Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing Morgunblaðið/Eggert *Ný rannsókn sem gerð var meðal 3.500 Bandaríkjamannayfir sextugu sýndi að þeir sem sögðust glíma við einmana-leika og voru einangraðir voru líklegri til að leita oftar tillæknis. Þessir einstaklingar voru þó ekki endilega veikarieða líklegri til að leggjast inn á spítala. Þykir rannsakendumþetta sýna fram á að spara megi fjármuni í heilbrigðisþjón-ustu og draga úr óþarfa heimsóknum til lækna með því að auka við félagslega þjónustu við eldra fólk í því skyni að draga úr líkum á að fólk einangrist. Einmana fóru oftar til læknis U ndrun vekur hversu margar efni- legar crossfit-konur litla Ísland hefur alið en íþróttin er afar vin- sæl um allan heim, sérstaklega í Bandaríkjunum. Endurspeglast þetta ágæt- lega í grein á heimasíðu heimsleikanna í íþróttinni frá árinu 2012 undir titlinum „The Icelandic Advantage“ þar sem segir: ,,Það er erfitt að taka ekki eftir því á listanum yf- ir efstu konurnar í Evrópu, hversu margar þeirra hafa eftirnöfn sem enda á „dóttir“. Í annarri frétt á sömu síðu frá árinu 2014 segir einnig: „Ísland, sem er með minnsta mannfjölda Evrópu eða rétt yfir 300.000 íbúa, hefur alið af sér margt af besta cross- fit-afreksfólki í heiminum.“ Þær Ragnheiður Sara, Katrín Tanja, Þur- íður Erla og Hjördís Ósk rata oft á lista yf- ir bestu crossfit-konur heims en þær eru nú á leið á Evrópuleikana í íþróttinni. SunnudagsMogginn hitti þessar efnilegu stúlkur sem eru á aldrinum 21-30 ára og tók við þær létt spjall um æfingar, vænt- ingar þeirra og markmið í íþróttinni. Hvenær byrjuðuð þið að stunda crossfit? Katrín Tanja: „Ég byrjaði sumarið 2011. og ég hafði ekkert betra að gera.“ Hún byrjaði svo í boot camp og fór þaðan yfir í crossfit. Stúlkurnar æfa allar mjög mikið, ýmist tvisvar eða þrisvar á dag. Katrín Tanja og Hjördís taka almennt eina lyftingaæfingu og eina þolæfingu á dag, synda og hlaupa að minnsta kosti vikulega. Auk þess sinnir Hjördís hestamennsku. Ragnheiður Sara æf- ir þrisvar á dag en þriðja æfingin er tækni- eða fimleikaæfing. „Ég tek fimleika að minnsta kosti þrisvar í viku þar sem þar eru mínir veikleikar. Auk þess syndi ég á hvíldardögum,“ segir hún. Þuríður æfir ým- ist einu sinni eða tvisvar á dag og á hvíld- ardögum syndir hún eða fer foam flex-tíma. Allt snýst um skipulag Stelpurnar sinna einnig þjálfun, þegar þær eru ekki að æfa. Ragnheiður Sara er yf- irþjálfari Crossfit Suðurnes, Hjördís er yf- irþjálfari Crossfit-stöðvarinnar, Katrín Tanja kennir í Crossfit Reykjavík og Þuríður í Crossfit Sport. Eyða þær því lunganum úr deginum inni í æfingasalnum. Hafið þið tíma fyrir eitthvað annað? þó átt í erfiðleikum með það lengi, vegna hnjámeiðsla. Mamma og systir mín byrjuðu í crossfit á undan mér, ég elti þær og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Stúlkurnar eru flestar með bakgrunn í öðrum íþróttum. Þrjár þeirra nefna fimleika, frjálsar íþróttir, fótbolta, sund og lyftingar. Ragnheiður Sara hefur aðra sögu að segja: „Ég prófaði fjölmargar íþróttir sem krakki og entist aldrei lengur en tvo mánuði í einu. Ég var lengst í sundi, eða eitt og hálft ár. Mér fundust flestar íþróttir veru- lega leiðinlegar en var nokkuð öflug í öllu. Svo byrjaði ég í ræktinni þegar ég var 17 ára því besta vinkona mín eignaðist kærasta Þá var ég nýhætt í fimleikum og hafði verið í frjálsum íþróttum. Mig vantaði íþrótt sem fæli í sér áskorun og ég gæti keppt í. Ég hef alltaf haft mikið keppnisskap.“ Hún ákvað fljótlega komast á Evrópuleikana í crossfit, sem hún gerði og gott betur en hún keppti á heimsleikunum árið 2012, þá 19 ára gömul. Hjördís: „Ég byrjaði 2010 eftir að hafa verið í Boot Camp. Ég prófaði crossfit og hef ekki getað hætt síðan.“ Ragnheiður Sara: „Ég keppti árið 2012 á crossfit-leikunum sem er hluti af Þrekmóta- röðinni, löngu áður en ég vissi hvað crossfit væri. Ég lenti í öðru sæti, á eftir Katrínu. Þá bauð Danni, þjálfari hjá Crossfit- stöðinni, mér að taka þátt í Open, forkeppni fyrir heimsleikana. Ég vissi varla hvað það væri en ákvað að taka þátt og úlnliðsbrotn- aði í miðri keppni. Ég þurfti því að bíða í tæpt ár með að byrja í crossfit á fullu. Ég tók Level 1 þjálfararéttindi í febrúar 2013 og fór þá að stunda crossfit á hverjum degi.“ Þuríður: „Ég byrjaði árið 2010, eftir að hafa verið að æfa frjálsar íþróttir. Ég hafði Hjördís Ósk, Katrín Tanja, Ragnheiður Sara og Þuríður Erla eru á heimsmælikvarða í Crossfit. Morgunblaðið/Eggert ÍSLENSKAR CROSSFIT-KONUR Ekki hræddar við að vera sterkar ÍSLENSKAR STELPUR OG KONUR ERU MEÐ YFIRHÖNDINA Í CROSSFIT-HEIMUM. RAGNHEIÐUR SARA SIGMUNDSDÓTTIR, KATRÍN TANJA DAVÍÐSDÓTTIR, ÞURÍÐUR ERLA HELGADÓTTIR OG HJÖRDÍS ÓSK ÓSKARSDÓTTIR ERU OFARLEGA Á LISTA YFIR BESTU CROSSFIT- KONUR HEIMS. ÞÆR EIGA ALLAR GLÆSILEGA KEPPNISREYNSLU AÐ BAKI EN ERU HVERGI NÆRRI HÆTTAR AÐ SIGRA SIG OG AÐRA. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is * Íslenskar stelpur eru ekki hræddar við að vera sterkar. Allt of margar stelpur vilja ekki lyfta og vilja ekki vera með vöðva. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.