Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 14
Viðtal 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 S igríði Halldórsdóttur þekkja lands- menn úr hinum vinsæla þætti Landanum á RÚV. Þar ferðast hún um landið og spyr fólk spjör- unum úr en hvaðan er hún sjálf? „Ég ólst upp í Vík í Mýrdal og Hvolsvelli með viðkomu í Danmörku þarna á milli,“ segir Sigríður, sem segist vera „landsbyggð- artútta“. Hún var einu ári á undan í skóla og var því fimmtán ára þegar hún flutti til Reykjavíkur til að stunda nám við Kvenna- skólann. Hún bjó í miðbænum með eldri bróður sínum, Héðni, sem var fréttamaður hjá RÚV en vinnur núna hjá Barnaheillum í Danmörku. Hún kemur úr kennarafjölskyldu en for- eldrar hennar eru Edda Guðlaug Antonsdótt- ir og Halldór Óskarsson. „Mamma rekur skólaþjónustuna heima á Hvolsvelli og er kennsluráðgjafi. Pabbi var skólastjóri í Vík og hefur kennt bæði á Hvolsvelli og Hellu og er ökukennari,“ segir hún og bætir við að það séu margir kennarar í kringum hana. Hún á ennfremur bræðurna Anton Kára og Pétur en þeir búa báðir á Hvolsvelli líkt og foreldrar hennar. Maðurinn hennar, Jón Ragnar Ragnars- son, kennir hagfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þau kynntust á Bifröst þar sem þau stunduðu bæði námið HHS – heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og bjuggu á nemendagörðunum. Hún segir námið hafa hentað sér mjög vel en hún stefndi á að vinna við sjónvarp með einum eða öðrum hætti. „Ég vann á fréttastofunni sem skrifta fyrir námið og var þula á meðan ég var í því. Ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera, bara að mér þætti þetta heillandi heim- ur,“ segir Sigríður og bætir við að það henti sér „að vita og skilja svolítið um margt frek- ar en að vita allt um eitthvert mjög afmark- að efni“. Maðurinn „bara úr bænum“ Eftir námið fluttu þau austur á Egilsstaði og hún hóf störf sem fréttamaður RÚV á Aust- urlandi. „Maðurinn minn er „bara úr bæn- um“ og þurfti að segja það oft á afsakandi hátt þegar við vorum fyrir austan. Það er magnað hvað þetta skiptir marga máli og ég hef fundið það í mínu starfi að það er eins og sumum létti að heyra að ég sé ekki úr bæn- um,“ segir hún og útskýrir að það opni á meira spjall þegar hún segi frá því að hún sé alin upp úti á landi. Þau voru einn vetur fyrir austan, Sigríður varð ólétt á meðan þau voru þar og eign- uðust þau dótturina Urði Ásu árið 2010. Eft- ir fæðingarorlofið byrjaði hún í Landanum. Hún segir það hafa verið draumastarfið og hefur starfað þar síðan fyrir utan námsvetur erlendis. Hún og Gísli Einarsson sjá um kynningar í þættinum og ferðast hún talsvert í tengslum við gerð innslaga í Landanum. Hún segir ferðalögin koma í „holskeflum“. „Þegar við ferðumst til dæmis austur eða vestur erum við þar í tvo, þrjá daga og tök- um upp eins mikið efni og við getum. Síðan koma stundum margar vikur þar sem ég er í Efstaleiti að vinna úr því sem ég er búin að taka upp.“ Landinn er þekktur fyrir að gera venju- legu fólki sem er að gera áhugaverða hluti um allt land góð skil. Þetta er ekki þáttur fræga fólksins í landinu heldur hins almenna borgara og hefur hann notið mikilla vin- sælda. Þættinum berast margar ábendingar en hún segir hugmyndunum ekki síður skotið að henni þegar hún drekkur kaffi með góðu fólki úti í sveitum. Það þýðir ekkert að sitja bara fastur við skrifborðið í Reykjavík. Sigríður er því í betri tengslum en margir aðrir við hvernig Ísland er í dag. Hvernig er stemningin á landanum núna? „Við erum alltaf að tala við fólk sem er með hugmyndir og gerir eitthvað við þær og að því leyti finnur maður kraft. Það er gam- an að fjalla um eitthvað sem kemur fólkinu heima í sófa á óvart. Ég held að Landinn hafi verið sérstaklega mikilvægur upp úr kreppu til að sýna kraftinn sem býr í fólkinu svona: Ef hann getur gert þetta þarna, þá get ég það líka.“ Sigríður segir að það sé algengara að ábendingarnar sem þættinum berast snúi að körlum; stundum þurfi að grafa aðeins lengra eftir konunum. Stjórnendur landans eru meðvitaðir um að halda jöfnum kynja- hlutföllum. Það sem af er vetri eru konur 51% viðmælenda og karlar 49%. Í fyrra voru konur 46% viðmælenda og karlar 54%, sem er töluvert jafnara hlutfall en gengur og ger- ist í fjölmiðlum almennt. Ennfremur er þess gætt að fara sem víðast um landið. „Þetta er svo mikilvægt því Landinn er heimildasöfnun um samtímann og mér finnst mjög mikilvægt að við gefum rétta mynd af samfélaginu. Þetta snýr líka að því að tala við börn og unglinga, sem sagt fólk á öllum aldri.“ Veðurteppt í öllum landshlutum Starfið gerir það að verkum að hún ferðast víða og hittir fjölbreytilegt fólk. „Þetta eru náttúrlega algjör forréttindi. Ég hitti alls konar fólk og fæ leyfi til að heimsækja ýmsa staði sem ég ætti annars ekkert erindi til. Svo býður þetta upp á ævintýri. Ég hef verið veðurteppt í öllum landshlutum.“ Hún rifjar upp nokkur eftirminnileg inn- slög. „Um daginn fór ég að dorga á Vest- mannsvatni. Eitt sumarið gerðum við síðan Fróðleiksfús ferðalangur LANDINN ER DRAUMASTARF SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR, JAFNVEL ÞÓTT HÚN HAFI EITT SINN STARFAÐ VIÐ AÐ FARA MEÐ BÖRN Á STRÖNDINA Á ÍTALÍU. HÚN SEGIST VERA LANDSBYGGÐARTÚTTA EN HEFUR ÞÓ BÚIÐ STÓRAN HLUTA ÆVI SINNAR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR. HENNI LEIÐIST STRÍÐIÐ MILLI BORGAR OG LANDSBYGGÐAR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Frá fögnuði á RÚV í mars, þegar haldið var upp á þúsundasta Landainnslagið. Frá síðustu Edduverðlaunahátíð, þar sem Landinn hreppti þriðju Edduverðlaunin sín. Alsæl á sjálfsmynd, nýkomin í mark í Laugavegshlaupinu síðasta sumar. * Ég finn ekki síst að fólk er ánægt að fá okkur og er fegið að það sé einhver semleggur við hlustir og er tilbúinn að halda á lofti öllu því góða sem er í gangi. Sigríður er ein af þeim sem eru smitaðir af hlaupabakt- eríunni en hún heillaðist af langhlaupum fyrir nokkrum árum. Hún hefur hlaupið nokkur hálfmaraþon og eitt maraþon og tók þátt í Laugavegshlaupinu í fyrra. „Það er um það bil það skemmtilegasta sem ég hef gert, alveg ólýsanlegt. Þetta er svo eflandi. Það að finna að maður sé sterkur og hraustur og geti náð mark- miðum sínum er ein besta tilfinning í heimi. Þetta er gott áhugamál og gefur manni svo mikla gleði,“ segir hún. Hún vissi ekki fyrir fimm árum að hún gæti hlaupið. „Þetta byrj- aði eftir að ég átti Urði. Eftir að hafa verið heima heilu dagana komst upp í rútínu að fara út á kvöldin að hlaupa.“ Hún tók þátt með manni sínum í New York-maraþoninu og segir það hafa verið frábæra reynslu, erfiðara en að hlaupa Laugaveginn, þó að hann sé lengri. Ef til vill er það landið sem veitir aukna orku en undirlagið er að minnsta kosti mýkra en malbikið í stórborginni. „Hlaupin styrkja mann líkamlega og gera svo mikið fyrir hausinn. Ég fæ örugglega allar mínar hugmyndir á hlaupum. Og ef maður er í einhverri krísu þá kemur þetta öllu af stað. Ég held að maður sjái aldrei eftir hlaupat- úr.“ FÆR BESTU HUGMYNDIRNAR Á HLAUPUM Þessi mynd var tekin í 30 kílómetra æfingahlaupi fyrir Laugaveginn, sem fram fór í Heiðmörk síðasta sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.