Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 45
12.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 ingum. Þau legðu upp laupana og störfin hyrfu. Fé- lagsleg útgjöld hins opinbera æddu upp um leið og færri fyrirtæki og almennir greiðendur þyrftu að standa undir þeim. Þessar litlu þúfur Heimsstyrjöldin fyrri er sögð hafa þann upphafs- punkt að stjórnleysingi myrti ríkisarfa í Austurríki. Þótt morðið hafi sjálfsagt skipt máli, kom margt annað til. Nú eru hafin verkföll í landinu og margt bendir til að þetta verði ekki þau síðustu. Það er ekki fagn- aðarefni. En þessa óheillaþróun, sem virðist hafin, má með vissum hætti rekja til klaufagangs síðustu ríkisstjórnar og hversu illa og af hve miklum óheil- indum var unnið úr honum. Einn af mörgum heilbrigðisráðherrum þeirrar rík- isstjórnar tók þá óvæntu ákvörðun að hækka laun forstjóra Landspítalans úr almennu samhengi. Óum- deilt var að forstjórinn var prýðilega hæfur og verð- skuldaði myndarlega launahækkun, eins og margir fleiri á spítalanum og víðar. En þessi hækkun kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum og afsakanir ráðherrans gátu ekki verið klaufalegri. Það byrjaði að krauma og svo sjóða á fjölmennum, viðkvæmum vinnustað. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, sem virðist hafa einsett sér frá byrjun að koma aldrei hreint fram nema hún neyddist til þess, tilkynnti að hún hefði ákveðið að hækka „kvenna- stéttir“ sérstaklega. Það hefði ekkert með frumhlaup heilbrigðisráðherrans að gera. Ákvörðunin væri hluti af jafnréttisboðskap norrænnar velferðarstjórnar. Það sáu allir í gegnum þetta. Og fræjum óánægju og ósáttar var sáð. Líklegt er að læknasamningarnir á dögunum eigi rót í fyrrgreindum mistökum. Skýringin á afturvirkni þeirra samninga hlýtur að tengjast því. Samningarnir, sem gerðir voru haustið 1977 við opinbera starfsmenn, eru alþekkt víti til varnaðar. Allt þjóðfélagið var sett í uppnám svo ár- um skipti. Sex árum síðar endaði það í verðbólgu- brennu. Heil 80% á einu ári. Ógleymanleg átök Óhjákvæmilegt var að stíga fast á bremsuna og það leiddi til uppþota, deilna og maraþonverkfalls árið 1984. Enginn kom fjárhagslega bættari frá þeim verk- föllum, en margir sárir. Þáverandi blaðamenn, Baldur Kristjánsson og Jón Guðni Kristjánsson, skrifuðu bók um átökin og kom hún út strax um haustið. Það skín í gegn að bókin dregur taum þeirra sem blésu til verkfalla og stóðu í baráttunni. En það skaðar bókina ekki, því höfundar eru ekki að látast vera hlutlausir skrásetjendur atburðanna. Þeir segjast sjálfir hafa þurft að hafa sig alla við til að ná að koma bókinni út fyrir jól, svo tryggt yrði að sala hennar stæði undir kostnaði. Það skýrir vænt- anlega að allt mat skortir á því, hvort verkfallið sem slíkt skilaði einhverju. Vonbrigðin mikil Ljóst er að meginmarkmið verkfallsins, verðtryggð kjör, náðist ekki fram. Í byrjun var mikil samstaða meðal opinberra starfsmanna og verkfallið virtist njóta stuðnings fé- laganna á almennum markaði. En sá stuðningur var aðallega í orði og skildi fljótt á milli. Opinberir starfsmenn vildu kauphækkun og hún skyldi verð- tryggð, í anda áranna þegar verðbólgan var mæld á milli 60 og 80%. Á almenna markaðnum vildu menn ekkert hafa með þessa kröfu að gera. Þeir þar vildu hins vegar fara skattalækkunarleið. Þegar verkfallið var farið að bíta þá fast, sem verið höfðu í verkfalli á annan mánuð, þá vildu ábyrgari aðilar fara að semja. En hinir róttækari voru ekki á því. Þeir trúðu því að ríkisvaldið væri við það að brotna.Þegar svona var komið fóru viðræður á milli aðila ekki lengur fram á beinum samningafundum. Í fyrrnefndri bók segir á bls. 96: „Fólk var orðið mjög óhresst með að frétta ekkert af gangi mála. Fá- mennir fundir höfðu verið á neðri hæðinni allan dag- inn, en hinn almenni samninganefndarmaður vissi ekkert hvað var að gerast, en var með óvæntum hætti leiddur í allan sannleika um það. Korter yfir fjögur um nóttina barst NT nýkomið úr pressunni upp í Karphús. Og hvílík sprenging. Þar gat að líta í smáatriðum þann samning er síðar varð. Reiðialda fór um samninganefnd BSRB. Hvað er að gerast? Af hverju vitum við ekki neitt? Það var niðurlægjandi fyrir fulltrúa í samninganefndinni að lesa um það í dagblaði hvað þeirra menn voru að semja um.“ Ekki þarf að fjölyrða um að þessi miklu átök voru ekki holl fyrir félagslega samstöðu í BSRB. En höf- undar fyrrnefndrar bókar velta því einnig fyrir sér, hvers vegna þetta verkfall dróst svo á langinn. Þeir töldu sig finna skýringuna í eftirfarandi um- mælum Steingríms Hermannssonar, þáverandi for- sætisráðherra: „Þegar svo loksins komst skriður á viðræður um skattalækkunarleiðina voru menn komnir í eindaga með BSRB og verkfallið farið að valda óþolandi vandræðum. VSÍ og ASÍ menn sátu af sér tækifærin, jafnvel þótt ríkisstjórnin drægi BSRB samningana á langinn einmitt í þeirra þágu og í þágu skynsamlegrar niðurstöðu.“ Endurtekið efni? Þessar tilvitnanir og annar fróðleikur bókarinnar er gagnleg upprifjun, eins og nú virðist viðra á vinnu- markaði. En ályktanir, sem draga má af þeim lestri, um eitrað andrúmsloft í þjóðfélaginu á verkfalls- tímum, eru flestar fremur dapurlegar. Kjarasamn- ingar árið 1977, í krafti verkfalla, leiddu til efnahags- legs öngþveitis um margra ára skeið. Sorglegasta afleiðingin var, hvernig harðsótt sparifé eldri kyn- slóðar landsins á þeim tíma ást upp á örfáum árum. Verkfallið 1984 skilaði verkfallsmönnum ekki fjár- hagslegum árangri, en illt var lengi á milli manna og tortryggni vegna þess. Sumir minnast þess þó helst fyrir það, að í kjölfar þess tókst loks að stíga stór skref í frjálsræðisátt á ljósvakamarkaði. Það var svo sem ekki svo lítil breyting. Morgunblaðið/RAX * Allir vita að samningaviðræðurum kaup og kjör verða að takalangan tíma og margir árangurs- lausir fundir þurfa að fara fram. Annars verður þetta aldrei sannfær- andi. Um það er enginn ágreiningur við borðið, sem er þó sérhannað fyrir deilur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.