Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 Bækur Þ ótt breski rithöfundurinn David Nicholls hafi notið velgengni með verk sína heimafyrir sló hann í gegn um heim allan með þriðju bók sinni, One Day, sem seldist metsölu um allan heim, ekki síst eftir að gerð var eftir henni vinsæl kvikmynd sam- nefnd. Það vakti svo aftur athygli á Nicholls þegar óútkomin bók hans, Us, var tilnefnd til bresku Booker-verðlaunanna, sem eru helstu bókmenntaverðlaun Bretlands, enda þykir það saga til næsta bæjar þegar metsöluhöf- undur kemst á lista með mörgum af helstu rithöfundum enskrar tungu. One Day kom út á ís- lensku undir heitinu Einn dagur á sínum tíma og fyrir stuttu gaf bókaútgáfan Bjartur Us út og kallast Við í íslenskri þýðingu. Í viðtali við David Nicholls fyrir stuttu nefndi ég við hann að ég hefði orðið hissa þegar ég sá að Við hafði verið tilnefnd til Booker-verð- launanna, þótt ég sé á því eftir lestur bók- arinnar að hún hafi vissulega átt heima á langlistanum. Hann svarar því svo að vissulega hafi það komið honum á óvart og ekki bara honum. „Almennt lítur fólk svo á að sé maður að skrifa skemmtilegar bæk- ur, bækur sem fjalla aðallega um samskipti fólks, ást, hjónaband, fjölskyldu, þá sé maður ekki að skrifa nógu alvarlegar bækur. Ég er ekkert reiður vegna þessa eða beiskur – það er erfitt að skrifa ástarsögu, til að mynda, án þess að verða væminn og það er erfitt að skrifa um hversdagslíf án þess að verða hversdagslegur – en ég varð hissa og himin- lifandi í senn. Það er mikill heiður að komast í þennan félagsskap og ég var einmitt að reyna að skrifa bók sem væri öðruvísi og betri en ég hafði áður gert. Ég er mjög stolt- ur af Okkur og það er mér mikils virði að hafa komist á listann þótt hann hafi vissulega verið mjög langur.“ Harmræn hetja Aðalpersóna bókarinnar Við er Douglas Pet- ersen, harmræn hetja sem á mjög erfitt með mannleg samskipti og þá sérstaklega við fólkið sem hann elskar eftir að hann áttar sig á því að það elskar hann ekki. Nicholls segir aðalvanda Petersens ótta hans við að vera einn, enda elski hann konu sína, þótt hjóna- bandið hafi eiginlega leyst upp í leiðindi og leti, og son sinn, en sú ást birtist ekki sem stuðningur, hvatning og kærleikur, heldur sem stjórnlyndi, kvíði og gremja. „Þegar hann stendur síðan frammi fyrir því að missa þau bæði sama sumarið ákveður hann að kippa öllu í liðinn og bókin spyr: Er það um seinan? Getur maður breytt sjálfum sér í grundvallaratriðum?“ – Bókin er fyndin og í raun skemmtilesn- ing, þó með dapurlegu ívafi. Lagðir þú upp með gamansögu, eða gripu persónurnar til eigin ráða? „Ég ætlaði að hafa bókina eins fyndna og mér væri frekast unnt og líka mjög dapur- lega, því þetta tvennt fer oft einkar vel sam- an að mínu mati. Örvænting er þrungin kímni þegar við stöndum frammi fyrir því að hlutir fara ekki eins og við ætluðum. Douglas er líka þannig persóna að hann gerir gys að sjálfum sér, er meðvitaður um galla sína, og það og löngun hans til að breyta rétt er það sem gerir hann að við- kunnanlegri sögupersónu. Svo vildi líka þannig til á meðan ég var að skrifa bókina að faðir minn lést og ég held að eitthvað af þeirri sorg og eftirsjá sem ég upplifði hafi skilað sér í söguna.“ Upphaf, ekki endir Þeir sem lásu Einn dag eða sáu kvikmyndina muna eflaust eftir áhrifamiklu atviki undir lok hennar sem er eitt af lykilatriðum bókar og myndar. Það varð meira að segja til þess að fólk greip andann á lofti í kvikmynda- húsum, en er fyrir vikið líka nánast það eina sem margir muna eftir sem ég hef rætt við um bókina og myndina. Ég rek þetta fyrir Nicholls, en bendi honum á að fyrir mér séu Einn dagur og Við áþekkar að því leyti að þær eru ekki bækur um endalok heldur bæk- ur um nýtt upphaf. Hann lýsir ánægju sinni með þessa hraðsoðnu greiningu þótt hann segist ekki vilja gefa of mikið upp um Okkur, „en svo vill til að ég er ekki mjög klár í að skrifa hamingjurík sögulok, en að því sögðu þá skrifa ég ekki sorgleg sögulok að mínu viti. Ég reyni að haga málum svo að lesand- anum finnist sem það sé eitthvert framhald, að lífið haldi áfram …“ Júpíter springur David Nicholl hóf rithöfundarferil sinn sem handritshöfundur og segir að það hafi eðli- lega haft ákveðin áhrif á sig þegar hann tók að skrifa skáldsögur. Það sé miklu flóknara að skrifa handrit fyrir sjónvarpsþátt en að skrifa skáldsögu og kalli á mun meiri skipu- lagningu og mun meiri nákvæmni í vinnu- brögðum og þegar unnið er upp úr skáld- verki, eins og hann hefur oft gert, þá kalli það á niðurskurð á textanum án þess þó að glata einkennum sögunnar. „Það gefur miklu meira frelsi að skrifa skáldsögu enda get ég skrifað „flaug geim- veranna springur og sprengir Júpíter“ og það er bara svört tákn á blaði – enginn spyr hvort það sé nauðsynlegt að sprengja Júpít- er. Í skáldsögu hefur maður líka beinan að- gang að tilfinningum og hugsunum. Í hand- riti er setningin „hún fann til sorgar sem lituð var eftirsjá og vonarneista“ gagnslaus – maður þarf að finna leið til að sýna þessar tilfinningar.“ Sinn eigin tannlæknir Í ljósi þess að Nicholls skrifaði sjálfur hand- ritið að kvikmyndinni Einn dagur kviknar sú spurning hvort það hafi ekki reynst honum erfitt að skera svo niður í bókinni að hentaði fyrir kvikmynd og hann jánkar því, það hafi verið afskaplega snúið. „Hver mínúta í kvik- mynd er dýr og þar sem maður greiðir ekki kostnaðinn sjálfur þarf handritshöfundur að hlusta á aðra sem er fínt en líka svekkjandi. Það tók miklu lengri tíma að skrifa þau um það bil þrjátíu uppköst að handritinu en það tók að skrifa bókina sjálfa. Þar við bæt- ist að rithöfundar hafa ekki þá hlutlægni og þá fjarlægð sem þarf til að geta skorið mis- kunnarlaust niður. Þetta er í raun áþekkt því og að reyna að vera sinn eigin tannlæknir; maður sér ekki almennilega hvað maður er að gera og reynir um leið að forðast sársauk- ann. Vissulega eru á því undantekningar, en almennt er rétt, að mínu mati, að rétta öðr- um skáldsöguna og halda sér til hlés.“ Fullorðinslegri og betur skrifuð en jafnhjartnæm Þegar hér er komið í spjallinu átta ég mig á því að fullmikill tími hefur farið í Einn dag, þegar spjallið átti að snúast um Okkur. Þeg- ar ég er búinn að biða Nicholls afsökunar á því að pína hann til að svara svo mörgum spurningum um Einn dag spyr ég hann hvort það hafi ekki verið erfitt að þurfa sí- fellt að vera að hugsa um Einn dag í fjögur eða fimm ár samfleytt – að skrifa bókina og tala um hana í viðtölum þegar hún kom út og síðan skrifa handrit að kvikmyndinni og tala um hana í viðtölum eftir að hún kom út. „Það tók vissulega á og var einkar erfitt að byrja á nýrri bók. Á endanum strækaði ég á að tala meira um Einn dag, hreinsaði öll eintök út af skrifstofu minni og settist við nýja bók. Næsta árið fór síðan í að skrifa bók sem ég gafst upp á vegna þess að alltaf þegar ég las hana yfir heyrði ég raddir sem sögðu „hún er ekki eins góð og Einn dagur“. Mig langaði nefnilega ekki að skrifa daufa eftirhermu af Dexter og Em [söguhetjunum í Einum degi], mig langaði til að skrifa eitt- hvað allt annað án þess þó að fæla frá les- endur. Svo langaði mig til að skrifa betri bók, enda er lítið vit í að skrifa ef manni finnst maður ekki vera að bæta sig. Þetta tók því allt sinn tíma. Ég er sáttur við það að ég verði alltaf þekktur fyrir það að hafa skrifað Einn dag, það er hið besta mál, en ég er mjög stoltur af nýju bókinni minni. Mér finnst hún full- orðinslegri og betur skrifuð en jafn- hjartnæm. Mér þætti það frábært ef ég yrði framvegis þekktur fyrir það að vera höf- undur Eins dags og Okkar.“ VIÐ EFTIR DAVID NICHOLLS Örvænting er þrungin kímni Breski metsöluhöfundurinn David Nicholls segist hafa einsett sér að hafa hafa nýja skáldsögu sína eins fyndna og sér væri frekast unnt og líka mjög dapurlega, enda fari þetta tvennt einkar vel saman. EPA BRESKI RITHÖFUNDURINN DAVID NICHOLLS ER HEIMSÞEKKTUR METSÖLUHÖFUNDUR OG ÞÓTTI ÞVÍ FRÉTTNÆMT ÞEGAR NÝ BÓK HANS, VIÐ, VAR TILNEFND TIL BOOKER-VERÐLAUNANNA BRESKU. HANN SEGIR AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ SÉR MIKILS VIRÐI AÐ KOMAST Á TILNEFNINGALISTANN ÞÓTT HANN HAFI VISSULEGA VERIÐ MJÖG LANGUR. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Ég er ekki mjög klár í að skrifa hamingjurík sögulok, en að því sögðu þá skrifa ég ekki sorgleg sögulok að mínu viti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.