Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 HEIMURINN PANAMA PANAMABORG ur Ameríkuríkja fer fram íðtogafundLe ð þar hittist forsetðg er gert ráPanama um helgina o þeir muni eigaséu þótt óvístBandaríkjanna og Kúb fyrsta sinn síðan 1959íer verður þaðsérstakan fund. Ef svo iga fund en það ár ræddu þeir samfað háttsettir leiðtogar áverandi varaforseti BandaríkjaþCastro Kúbuforseti og hittust uta gja, þeirnríkisráðhe John Kerry og P að ræða sa dinn hafa verið árang Bandaríkja bu af lista yfir rík me nnaði geira en tvær vi tóli. Ha n esteyptu nýlega forseta landsins af s n eru sjna, íauthi-menn, sem njóta stuðnings Íra deilumforðast sjálf að lýsa átökunum sem álasjía og súnní en það g rá twitter og öðrum s öðSádar að kominn sé t Líbdi osem kunnugt er stut LAND L Olíuleitarfélagið UKOG í suðausturhlutað geysimiklar olíulindir í elli. Er talið aðdsins, skammt frá Gatwick-flugvlan þ olíufata í jörðu. Ólíklegt er þó að hær geti verið um 100 milljarðara gt verði að vinna unum. Fram til þessa hafa Bretareira en 15 milljarða fata úr lind allega unnið olíu og andið en framleiðslan hefuras úr lindum á sjávarbotni við lg ratt síðustu árin, a sem dælt er úr lindum á folíhún er einnig mun dýrari en andinu NÍ agðirKínverjar eru nú s eym smásín á umdeildu því að byg eyjar á skerjum ill verðia tilkall til. Banda til þessar tilbúnu eyjar í gerirmð friðsamlegum og vísannanu ð sumsstu Mikið af því fé sem ríkar þjóðir hafa varið í þróunar- hjálp hefur runnið í vasa spilltra pólitíkusa og embætt- ismanna. Mobutu Sese Seko, einræðisherra Austur-Kongó (sem þá var nefnt Zaire) í ára- tugi, er sagður hafa stolið milljörðum dollara en fékk samt stórfé í aðstoð, m.a. frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Jacob Zuma, forseti Suð- ur-Afríku, er sagður hafa lát- ið verja sem svarar nær 200 milljónum króna úr ríkissjóði í einkavillu sína í Nklandla, smá- borg í héraðinu KwaZulu-Natal. Málið er í rann- sókn. M arkviss þróunar- aðstoð hefur ver- ið veitt í meira en sex áratugi. Ríku þjóðirnar, þær sem eiga aðild að Efnahags- og samvinnustofnuninni (OECD), hafa nær allar sett sér það mark- mið að leggja minnst 0,7% af vergri landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar. Rökin fyrir þess- ari stefnu virðast við fyrstu sýn augljós: Þær þjóðir sem eru aflögu- færar eiga auðvitað að hjálpa þeim sem búa við sára fátækt. Það er siðlegt, öllum í hag og ýtir undir stöðugleika og frið. En er þessi stefna að bera ávöxt? Nei, segja sumir hagfræð- ingar og ganga jafnvel svo langt að segja að oft geri aðstoð af þessu tagi illt verra, t.d. í Afríku. Aðrir segja að það sé ofmælt, oft geri hún gagn. En athyglisvert er að sá hagfræðingur sem hefur gengið fram fyrir skjöldu í gagnrýninni er kona frá Zambíu og hagfræði- doktor frá Oxford-háskóla, Damb- isa Moyo. Endalausar ölmusur af hálfu velmeinandi þjóða hafi oft þau áhrif að fátækar þjóðir verði háðar þeim, fari að líta á aðstoðina sem sjálfsagðan hlut, segir hún. Og þannig sé dregið úr hvatanum til að bæta sig. Ekki sé nóg að vilja vel. Hún hefur nefnt sem dæmi að þegar menn hafi dembt 100 þúsund ókeypis moskítónetum inn í land sem þarf slíkan búnað sé búið að kippa grunninum undan þarlendum framleiðendum. Nú þurfi þeir og aðstandendur þeirra aðstoð. Árið 2005 varaði Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn við því að þróunar- aðstoð myndi ekki auka hagvöxt í Afríku. Ríkisstjórnir, gefendur og baráttumenn fyrir bættum kjörum í þriðja heiminum ættu að stilla væntingum sínum í hóf. Þrátt fyrir þetta hefur að mestu verið haldið áfram á sömu braut, treyst er á að aukið fé muni verða til góðs, að sögn Moyo. Þeir „fátæku enn fátækari“ Áður en lengra er haldið skal tekið fram að fáir gagnrýna svokallaða neyðaraðstoð, það gerir Moyo heldur ekki í sjálfu sér. Okkur finnst vonandi öllum sjálfsagt að hjálpa fólki sem verður fyrir áföllum af völdum þurrka, flóða eða ann- arra náttúruhamfara. En Moyo segir í blaðagrein árið 2009 að ótvíræð gögn sýni að „Meðan aðstoðin flæðir inn er ekkert meira fyrir ríkisstjórnina að gera – hún þarf ekki að hækka skatta og ef hún gætir þess að borga hernum laun þarf hún ekki að hafa áhyggjur af óánægðum borgurum … Það eina sem ríkis- stjórnin þarf að gera er að hylla útlendu gefendurna og sinna þörf- um þeirra, þá heldur hún völdum.“ Moyo vill að áherslan sé á að láta Afríkumenn sjálfa um að gera efnahagsumbætur á sínum hraða og í samræmi við eigin getu og vilja. Einstaklingsframtak og markaðshyggja séu lykillinn að framförum. Aðrir hafa bent á að starfsmönnum vestrænna gefenda hætti til vera óþolinmóðir. Í stað- inn fyrir að hjálpa þegar beðið sé um hjálp reyni þeir að ýta hlut- unum áfram, taki ráðin af inn- fæddum. Ljóst er að eftir langa sögu þró- unaraðstoðar er ólíklegt að menn horfist í augu við óþægilegar stað- reyndir og segi að nóg sé komið. Öflugir þrýstihópar myndu rísa upp. Ef dæmi er tekið þá munu um 100.000 manns í Þýskalandi hafa, beint og óbeint, viðurværi sitt af ýmiss konar þróunaraðstoð. Þeir verja auðvitað sína hagsmuni. Oft er sett það skilyrði fyrir þró- unaraðstoð að viðkomandi ríki kaupi nauðsynlega þjónustu og vörur frá landinu sem veitir aðstoð- ina. Og ótrúlegustu bókhalds- æfingar eru stundaðar til að fegra hlutina. Í New York Times var í fyrra grein þar sem sagt var frá því hvernig þýskur embættismaður tók með sér þrjár ferðatöskur til Malí, töskur fullar af evrum. Fimm milljónir. Maðurinn átti síðan leyni- fund með forseta Malí sem hafði fundið leið til að leysa erfiðan vanda fyrir nokkur Evrópuríki. Lítt þekktur hópur íslamista hafi rænt 32 Evrópumönnum og hélt þeim í gíslingu, krafðist lausnar- gjalds. Opinber stefna Evrópuríkj- anna er að semja ekki við hryðju- verkamenn og þess vegna var féð tekið af framlagi sem Þjóðverjar hugðust veita Malí, bláfátæku Afr- íkuríki. Lausnargjaldið var skráð sem þróunaraðstoð þótt embættis- menn vissu ofur vel hvert pening- arnir hefðu farið, sagði New York Times. Vitað sé að fleiri Evrópuríki hafi dulbúið lausnargjöld til hryðju- verkahópa með sama hætti, Bret- land og Bandaríkin hafi enn staðist freistinguna. Talið sé að al-Qaeda og tengd samtök hafi fengið greiddar alls 125 milljónir dollara í lausnargjald 2008-2014, þar af 66 milljónir árið 2013. Gerir þróun- araðstoð illt verra? ÞÓTT ÁRATUGA REYNSLA SÉ KOMIN AF ÞRÓUNAR- AÐSTOÐ RÍKRA ÞJÓÐA VIÐ FÁTÆKAR ER Æ MEIRA DEILT UM ÁRANGURINN. SUMIR HAGFRÆÐINGAR SEGJA HANA JAFNVEL VERA BJARNARGREIÐA SEM SJALDAN GAGNIST OG GERI OFT ÞIGGJENDURNA HÁÐA ÖLMUSUM. Í EIGIN VASA Jacob Zuma Franskur starfsmaður þróunarstofnunar með skjólstæðingum sínum. Fáir efast um gagnsemi neyðarhjálpar þegar áföll ríða yfir en meiri efasemdir eru um þróunarstoð. Þjóðir geta orðið háðar henni og glatað sjálfsbjargarviðleitni sinni. þróunarstoð við Afríkuþjóðir hafi gert þá „fátæku enn fátækari og hagvöxt hægari“. Hún segir spill- ingu skelfilegt vandamál sem oft hafi verið hunsað. Efnahagur ríkis sem sé að feta sín fyrstu skref þurfi ríkisvald þar sem hægt sé að draga embættismenn til ábyrgðar. *Málið er ekki að gefandanum eigi að líða vel heldur aðfólkinu sem við reynum að hjálpa líði vel.Bill Gates, stofnandi Microsoft.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.