Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 18
Mörg flugsæti í boði *Velja má milli þriggja flugfélaga þegarhaldið er til Parísar. Bæði Icelandairog WOW fljúga til Parísar árið umkring og lenda á Charles de Gaulle-flugvelli. Transavia flýgur frá seinnihluta maí fram í byrjun september oglendir á Orly-flugvelli. Orly er nær mið- bænum og leigubíllinn þangað því ódýrari, en CDG þykir hins vegar bjóða upp á betri almenningssamgöngur inn í bæinn. Ferðalög og flakk A llir eru sammála um hvað París er fögur borg og sjarmerandi. En borgin er ekki fullkomin, eins og aðframkomnir japanskir ferðamenn geta vitnað um. Japanska sendiráðið heldur úti sérstakri neyðarlínu fyrir ferðamenn sem hafa orðið fyrir al- varlegu menningarsjokki þegar þeir ferðast til draumaborgarinnar Par- ísar og borgin reynist ekki standa undir væntingum. „Paris syndrome“ heitir fyrirbærið og hefur verið skil- greint af sálfræðingum enda geta einkennin verið mjög alvarleg og kallað á sjúkrahúsvist. Það fyrsta sem margir ferðamenn reka sig á er að Frakkar geta verið ögn – tjah – hrjúfir, og þykja Par- ísarbúar síst eftirbátar samlanda sina í hortugheitum. Hér er þó rétt að taka skýrt fram að ekki má al- hæfa um svona stóran hóp fólks, en ferðamenn ættu alltént að gæta þess að láta það ekki koma sér úr jafnvægi að rekast á önugan þjón á kaffihúsi eða óhjálpsaman sölumann í verslun. Inn á milli er vitaskuld yndislegt fólk sem gefur Amélie ekkert eftir í ljúfleika. Kampavín á toppnum Þegar París er heimsótt eru nokkrir viðkomustaðir sem ferðamaðurinn má ekki missa af. Eiffel-turninn er fyrstur á listanum, en ekki hvað. Taka má lyftuna alla leið upp á fyrstu og aðra „hæð“ fyrir 9 evrur, en taka stigann fyrir 5 evrur. Ferð alla leið upp í topp turnsins kostar 15,50 evrur. Nýlega voru gerðar endurbætur á 1. hæð turnsins með glergólfi og sýningarrými. Þeir sem vilja upplifa franskan lúxus ættu að reyna að bóka sæti, með góðum fyrirvara, á veitinga- staðnum Jules Verne á annarri hæð turnsins. Veitingastaðurinn skartar Michelin-stjörnu og verðið eftir því. Fimm rétta matseðill kostar 190 evrur, jafnvirði um 28.000 kr. Fyrir ódýrari lúxus má heimsækja kampa- vínsbarinn í toppi turnsins og fá sér eitt glas með útsýni yfir alla borg- ina. París er menningarborg og kallar heimsóknin á að tekið sé hús á Mónu Lísu í Louvre. Nútímalista- safnið í Centre Georges Pompidou ætti líka að vera á listanum, sem og kvöldstund í óperunni. Óperan í París er til húsa í tveimur bygg- ingum, Palais Garnier og Opera Ba- stille, og þykir með þeim fremstu í heimi. Gyllti þríhyrningurinn Þeir sem vilja tolla í tískunni ættu að taka nokkrar evrur frá fyrir verslunarferð. Í París reka margir fremstu hönnuðir heims sínar aðal- verslanir. Lúxusbúðirnar er einkum að finna á götunni Avenue Monta- igne, sem myndar „gyllta þríhyrn- inginn“ með Champs Elysées og Avenue George V. Innan þríhyrn- ingsins rekur hver lúxusverslunin aðra. Valentino, Louis Vuitton og Chanel bíða þar eftir þeim sem vilja spæna upp kortaheimildina og yf- irdráttinn. Þar með er ferðalagið rétt að byrja og endalaust hægt að upp- götva eitthvað nýtt í París, hvort sem haldið er ofan í katakomb- urnar, prílað upp að Sacré-Coeur, leitað að kroppinbaknum í Notre Dame eða einfaldlega pantað rauð- vínsglas á kósí litlum veitingastað. Ferðalangar ættu að leyfa sér að villast í borginni og þræða ekki ein- göngu vinsælustu ferðamannastað- ina, enda munúðarfull borg sem geymir spennandi leyndarmál bak við hvert horn. Heimsókn til Parísar er ekki fullkomin nema komið sé við í sælkeraverslun. Hér og þar reynast sérverslanir með osta, konfekt og vín. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: PARÍS Menning, tíska og önugir þjónar PARÍS ER Í HÓPI FEGURSTU BORGA EN GETUR VERIÐ ÖGN HRJÚF Á YFIRBORÐINU. LÚXUSINN ER VIÐ HVERT FÓTMÁL ENDA KUNNA PARÍSARBÚAR AÐ NJÓTA LÍFSINS. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is París er full af frægum kennileitum sem gaman er að heimsækja og allir ættu að upplifa. Borgin er þó líka þannig að gaman er að rápa um og uppgötva óvænta hluti. Listasöfn eins og Louvre geta virkað yfirþyrmandi. Svo margt er að sjá og myndi heimsóknin taka nokkra daga ef staldrað væri við hvert einasta verk. Gangarnir eru langir og getur jafnvel verið auðvelt að villast. Það hjálpar að hafa kort við hönd- ina og svo skoða safnið eftir einföldu kerfi, s.s. að ganga réttsælis um húsa- kynnin, eina hæð í einu. Síðan er allt í lagi að arka hæfilega greitt. Ekki þarf að grannskoða hvert einasta málverk. Prufaðu að nálgast safnið eins og fallegan garð, þar sem stoppað er við það sem fangar mest augað, en ekki rýnt í hvert smæsta laufblað. Á netinu má oft auðveldlega finna út hvaða verk þykja bera af á hverju safni. Ferðalangurinn ætti ekki að láta þessi verk framhjá sér fara, en líka láta eigin smekk og forvitni ráða för. Oft er kraðakið mest við heimsfrægu verkin, en fangandi og heillandi verk geta leynst í rólegum og næsta mann- lausum litlum hliðarherbergjum. EKKI STOPPA VIÐ HVERT VERK Listin að skoða risavaxið safn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.