Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 57
12.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Hvert liggur leiðin? er heiti sýningar Katrínar Matt- híasdóttur sem verður opnuð í Gerðubergi í dag, laugardag, klukkan 14. Inntak sýning- arinnar er ásjóna barnsins í við- sjárverðum heimi. 2 Hin alþjóðlega myndlist- arhátíð Sequences VII stendur yfir þessa dagana á ellefu opinberum sýningar- stöðum, flestum í Reykjavík en einnig í Skaftfelli á Seyðisfirði. Lögð er áhersla á tímatengda myndlist og er ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér áhugaverð verkin sem sýnd eru. 4 Hljómsveitin Ojba Rasta heldur vorblót á veitinga- staðnum Húrra í miðborginni á laugardagskvöld, kl. 21. Góðir gestir úr öðrum sveitum stíga á svið, hljómsveitin Geimfarar hitar upp og Hilmar Örn Hilmarsson alls- herjargoði heldur tölu. 5 Þórey Eyþórs opnar í dag, laugardag, klukkan 15 í Gall- eríi Vest, Hagamel 67, sýn- inguna „Nytjalist í vefnaði“. Sýningin samanstendur af allflestum vefnaðaráferðum í flatvefnaði, sem tengjast nytjalist. Þórey lauk námi frá Handíða- og myndlistarskóla Íslands 1965 og fagnar 50 ára afmæli sem vefnaðarkennari með sýningunni. 3 Hin athyglisverða stutt- og heimildamyndahátíð Shorts & Docs hófst í Bíó Paradís í vikunni. Sýndar eru margar áhugaverðar kvikmyndir af ólíku tagi og ættu allir áhugamenn um miðilinn að finna þar eitthvað forvitnilegt. MÆLT MEÐ 1 an lá leiðin til Oxford og myndlistarnemarnir á þriðja ári, sem við á fyrsta árinu litum upp til, voru þá að gera gríðarstór málverk, sem þeir gátu örugglega ekki tekið úr vinnustof- unum! En útskriftarsýningin mín þar sam- anstóð af 36 agnarsmáum málverkum á við- arplötur í innsetningu sem ég gerði, sem var einskonar skopstæling á afar kvenlegu boudoir. Allnokkru síðan fór ég í Goldsmiths og fór að vinna að hljóðinnsetningum og gekk vel með þær. Dæmi um það er hér,“ segir hún, gengur að einum veggnum þar sem hangir svört handtaska, stingur hendinni niður í hana og kveikir á segulbandstæki með dæg- urlagi frá þeim tíma. „Mér fannst áhugavert að vinna með tónlist frá þeim tíma þegar við vorum að vaxa úr grasi, tónlist sem var hluti af sjálfsmynd okkar. Ég gerði þessar töskur, með segulböndum í, og sýndi þær í eins kon- ar stillönsum með diskóljósum.“ Hún slekkur á laginu sem hefur glumið í vinnustofunni. „Ég var líka að gera húsgögn sem virkuðu ekki, þess háttar verk, en byrj- aði loks að mála að nýju. Ég var þá í fullri vinnu við kennslu og vann að verkunum mín- um á kvöldin, af miklu kappi, og það endaði með því að ég ofkeyrði mig. Féll bara niður og nágranni minn hringdi á sjúkrabíl. Þegar verið var að aka mér á sjúkrahúsið, og búið að setja súrefnisgrímu yfir vit mér, þá heyrði ég sjúkraflutningamennina segja: Þetta er listnemi og hún hefur tekið inn of mikið af eiturlyfjum! Ég reyndi að taka af mér grímuna og útskýra fyrir þeim að ég hefði verið að kenna allan daginn.“ Louise hlær. „En þarna ákvað ég að hvíla mig á kröfum og hefðum olíumálverksins og færði mig yfir í vatnslitinn. Mér fannst olíumálverkið vera staðnað og ég að auki leggja alltof mikla áherslu á ferl- ið. Það var ekki áhugavert fyrir mig lengur. Of mikil saga. Ég gekk inn í myndlistar- verslun, sá þennan stóra vatnslitapappír, rúllaði nokkrum örkum upp, fór með þær í vinnustofuna og sá að með þessu gæti mál- verk orðið lifandi fyrir mér að nýju.“ Finnur andlit í tímaritum Samhliða því að vinna að þessum stóru vatnslitaverkum á síðustu árum hefur Louise unnið að klippiverkum, sem hún hefur aðeins sýnt í London, og áhugaverðum filtverkum sem sum eru viðbrögð við íslenskri náttúru. Hún segist hafa sýnt talsvert af þeim og það séu tímafrek verk. „Vatnslitamyndirnar eru hins vegar ekki tímafrekar en byggjast á galdri augnabliks- ins,“ segir hún. Byggir hún myndirnar á ákveðnum andlitum, á fyrirmyndum? „Mér hefur ekki tekist að flýja ritúal sköp- unarferlisins. Ég vildi losna undan ferli olíu- málverksins en nú er ferlið þannig að ég sit hér á vinnustofunni um tíma og kem mér í réttu stemninguma – í London las ég alltaf sögu um Sherlock Holmes í svona hálftíma áður en ég byrjaði að mála. En nú þarf ég að vinna hraðar og fletti gegnum Vogue- tímarit.“ Hún brosir. Þaðan koma andlitin. „Já, ég finn andlit í tímaritunum. Þau eru aldrei eins, þótt þau séu það í grunninn, þetta eru ákveðnar ímyndir og þegar ég skapa málverkin koma stemningin í þeim og tilfinningarnar til mín. Ég er spennt að sjá hvað ég kemst langt með þessa svipi og tján- inguna sem birtist í þeim. Pappírsarkirnar liggja á gólfinu og ég nota þessa stóru pensla sem þú sérð hér – þótt það hljómi eflaust furðulega þá eru bestu penslarnir í þetta grillpenslar. Ég hef keypt marga dýra pensla í myndlistarverslunum en grillpenslarnir standa fyrir sínu. Ég er með stóra vatnsdalla hjá mér og það er í raun heilmikill performans þegar ég geri þessar myndir. En enginn hefur fengið að sjá mig mála þær. Ég myndi aldrei koma með síma hingað inn og það má ekki trufla mig þegar ég vinn að þessum myndum, þá eru þær ónýtar. Þetta eru því sjálfselskt ferli en mik- ilvægt fyrir mig.“ Louise segir að sum verk máli hún hratt, önnur taka lengri tíma en ólíkt olíuverkum, sem hægt er að byggja upp á löngum tíma, eru vatnslitir list augnabliksins. „Ég horfi á andlitin í tímaritunum en er alls ekki að reyna að skapa portrett. Ég hef ekki áhuga á því. Ég er að horfa á draumsýn eða tjáningu.“ En hvers vegna bara konur? Í leikskólanum var ég að sýna börnunum verk eftir Louisu Matthíasdóttur og þau voru að gera verk í hennar anda og þau sáu að hún málar oft myndir af konum. Stelp- unum fannst það eðlilegt því hún væri kona! Þær sögðust líka vilja gera myndir af öðrum stelpum. Þannig er það, við viljum mála það sem við þekkjum. Ég hef aldrei málað mynd- ir af mönnum,“ segir hún og hlær. „Þetta eru ákveðnar ímyndir og þegar ég skapa málverkin koma stemningin í þeim og tilfinningarnar til mín. Ég er spennt að sjá hvað ég kemst langt með þessa svipi og tjáninguna sem birtist í þeim,“ segir Louise Harris um stór vatnslitaverkin. Morgunblaðið/Einar Falur * „Fyrsta kennslustarfiðmitt á Englandi varmeð börnum sem höfðu alist upp við mikinn skort og ég gat strax séð hvað ég gat haft mikil og jákvæð áhrif í kennslunni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.