlit sitt af trúarlegum ástæðum. „Í okkar samfélagi, okkar menningarheimi, þá þurfum við að geta séð framan í fólk til að geta áttað okkur á einstaklingnum og les- ið í andlitstjáninguna. Þegar konur hylja andlit sitt á opinberum vettvangi gerist það um leið að þær hætta að vera einstaklingar og eru einungis til sem hluti af fjölskyldu, og hér um bil eign fjölskyldunnar eins og raun- in er með margar afganskar konur.“ Ingibjörg gerir sér grein fyrir að margar íslamskar konur hylja andlit sitt af fúsum og frjálsum vilja og finna má íhaldssamar kon- ur, rétt eins og íhaldssama karlmenn, sem vilja halda í andlitsblæjuna. „Ég hef ekkert á móti því að konur beri slæður af trúar- legum ástæðum ef þær svo kjósa en andlits- blæjan er táknmynd kvennakúgunar sem við getum ekki samþykkt að mínu viti. Og regl- urnar verðum við að setja áður en þessi hefð berst til landsins.“ Ísland: Pólitísk átaka- menning sem þarf að laga Ingibjörg segist hafa ákveðið að kúpla sig al- veg út úr íslenskum stjórnmálum árið 2009. „Ég gekk út af þessum vettvangi og hef aldrei séð eftir því og raunar verið af- skaplega fegin að vera fjarri þessum ill- úðlegu átökum sem mér finnst einkenna stjórnmálaumræðuna. Það mætti ætla, eins og umræðan á Íslandi er orðin í dag, að margir íslenskir stjórnmálamenn myndu vilja skipta og vera frekar í Afganistan eða Úkra- ínu,“ segir Ingibjörg og hlær. Virðist Ingibjörg fegin að vera ekki lengur opinber persóna á Íslandi. „Ég skynja það Með nemendum sem útskrifast höfðu úr námi í ensku og tölvunotkun sem UN Women bauð upp á í nokkrum héruðum Afganistan til að gera ungum stúlkum auðveldara að fá vinnu. * „Að sækja mál fyrir Lands-dómi var til mikilla óheillaog situr eins og fleinn í holdi margra þeirra sem þar áttu hlut að máli. Þar eru allir meiddir, ekki síður þeir sem stóðu að kærunni en hinir sem voru settir á saka- mannabekkinn. Nú er tækifærið glatað og orðið of seint að gera upp við hrunið á réttan hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.