Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 25
12.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 fyrir mót en venjulega. Flestir taka meiri styrktaræfingar fyrr á tímabilinu og vinna meira í þoli og úthaldi þegar nær dregur en ég þarf bæði að vinna í styrk og úthaldi á síðari hluta tímabilsins.“ Hjördís: „Maður hefur verið að vinna undir þokkalega miklu álagi yfir árið en ákefðin eykst alltaf fyrir mót. Þá reynir maður að taka æfingar úr fyrri Evrópu- keppnum og bera árangurinn saman við eldri árangur. Þá sé ég hvar veikleikarnir liggja og vinn í þeim. Samkeppnin er mikil og það má hvergi vera veikur hlekkur hjá manni ætli maður að komast alla leið.“ Ragnheiður Sara tekur í sama streng. ,,Ég keyri ákefðina upp og tek eldri keppn- isæfingar til að sjá hvort ég hafi bætt mig á milli ára. Ég gæti þess líka að toppa mig á réttum tíma þannig að ég sé ekki útkeyrð þegar að keppninni kemur og eigi nóg inni.“ Þuríður: „Veikleiki minn er styrktaræf- ingar og ég þarf að vinna í þeim en maður má heldur ekki gleyma styrkleikum sínum, sem eru þol og æfingar með eigin líkams- þyngd. Ég þarf að keyra styrkinn upp ef ég á að komast þangað sem ég vil komast.“ Stelpurnar eru allar að undirbúa sig á fullu fyrir Evrópukeppnina. Þær munu þó taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í ólymp- ískum lyftingum hinn 2. maí til að æfa sig. Katrín Tanja: „Við stefnum við allar að toppa á Evrópuleikunum. Samkeppnin er hörð, það er erfitt að komast á heimsleikana og við erum mjög margar sem erum góðar og eigum skilið að komast á leikana.“ Mikilvægt að borða og sofa vel Hugsið þið mikið um mataræðið? Allar svara: ,,já“ í kór. Þær segjast reyna að borða hreint, mikið af grænmeti, eggjum og kjúklingi en þó án þess að ofgera. Katrín Tanja: „Ég er með sæta tönn og finnst gott að fá mér súkkulaði í eftirrétt.“ Hjördís: „Ég reyni bæði að borða hreint og nógu mikið. Maður er að æfa rosalega mikið og getur þ.a.l. ekki verið að halda í við sig. Ég fæ mér ís einu sinni eða tvisvar í viku. Mér finnst það nauðsynlegt fyrir sál- ina og það hefur engin áhrif á mig.“ Ragnheiður Sara: Ég ákvað í janúar að hætta að fá mér ,,alvöru nammi“. Ég leyfi mér súkkulaðihjúpaðar kasjúhnetur og súkkulaðirúsínur á laugardögum, guacamoli og hollustusnakk á föstudögum. Ég borða sennilega eina hnetusmjörsdollu á dag.“ Þuríður: ,,Ég borða líka hreint, mjög mikið af eggjum, kjúklingi, beikoni og hnetusmjöri.“ Hún segist nýlega farin að leggja sig fram við að borða meira, sem gefi henni meiri orku og aukinn árangur. Þær taka allar undir mikilvægi þess að ná að lágmarki átta tíma svefni á nóttu. Draumur að komast á heimsleikana Hver eru ykkar markmið í íþróttinni? Katrín Tanja: ,,Heimsleikarnir eru okkar ólympíuleikar og markmiðið er að standa sig eins vel þar og maður getur. Það væri draumur að standa uppi á palli á heimsleik- unum. Annie Mist, sem hefur staðið á pall- inum fjórum sinnum, hefur sýnt okkur að markmiðið er raunhæft. Hún hefur líka sýnt okkur að það krefst mikillar vinnu, mikillar einbeitingar og góðs stuðningsnets.“ Hjördís: „Ég hef keppt á heimsleikunum í liði en draumurinn minn væri að fá að keppa þar sem einstaklingur og njóta þess að vera þarna innan um alla þessa flottu íþróttamenn. Mér væri nokk sama í hvaða sæti ég væri, ef ég kæmist inn á leikana, alla vega til að byrja með.“ Ragnheiður Sara: „Það væri meira en draumur að komast inn á heimsleikana sem einstaklingur. Ef maður kemst þangað, set- ur maður sér nýtt markmið.“ Þuríður: „Markmiðið núna er að komast í topp fimm á Evrópuleikunum.“ Innbyggt keppnisskap í þjóðinni Hvers vegna eru svona margar íslenskar crossfit-konur á heimsmælikvarða? Katrín Tanja: „Börn byrja snemma í íþróttum hér og þau byrja nánast strax að keppa í íþróttum. Við erum mikil keppn- isþjóð og lítum síður á íþróttir sem tóm- stundir. Við erum í íþróttum til að keppa og til að vera best. Auk þess eru íslensk börn stærri en önnur og sterkbyggð. Svo erum við með rosalega flottar fyrirmyndir. Annie ruddi brautina þegar hún vann heimsleikana 2011 og sýndi okkur að sigur á heimsleik- unum er raunhæfur.“ Hjördís: ,,Stór hluti af ástæðunni er erfðafræðilegur. Íslendingar vinna mikið og eru sterkbyggðir. Þeir vilja alltaf vera best- ir í öllu sem þeir gera. Á Íslandi eru líka fleiri crossfit-stöðvar en í margfalt fjölmenn- ari löndum. Það er líka ótrúlega dýrmætt að hafa Annie til að líta upp til og að sjá að það er hægt að ná svona árangri.“ Ragnheiður Sara: ,,Íslenskar stelpur eru ekki hræddar við að vera sterkar. Allt of margar stelpur vilja ekki lyfta og vilja ekki vera með vöðva. Hérna eru strákar og stelpur jöfn og strákarnir verða ekki móðg- aðir þegar ég lyfti þyngra en þeir. Maður er ekki dæmdur fyrir að vera sterkur.“ Þuríður tekur undir þetta. ,,Flestir krakkar eru settir í íþróttir snemma. Auk þess erum við með mjög góðar matvörur á borð við mjólk, kjöt og fisk.“ Morgunblaðið/Eggert Páskafrí og ferðalög þurfa ekki að koma í veg fyrir daglega hreyfingu. Á heimasíðu The Traveling Wod (www.thetravelingwod.com) má finna fjölbreytt úrval æfinga sem má framkvæma hvenær sem er, á hvaða árstíma sem er. Kjörnar æfingar fyrir sumarbústaðinn. Æfingar á ferðalagi * „Þú þarft að búast viðhlutum af sjálfum þéráður en þú getur gert þá. “ Michael Jordan Forkeppnin fyrir heimsleikana, Crossfit Open, samanstendur af fimm æfinga- runum sem eru tilkynntar vikulega, hver á fætur annarri, í fimm vikur. Keppnin er haldin árlega en henni lauk 30. mars síð- astliðinn. Hver sem er getur skráð sig til keppni en í ár tóku 272.667 manns þátt í henni. Keppendur voru á aldrinum 14-86 ára og meðalaldur þeirra var 32 ár. 41% kepp- enda var konur, eða 113.124. Af þeim voru 2.150 stelpur á aldrinum 14-17 ára. 30 karlar og 30 konur komast áfram úr Crossfit Open-forkeppninni yfir í Evrópu- leikana, sem nefnast Regionals, en þeir standa yfir dagana 15.-31. maí. Þar mæta þau öðrum keppendum frá Bandaríkj- unum, Kanada, Ástralíu, Suður-Ameríku, Asíu og Afríku. Ísland mun eiga allmarga fulltrúa þar en Annie Mist stóð sig best allra kvenna í heiminum. Ragnheiður Sara er í þriðja sæti og Katrín Tanja í því fjórtánda. Sé litið á efstu konurnar í Evrópu er Annie sem fyrr segir í efsta sæti, Ragnheiður Sara í öðru, Katrín Tanja í því fjórða, Björk Óð- insdóttir, búsett í Svíþjóð, í því fimmta, Þuríður Erla í því níunda og Hjördís Ósk í fimmtánda. Íslensku strákarnir stóðu sig einnig vel í álfukeppninni en Björgvin Karl Guð- mundsson er í þriðja sæti í Evrópu og Sig- urður Hafsteinn Jónsson í fimmta sæti í Evrópu. Leiðin á heimsleikana Næstu heimsleikar í crossfit verða haldnir í júní næstkomandi í Carson í Kaliforníu. AFP Crossfit-æfingar eru æði fjölbreyttar og því mörg nöfn sem þarf að muna. Hér koma nokkur hugtök úr crossfit-hugtakalykli Ómars Ó. Ágústssonar, sem má finna í heild sinni á www.fjolhreysti.is:  10! = Fjöldi tiltekinna æfinga er 10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1  AMRAP = As Many Rounds As Possible. Eins margar umferðir af uppgefnum æfingum á tilteknum tíma og hægt er.  C&J = Clean & Jerk. Íslenska heitið er jafnhöttun. Ólympísk lyftingaraðferð til að lyfta lóðastöng frá jörðu og upp fyrir höfuð í tveimur áföngum.  C2B = Chest To Bar. Upphífingar þar sem brjóstkassi snertir slána í efstu stöðu.  HSPU = Hand Stand Push Up. Handstöðuarmbeygjur, ýmist framkvæmdar með sveiflu (kipping) eða dauðar pressur.  MU = Muscle Ups. Æfing gerð í fimleikahringjum þ.s. farið er úr hangandi stöðu upp í djúpa dýfu og svo rétt úr höndum.  Rx = Ósköluð æfing. Framkvæmt með uppgefnum æfingum þyngdum og fjölda.  Sc = Sköluð æfing. Þyngd, fjöldi eða framkvæmd æfingar sköluð niður eftir getu.  WOD = Workout Of The Day. Hvað er handstöðupressa? Hér má sjá T2B eða ,,Toes- to-bar“ framkvæmt. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.