Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 4
* Árið 2006 voru tveir metanvagnar teknir í notkun hjáStrætó. Til stóð að fjölga þeim í allt að 44 vagna. Árið 2015 eru enn bara tveir metanvagnar hjá Strætó.ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Beygt af metanleiðinni Aðeins tveir af 95 stræt-isvögnum í eigu Strætó bs.eru knúnir metani sem framleitt er úr hauggasi á urðunar- stað SORPU í Álfsnesi. Til stóð að fjölga þeim en nú er talið hagkvæm- ast að keyra á dísilolíu þar til raf- magnsvagnar verða orðnir að raun- hæfum kosti. Reynslan af metanvögnunum hefur einfaldlega ekki verið nægilega góð til þess að réttlæta frekari kaup á fleiri vögn- um knúðum metani auk þess sem aðgengi að eldsneytinu er ekki nægjanlegt fyrir Strætó bs. Metanvagnar áttu að vera orðnir allt að 44 árið 2012 Metanvagnarnir tveir voru keyptir til Strætó bs. árið 2006 og þáver- andi borgarstjóri dældi metani á strætó í fyrsta sinn á Íslandi. Á þessum tíma stóð til að vagnarnir tveir, knúnir hinu vistvæna öku- tækjaeldsneyti, yrðu aðeins upphaf- ið að frekari metanvæðingu strætó- flotans. Reykjavíkurborg á hlut í bæði SORPU og Strætó og rætt var um að metanið gæti einmitt hentað vel til notkunar fyrir ökutæki þess- ara fyrirtækja, auk þess sem til stóð að bílafloti borgarinnar yrði met- anknúinn. Engin áform eru nú um að fjölga strætisvögnum sem knúnir eru af metani heldur eru langflestir vagnar Strætó knúnir dísilolíu sem er blönduð lífrænum efnum sem gera útblásturinn hreinni. Í viðtali við Morgunblaðið þann 28. febrúar 2008, tveimur árum eftir að fyrstu metanvagnarnir voru teknir í notkun, sagði Reynir Jóns- son, þáverandi framkvæmdastjóri Strætó bs., að stefnan væri að fjölga metanvögnum enn frekar og að árið 2012 gætu metanvagnar Strætó ver- ið orðnir að minnsta kosti 28 og jafnvel allt að 44 talsins. Þetta hefur ekki gengið eftir og metanfloti Strætó bs. er enn aðeins þessir tveir vagnar. „Eins og staðan er í dag hefur verið beygt af þessari leið og við er- um ekkert að tala um að fjölga met- anvögnum. Það hefur orðið mikil þróun í dísilvélum með tilliti til staðla um mengunarvarnir. Á síð- asta ári voru keyptir 20 dísilvagnar sem uppfylla svokallaðan Euro 6 staðal um umhverfisvænleika. Við blöndum dísilolíuna með svokallaðri vetnismeðhöndlaðri lífrænni dísil- olíu. Samkvæmt reglum Evrópu- sambandsins er skylda að hafa 7,5% blöndu en við erum með 15% af líf- rænni dísilolíu hjá Strætó og göng- um því lengra í að minnka útblástur en reglugerðin segir til um,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó. Hann segir reynsluna af metan- vögnum ekki nógu góða. „Þessir bílar gengu einfaldlega ekki nógu vel, það voru ýmsar truflanir vegna þess að hreinleiki metansins hér á landi er ekki nægilega mikill. Auk þess er bara einn birgir á Íslandi með metan og það nægir ekki til að uppfylla okkar öryggiskröfur.“ Jóhannes segir að til framtíðar sé frekar horft til þess að bæta raf- knúnum strætisvögnum í flotann en þeir séu þó enn of dýrir til að geta talist raunhæfur kostur. Metanleiðslu hefði þurft á Hestháls Ein af forsendum þess að Strætó færðist meira yfir á metan sem elds- neyti var sú að sérstök metanleiðsla yrði lögð upp á Hestháls, þar sem höfuðstöðvar Strætó eru. „Það lá alltaf fyrir að þessi lögn yrði að koma ef Strætó ætti að vera með fleiri en þessa tvo vagna á metani. Á sínum tíma var búið að hanna met- anlögn frá Álfsnesi upp á Hestháls og teikna áfyllingarstöð sem þar átti að rísa. Af þeirri fjárfestingu hefur hins vegar ekki orðið og setti hrunið meðal annars strik í reikninginn,“ segir Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri SORPU. Framleiðsla á metani er í fullum gangi hjá SORPU í Álfsnesi en að sögn Björns hefur aðeins dregið úr sölu. „Það er ekki endilega af því að metanbílum hafi fækkað heldur eru nýjustu tækin orðin sparneytnari.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sam- göngustofu eru alls 1.432 ökutæki skráð hér á landi sem knúin eru af metani. Ýmist eru ökutækin aðeins knúin metani eða svokallaðir tví- orkubílar sem gengið geta fyrir annaðhvort metani eða bensíni/dísil. Allir sorpbílar á metani Þótt áform um metanvæðingu al- menningssamgangna hafi ekki geng- ið eftir er stærstur hluti þeirra bíla sem Reykjavíkurborg á og rekur metanbílar eða tvíorkubílar, alls 97 ökutæki af 119. Sex af bílum borg- arinnar eru rafbílar. Allir sorpbílar ganga eingöngu fyrir metani. Met- anframleiðandinn SORPA á og rek- ur 16 ökutæki og af þeim eru 15 metan-tvíorkubílar og einn dísilbíll. 2 strætisvagnar 2 sorpbílar 2 borgarstjórar Snemma árs 2006 dældi borg- arstjórinn Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir metanskammti af rögg- semi á glænýjan metanstrætó, annan tveggja sem þá voru keyptir til Strætó bs. Í október sama ár bar borgarstjórinn Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson sig fagmannlega þegar hann aðstoðaði við að koma sorp- tunnum á tvo nýja metanknúna sorpbíla sem þá voru nýkeyptir til Reykjavíkurborgar. Allur sorpbíla- flotinn, alls 10 bílar, er knúinn met- ani en metanvagnarnir hjá Strætó eru enn aðeins tveir og ekki útlit fyrir að þeim fjölgi í bráð. Morgunblaðið/Kristinn FYRIR NOKKRUM ÁRUM STÓÐ TIL AÐ METANVÆÐA STRÆTÓFLOTANN AÐ STÓRUM HLUTA EN ENGIN ÁFORM ERU UPPI UM SLÍKT NÚ. RAFVAGNAR ERU ENN OF DÝRIR OG HAGKVÆMAST ÞYKIR EINS OG STAÐAN ER AÐ NOTA DÍSILVAGNA OG BLANDA DÍSILINN MEÐ LÍFRÆNNI OLÍU. Morgunblaðið/ÞÖK Full búð af fallegum sumargjöfum fyrir flotta krakka á öllum aldri DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Gleðilegt sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.