Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 59
12.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Urður bókafélag og Hið ís- lenska fræðafélag í Kaup- mannahöfn hafa gefið út ævi- sögu Boga Th. Melsteð eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Bogi var í hópi þeirra sem fremstir fóru í sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga á tímabilinu frá því um 1890 og til 1918. Hann bjó lengst af í Kaupmannahöfn, var mikilvirkur fræðimaður og skrifaði mörg rit um sögu Ís- lendinga. Bogi tók einnig virkan þátt í íslenskum stjórnmálum og sat um skeið á Alþingi. Bogi beitti sér einnig mikið í atvinnu- og menntamálum Ís- lendinga og árið 1912 hafði hann forystu um stofnun Hins íslenska fræðafélags í Kaup- mannahöfn sem enn starfar. Ævisaga Boga Th. Melsteð Mjög ræða menn vestan hafs og austan hvort ekki sé tími til kominn að gefa ævintýrabókum og vísindaskáldskap meiri gaum, en hingað til hafa slíkar bækur verið taldar hálfgerðar jað- arbókmenntir. Í kjölfar sjónvarpsþáttanna Game of Thrones, sem byggjast á ævintýra- bókum George R.R. Martin, hefur þó meira borið á ævintýrabókum víða, til að mynda í Bretlandi. Einn helsti vísindaskáldsagnasmiður Breta var Arthur C. Clarke og ein helstu verðlaun bresk á sviði ævintýrabóka eru einmitt Arthur C. Clarke-verðlaunin sem veitt hafa verið ár- lega frá 1987, en Clarke lagði fram fé til þess að koma verðlaununum á koppinn á sínum tíma. Stuttlisti vegna verðlaunanna var kynnt- ur á dögunum og á honum eru eftirfarandi sex bækur: The Girl With All The Gifts eftir M.R. Carey, en íslenskrar útgáfu hennar er getið hér á síðunni, The Book Of Strange New Things eftir Michel Faber, Europe In Autumn ARTHUR C. CLARKE-VERÐLAUN Í AÐSIGI eftir Dave Hutchinson, Memory Of Water eftir Emmi Itäranta, The First Fifteen Lives Of Harry August eftir Claire North og Station Eleven eftir Emily St John Mandel. Ekkert þeirra hefur verið tilnefnt áður. Verðlaunin verða afhent 6. maí næstkomandi. Tilnefningar voru birtar í síðustu viku til bókmenntaverðlauna Independent sem helguð eru bókum víða að úr heiminum, enda heita verðlaunin Al- þjóðleg skáldsagnaverðlaun. Verð- launin snúa að bókum sem gefnar eru út á ensku á viðkomandi ári, þó þær séu ekki glænýjar. Þannig er á listan- um sem birtur var í síðustu viku skáldsaga kólumbíska rithöfundarins Tomás González, sem kom út í heimalandi höfundar 1983 og heitir In the Beginning Was the Sea. Aðrar bækur á tilnefningalistanum eru The End of Days eftir þýska rithöfundinn Jenny Erpenbeck, F eftir þýska rithöfundinn Daniel Kehlmann, By Night the Mountain Burns eftir Juan Tomás Ávila Laurel frá Miðbaugs-Gíneu, While the Gods Were Sleeping eftir hollenska rithöfundinn Erwin Mortier og Colorless Tsukuru Tazaki and His Years of Pilgrimage eftir japanska rithöf- undinn Haruki Murakami, sem Bjartur gaf út á íslensku á síðasta ári undir heitinu Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans. Þess má geta að Sjón var tilnefndur til verðlaunanna 2009 fyrir Skugga-Baldur og fyrir Rökkurbýsnir 2012. VERÐLAUNATÍÐ Haruki Murakami var tilnefndur í þriðja sinn. Stúlkan með náðargjafirnar eftir M.R. Carey hefst þar sem Mel- anie bíður í klefanum sínum eftir að komast í tíma. Hún valdi nafnið ekki sjálf, en veit að það er dregið af grísku orði og þýðir „svarta stúlkan“ en húð hennar er eins og á prinsessu í ævintýri – hvít eins og mjöll. Sjálf er hún mjög hrifin af nafninu Pandóra en nöfnum barnanna í klefunum er úthlutað af löngum lista – nýju börnin fá efsta nafnið á strákalistanum eða efsta nafnið á stelpulistanum og þannig er nú það. Af ofangreindu má ráða að Melanie er engin venjuleg stúlka, enda voru guðirnir örlátir dag- inn sem henni var úthlutað náð- argjöfunum. Björt gefur bókina út, en þýð- andi er Magnea J. Matthíasdóttir. Melanie: Stúlkan með náðargjafirnar M.R. Carey Ljósmynd/Luigi Novi Uppvakningar og sænskir lög- regluforingjar FJÖLBREYTT SPENNA SVÍAR HAFA SANNAÐ AÐ ÞEIR KUNNA AÐ BÚA TIL EÐALPOPP OG LÍKA AÐ ÞEIR KUNNA AÐ BÚA TIL GLÆPASÖGUR - REYFARA UM HROTTA- LEG MORÐ, KALDRIFJAÐA GLÆPAMENN OG ÞUNGLYNDA LÖGREGLUFORINGJA. SVO KUNNA AÐRAR ÞJÓÐIR AÐ SKRIFA UM UPPVAKNINGA EINS OG SJÁ MÁ Á ÚTGÁFU VIKUNNAR. Sænski reyfarahöfundurinnn Johan Theorin sló í gegn með sinni fyrstu bók, sem var kvikmynduð og gefin út í tugum landa, meðal annars hér landi þar sem hún fékk heitið Hvarf- ið. Hvarfið gerist á eynni Öland í Eystrasalti, skammt undan strönd Svíþjóðar, og næstu bækur Theorins hafa gerst á sömu slóðum, nú síðast Haugbúi, sem Ugla gaf út í vikunni í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Ný Ölandsbók Johans Theorins Sænska rithöfundinn Mons Kallentoft þekkja margir enda hafa þrjár bækur hans komið út á íslensku. Í liðinni viku bættist við fjórða bókin, Zack, sem hann skrifar með Markus Lutteman. Í fyrri bókum Kallentofts hefur lögreglufor- inginn Malin Fors verið í aðalhlutverki, en að þessu sinni er það Zack, ungur rannsóknar- lögreglumaður sem er ekki vandur að með- ulum. Honum er falið að rannsaka morð á fjórum asískum konum í Stokkhólmi, en sú fimmta finnst limlest fyrir utan sjúkrahús í borginni og virðist hafa orðið fyrir árás ein- hvers konar villidýrs. Zack er fyrsta bókin í Herkúlesarröðinni. Fyrsta bókin í Herkúlesarröðinni BÓKSALA 01.-07. APRÍL Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Viðrini veit ég mig veraÓttar Guðmundsson 2 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 3 KrabbaveislanHlynur Níels Grímsson 4 SyndlausViveca Sten 5 Vertu ÚlfurHéðinn Unnsteinsson 6 Eiturbyrlarinn ljúfiArto Passilinna 7 HaugbúiJohan Theorin 8 Britt - Marie var hérFredrik Backman 9 Iceland In a BagÝmsir höfundar 10 AfturganganJo Nesbø Íslenskur kiljur 1 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 2 KrabbaveislanHlynur Níels Grímsson 3 SyndlausViveca Sten 4 Eiturbyrlarinn ljúfiArto Passilinna 5 HaugbúiJohan Theorin 6 Britt - Marie var hérFredrik Backman 7 AfturganganJo Nesbø 8 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 9 FlekklausSólveig Pálsdóttir 10 Mamma,pabbi,barnCarin Gerhardsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.