Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 59
5.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Hlynur Níels Grímsson er krabbameinslæknir, en ætlaði að verða rithöfundur. Hann hefur nú sýnt að hægt er að vera hvort tveggja, því í vikunni gáfu Sögur út Krabbaveisluna, fyrstu skáldsögu Hlyns. Bókin segir frá sérfræðingi í krabbameinslækn- ingum, sérfræðingi í dauðanum, eins og hann kallar sig sjálfur, sem er sjúkur á sinn hátt, sjúkur læknir í sjúku samfélagi, eins og því er lýst í kynningu bókarinnar. Þar kemur líka fram að í bókinni kasti höfundur fram þeim spurningum hvort sjúkur læknir sé rétti maðurinn til að fást við erfiðustu sjúkdóma og hvort hann hafi eitthvað að gefa sjúk- lingum sínum. Krabbaveisla krabbalæknis Bækur Stiegs Larssons um Lisbeth Salander og ævintýri hennar, Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkast- alinn sem hrundi, nutu gríðarlegra vinsælda um allan heim og ekki síst hér á landi. Lars- son lést áður en hann lauk við bókaröðina um Salander, en nú er væntanlegt framhald af bókunum sem sænski rithöfundurinn David Lagercrantz skrifar að beiðni erfingja Lars- sons, en þess má geta að ekkja Larssons var ekki samþykk verkinu. Framhaldið heitir Det som inte dödar oss og kemur út á sænsku í lok ágúst næskom- andi og á sama tíma á 38 tungumálum, en á ensku mun bókin heita Stúlkan í köngur- lóarvefnum. Bjartur gaf bækur Larssons út á íslensku á sínum tíma í þýðingu Höllu Kjartansdóttur og nú situr Halla við og þýðir nýju bókina sem kemur út hér á landi á sama tíma og um allan heim. Sænski rithöfundurinn Stieg Larsson, höfundur bókanna þriggja um Lisbeth Salander. NÝ BÓK UM LISBETH SALANDER Netbókabúðin Abebooks, sem er í eigu Amazon, sérhæfir sig í notuðum bókum og þar er hægt að kaupa millj- ónir bóka frá þúsundum fornbókasala um allan heim. Fyrir stuttu birti fyrirtækið lista yfir mest seldu notuðu bækur síðustu sextán ár, frá 2000 til 2015. Á þeim lista kennir margra grasa, sem vonlegt er, og kannski kemur einhverjum á óvart að efsta bókin á þeim lista er sjálfshjálparbók, The Se- ven Habits of Highly Effective People, eftir Stephen R. Covey, en þess má geta að bókaforlagið Aldamót gaf hana út á íslensku undir heitinu Sjö venjur þeirra sem ná raunverulegum árangri: Siðfræði skapgerðarinnar endurvakin árið 1991 í þýðingu Róberts H. Haraldssonar. To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee er í öðru sæti og þar næst kemur The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald og svo Their Eyes Were Watching God eftir Zora Neale Hurston og The Catcher in the Rye eftir J.D. Salinger, en listann allan má sjá á vefsetrinu abebooks.com. NOTAÐAR METSÖLUBÆKUR Metsöluhöfundurinn Stephen R. Covey. Sænska skáldkonan Viveca Sten var lögfræðingur áður en hún sneri sér að skrifum og sést það í bókum hennar, sem eru í senn einkar vel skipulagðar og byggjast á þekkingu á skugga- hliðum sænsks samfélags. Hún hefur notið hylli hér á landi og í vikunni kom út þriðja bók hennar á íslensku, Syndlaus, en áður hafa komið Svikalogn og Í innsta hring. Syndlaus segir frá því hvernig illvirki í lífi drengs, sem ólst upp á Sandhamn-eyju í heimsstyrjöldinni fyrri, hefur hörmulegar afleiðingar löngu síðar. Syndlaus er þriðja bókin í röð þar sem sögusviðið er Sandhamn í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Þriðja sagan í Sandhamn- röðinni Sænski rihöfund- urinn Viveca Sten. Glæpur og refsing í páskaviku REYFARATÍÐ BÓKAÚTGEFENDUR BÚAST GREINILEGA VIÐ ÞVÍ AÐ FÓLK SETJIST VIÐ LESTUR ÞEGAR ÞAÐ HEFUR JAFNAÐ SIG Á PÁSKALAMBINU, NÚ EÐA ÞEGAR STUND GEFST Í PÁSKAFERÐALAGINU. ÞANNIG KEMUR NOKKUR FJÖLDI BÓKA ÚT SÍÐUSTU DAG- ANA FYRIR PÁSKA OG ÞÁ AÐALLEGA REYFARAR OG SPENNUSÖGUR ÞÓ BÖRNIN FÁI LÍKA SITT. Ein af helstu metsölubókum síðasta árs var DNA eftir Yrsu Sigurðar- dóttur. Nú hefur bókin verið gefin út í kilju fyrir þá sem ekki komust yfir eintak fyrir jólin. Í bókinni glíma sálfræðingurinn Freyja og lögreglu- maðurinn Huldar við hryllileg morð og ýmsa voveiflega atburði sem virðast ekki tengjast hver öðrum á yfirborðinu en eiga sér að sumu leyti rætur í fortíðinni. DNA Yrsu komin út í kilju Mest lesni höfundur Íslands er breska skáldkonan Francesca Simon, í það minnsta ef litið er til útlána bókasafn- anna því bækur hennar um Skúla skelfi sitja þar jafnan í efsta sæti yfir útlán og skáka jafnvel Andrési Önd og fé- lögum. Forlagið sendi frá sér á dögunum þrjár bækur í sagna- bálki Skúla skelfis, ein er glæný, Skúli skelfir og töfratómatsósan, en hinar endurútgefnar, Skúli skelfir gabbar tannálfinn og Skúli skelf- ir fær lús. Þrefaldur skammtur af Skúla skelfi BÓKSALA 25.-31. MARS Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Vertu úlfurHéðinn Unnsteinsson 2 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 3 KrabbaveislanHlynur Níels Grímsson 4 Eiturbyrlarinn ljúfiArto Passilinna 5 Britt - Marie var hérFredrik Backman 6 FlekklausSólveig Pálsdóttir 7 HellisbúinnJørn Lier Horst 8 Ástin, drekinn og dauðinnVilborg Davíðsdóttir 9 SyndlausViveca Sten 10 AfturganganJo Nesbø Íslenskar kiljur 1 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 2 KrabbaveislanHlynur Níels Grímsson 3 Eiturbyrlarinn ljúfiArto Passilinna 4 Britt - Marie var hérFredrik Backman 5 FlekklausSólveig Pálsdóttir 6 HellisbúinnJørn Lier Horst 7 SyndlausViveca Sten 8 AfturganganJo Nesbø 9 Mamma, pabbi, barnCaren Gerhardsen 10 AlexPierre Lemaitre
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.