Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 B íómyndaferðir eru vinsælar víða um heim. Þá fara ferðamenn á töku- staði þekktra mynda og fá gjarnan leiðsögn. Margar þekktar myndir hafa verið tekn- ar upp í stórborginni San Francisco. Þeirra á meðal má nefna Dirty Harry, Blue Jasm- ine, Vertigo, Milk og View to a Kill. Á vefnum www.sanfranciscomovietours.com má fræðast frekar um þær ferðir sem í boði eru fyrir kvikmyndaáhugamenn á far- aldsfæti. Í New York er hægt að kynna sér sögu- svið fjölda kvikmynda. Meðal mynda sem hægt er að endurlifa með göngu um vissa hluta borgarinnar má nefna Taxi Driver, Wall Street, Independence Day, King of New og The Way We Were. Þá má nefna að margir vinsælir og sí- gildir sjónvarpsþættir hafa verið teknir upp í borginni. Vinsælt er hjá ferðalöngum sem heimsækja New York að taka mynd af húsinu þar sem vinirnir úr Friends áttu að búa. Sopranos-ferðir eru einnig vinsælar og að sögn ferðaskipuleggjandans On Location Tours (www.onlocationtours.com), sem skipuleggur kvikmynda- og sjónvarps- þáttaferðir til New York og Boston, eru leiðsögumenn í Sopranos-ferðum oft fólk sem hefur leikið aukahlutverk í þáttunum sjálfum og þekkir því sögusviðið vel. Í Chicago er hægt að fara í skiplagðar ferðir þar sem ferðamenn eru leiddir á tökuslóðir kvikmynda á borð við The Fugi- tive, The Blues Brothers og Ferris Buell- er’s Day Off. Vefsíðan www.chicagofilmto- ur.com er gagnleg til að sjá hvað er í boði í borginni. Skipulagðar ferðir eru vitanlega af hinu góða en svo er auðvitað líka hægt að leggj- ast í rannsóknarvinnu og kynna sér töku- staði sinna uppáhaldsmynda og panta bara flugmiða út frá því. Með snjallsíma að vopni er hægt að hlaða heilu kvikmynd- unum niður og taka hreinlega með í ferða- lagið. Þannig er hægt að þramma um sömu götur og stjörnurnar og jafnvel ímynda sér að maður sé hluti af myndinni. Þá er líka hægt að breyta endinum ef svo ber undir. KVIKMYNDAFERÐIR Í fótspor stjarnanna FYRIR FERÐAÞYRSTA KVIKMYNDA- ÁHUGAMENN ER UPPLAGT AÐ FARA Á TÖKUSLÓÐIR SINNA UPP- ÁHALDSKVIKMYNDA. SLÍKAR FERÐ- IR ERU TIL AÐ MYNDA Í BOÐI Í ÝMSUM BORGUM BANDARÍKJ- ANNA. Hlykkjótt stræti San Francisco hafa heillað marga kvikmyndatökumenn og leikstjóra gegnum tíðina og borgin því orðið sögusvið ýmissa þekktra kvikmynda. AFP Margir hafa þrammað um götur New York-borgar á hvíta tjaldinu. Borgin hefur einnig orðið sögusvið frægra þáttaraða á borð við Friends og Sopranos. AFP Chicagoborg var sögusvið sjónvarpsþáttanna Bráðavaktin sem nutu vinsælda um árabil. AFP Milljónir ferðarýna tripadvisor.com gefa áfangastöðum, hótelum, veitingastöðum, söfnum og líka ströndum einkunnir og það sem af er árinu 2015 skora strendur Flórída hæst sem bestu strendur Bandaríkjanna en Siesta Key-ströndin og Saint Pete-ströndin verma tvö efstu sætin. Á Flórída er hlýtt árið um kring svo ekki þarf sérstaklega að stíla inn á ákveðinn árs- tíma. Einn ferðalangurinn sem heimsótti strönd- ina fyrir um viku skrifar á síðu Trip Advisor: „Sandurinn er hvítur og mjúkur eins og barnapúður. Hann er heldur ekki of heitur. Ströndin er mjög breið og löng svo að hún er rúmgóð. Það er heldur ekki of mikil mannþröng næst sjónum en hins vegar er enn meira pláss ef fólk vill færa sig aðeins aft- ar. Það getur verið erfitt að fá bílastæði svo það er sniðugt að mæta snemma á staðinn.“ FLÓRÍDA Á VINNINGINN Bestu strendur Bandaríkjanna Sandurinn á Siesta Key-ströndinni í Flórída þyk- ir einstaklega mjúkur og þægilegur að ganga á. Eitt nýjasta hótel Parísarborgar, Maison Sou- quet, er jafnframt kallað það „kynþokka- fyllsta“ af dagblöðum og tímaritum þar úti en franska Vogue fjallaði meðal annars um hót- elið fyrir stuttu og þykir hönnuðurinn, Jac- ques Garcia, hafa unnið meistaraverk. Garcia hefur meðal annars hannað rými fyrir Louvre-listasafnið í París en segja má að hótelið sé eitt listaverk í heild, í anda kon- unglegra Versala. Efniviðurinn er marmari, djúprautt flauel, þykk teppi og þung gluggatjöld. Húsgögn eru bólstruð og smáatriði í handavinnu á öllum stöðum – rúmgaflar með páfuglamynstrum og veggfóðrið í gamaldags textílmynstri. Um- hverfis er hálfgerður skrúðgarður í miðri Parísarborg. Hótelið á að endurspegla tíðarandann í kringum 1900 í París en er engu að síður bú- ið öllum nútímalegum lúxusbúnaði. Hótelið er staðsett í Pigalle-hverfinu, í næsta nágrenni við Moulin Rouge og Mont- martre, en hverfið er í miklum uppgangi eftir að hafa þótt áður fremur subbulegt. Það er eins og að ganga inn í aðra öld að koma inn á Maison Souquet. NÝTT HÓTEL Í PARÍS Kynþokkafyllsta hótel Parísarborgar Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.