Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Í ár minnumst við þess að eitt hundrað ár eruliðin frá því konur fengu kosningarétt ogkjörgengi til Alþingis. Við ættum að minnast þess líka að fátækt fólk fékk þá einnig atkvæð- isrétt – með skilyrðum þó. Vinnuhjú sem nú máttu kjósa áttu ekki að njóta þess réttar ef þau voru í skuld við sveitarfélagið! Þegar mannréttindasigrum er fagnað er jafn- framt hollt að minnast þeirra sem mannréttindi voru brotin á. Þegar litið er um öxl á lýðræð- isvegferðinni sjáum við brotalamir sem voru ekki alltaf augljósar í samtímanum. Við undrumst nú þröngsýnina og íhaldssemina sem hafði mann- réttindin af konum og eignalausu fólki fyrr á tíð. En getur verið að við þurfum að bíða enn í hundrað ár eftir því að Háskóli Íslands stígi út úr forneskjunni og láti af þeirri aðskiln- aðarstefnu sem hann ástundar gagnvart starfs- mönnum sínum? Í rektorskjörinu í Háskóla Íslands, sem nú er nýafstaðið, erum við minnt á þá mismunun sem starfsfólk í Háskóla Íslands býr við þegar kemur að ákvarðanatöku um yfirstjórn stofnunarinnar. Það starfsfólk sem ekki hefur háskólapróf upp á vasann hefur rýrari kosningarétt en það starfs- fólk sem hefur slíka gráðu – bara einhverja – í sínum fórum! Líklegt er að í framtíðinni verði fjallað um þetta í sögubókum og munu menn þá býsnast yfir þeirri þröngsýni og íhaldssemi sem enn hafi verið við lýði við Suðurgötuna í Reykja- vík á því herrans ári 2015. Sem betur fer líta menn nú menntun öðrum augum en áður var gert og hefur barnalegur hroki bóknámsfólks verið víkjandi. Öll skiljum við sífellt betur að lífsgæði okkar verða til vegna margvíslegrar þekkingar til hugar og handar og samfélaginu hefur lærst að meta mikilvægi margbreytileikans í færni einstaklinga og getu þeirra til starfa og þá einnig hvernig þessarar getu er aflað. Þar gildir engin stöðluð formúla. Þess vegna er undarlegt að sú menntastofnun þjóðarinnar sem mest tilkall gerir til virðingar skuli vera þetta aftarlega á mannkynssögumer- inni. Á fréttavef gat að líta eftirfarandi skilgrein- ingu á aðskilnaðarstefnunni við rektorskjörið: „Atkvæði háskólakennara og annarra starfs- manna sem hafa háskólapróf giltu sem 60% greiddra atkvæða. Atkvæði stúdenta giltu sem 30% greiddra atkvæða og atkvæði annarra at- kvæðisbærra aðila giltu sem 10% greiddra at- kvæða. Ég byrjaði að hreyfa þessu máli þegar ég kom fyrst sem stundakennari að HÍ öðrum hvorum megin við árið 1980. Síðan er liðinn aldarfjórð- ungur og tíu ár betur. Hve lengi skyldi enn þurfa að bíða? Tímaskekkjan í Háskóla Íslands * Þegar mannréttinda-sigrum er fagnað er jafn-framt hollt að minnast þeirra sem mannréttindi voru brotin á. Þegar litið er um öxl á lýð- ræðisvegferðinni sjáum við brotalamir sem voru ekki alltaf augljósar í samtímanum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Rithöfundurinn Halldór Arm- and Ásgeirsson tjáði sig um skoðanaskipti á samfélagsmiðl- unum og skrifaði á Twitter: „Twitter gegndarlaus echo cham- ber. Það er verðmætt að búa í samfélagi þar sem fráleitar skoð- anir þrífast og allir eru ekki alveg eins.“ Tónlistarmað- urinn Jón Jóns- son var hins veg- ar meira að spá í tungumálinu sjálfu og setti fram spurningu til kunningja sinna á Twitter: „Hví hefur „ég er að sjóða í þér“ aldrei náð festu í málinu líkt og „ég er að grilla í þér“ eða „ég er að steikja í þér“?“ Fjölmiðlakonan Sirrý Arn- ardóttir deildi upplifun sinni af bæjarrölti sínu á Facebook: „Við Kristján vorum á röltinu í bænum í gær og hittum franskan ferðamann og spjöll- uðum við hann yfir súpu. Hann var himinlifandi yfir lífinu hér. Ferðast einn um landið og heill- aðist alveg af Snæfellsnesi. ,,Það er svo endurnærandi að ganga einn og upplifa orkuna í nátt- úrunni. Og lífið hjá ykkur er svo einfalt og gott. Það er svo mann- eskjulegt,“ sagði Frakkinn. Glöggt er gestsaugað.“ Framkvæmda- stjórinn og nem- inn Diljá Ámundadóttir benti réttilega á þá döpru stað- reynd að fimmtudagurinn síðasti ber sjaldnast nafn með rentu: „Sú manneskja sem samdi „Sumardagurinn frysti“ - brand- arann ætti að koma ágætlega út- ur grín-stef greiðslum dagsins. Sem og aðra fyrstu sumardaga Íslands svo sem.“ Útvarpsmað- urinn Sólmund- ur Hólm fagnaði hins vegar sumr- inu að eigin sögn á Twitter svona: „Ég er að fara að taka strætó í Hveragerði til að detta í það með pabba. Gleðilegt sumar!“ AF NETINU Vettvangur Eitt stærsta dagblað Indlands, The Times of India, fjallar um líkindi milli nýs leiðtoga stjórnmálahreyf- ingarinnar AAP þar í landi og fyrr- verandi borgarstjóra Reykjavíkur, Jóns Gnarr. Bhagwant Mann situr á neðri deild indverska þingsins og tók óvænt við leiðtogahlutverki AAP eftir innbyrðis deilur í flokknum. Indverska Times greinir frá því að á Íslandi hafi grínisti að nafni Jón Gnarr átt svipaðan bakgrunn og indverski grínistinn og því gæti Bhagwant Mann vel átt möguleika á að auka fylgi flokksins. Bhagwant hefur farið í gegnum sín pólitísku framboð á gríni og glensi og þar í landi velta menn því fyrir sér hvort framboð hans sé jafnvel ein satíra. Hann sé hins veg- ar engan veginn fyrstur til að gera pólitíkina að skemmtun né sá fyrsti til að fara á hlátrinum í gegnum slíkt. Slíkt hafi Jón Gnarr og nokkrir aðrir leiðtogar einnig gert. Indverskur Jón Gnarr Indverska Times segir nýjan leiðtoga eins helsta stjórnmálaafls þar í landi minna á týpur eins og Jón Gnarr. Morgunblaðið/Þórður  GOnguferain IJiner a utivist. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.