Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 13
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 spurt um ferðina, fólki finnist hún forvitnileg þegar það rekst á upp- lýsingarnar á heimasíðu fyrirtæk- isins og búast megi við að margir fari um svæðið í sumar. Heimamenn sem komu að ein- hverju leyti að gerð þáttanna eru nú heiðursborgarar í sýndarbænum Fortitude! Þar á meðal eru veit- ingahjónin Jónas og Sandra. Skjal því til staðfestingar er undirritað af Hildi Odegaard bæjarstjóra. Með hlutverk hennar í þáttunum fór danska leikkonan Sofie Gråbøl. „Ég veit reyndar ekki hvort hún skrifaði sjálf undir skjalið!“ segir Jónas. Þeim hjónum var meira að segja boðið til Englands, af fyr- irtækinu sem gerði þættina, til að skoða kvikmyndaverið þar sem megnið af atriðum innandyra var tekið upp. Þar höfðu útveggir veit- ingahúsa þeirra verið reistir, vegna þess að ákveðin atriði fara fram í portinu á milli þeirra. Blessað flugið … Jónas segir jákvætt og skemmti- legt að þættirnir veki athygli og áhuga útlendinga á svæðinu. „Það sem okkur er þó efst í huga er blessað flugið; flugfélög sem flytja ferðamenn til landsins gætu sparað sér tíma með því að fljúga til Eg- ilsstaða frekar en Keflavíkur en á móti kemur að flugvélabensín hér er 20 til 30% dýrara en þar,“ segir Jónas og bætir við að enginn áhugi virðist á að breyta því. Fyrsta skrefið væri að minnsta kosti að vinna að því að lækka verð á flugi innanlands. „Hvernig á ég að fá mann, sem kemur frá London til Reykjavíkur, til að koma austur þegar hann þarf að borga meira fyrir flugið hingað til okkar en á milli landa. Þetta ástand gerir út af við okkur. Það eru skipaðar nefnd- ir og málin rædd – en ekkert ger- ist.“ Á vegum Eldvarnabandalagsins og Akraneskaupstaðar var á dögunum gert samkomulag um að efla eld- varnir á heimilum og í fyrirtækjum og stofnunum á Skaganum. Mark- miðið með þessu er meðal annars að þróa verkefni sem geta nýst öðrum við fræðslu og innleiðingu eigin eld- varnaeftirlits á vegum fyrirtækja og stofnana. Tekið verður upp eftirlit með eldvörnum í byggingum Akra- nesbæjar – og munu bæjarstarfs- menn hafa eftirlit þetta með hönd- um. Jafnframt verður fræðslu um eldvarnir beint að þeim sem búa í leiguhúsnæði, en rannsóknir sýna að þessi mál eru frekar í ólagi hjá leigjendum en hjá þeim sem búa í eigin húsum. „Sveitarfélög hafa samkvæmt lögum ríkar skyldur í eldvörnum með rekstri slökkviliðs og opinberu eldvarnaeftirliti,“ segir í tilkynn- ingu, haft eftir Regínu Ásvalds- dóttur bæjarstjóra. Hún segir að ef vel takist til geti þetta verkefni raunar skapað gott fordæmi fyrir aðra sem að þessum málum starfa. Á vegum Akraneskaupstaðar eru reknar nærri 20 stofnanir og starfs- menn eru nærri 600 talsins. sbs@mbl.is AKRANES Gengið frá samningum. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, fyrir miðju í fremri röðinni. Slökkva elda á Skaga Kóræfingar á mánudagskvöldum eru heil-agur tími í minni stundaskrá. Allt annaðvíkur. Þátttaka í starfinu veitir mér mikla ánægju og sjálfum finnst mér ég þarna gefa svolítið til baka til samfélagsins sem hefur fóstrað mig,“ segir Þórir Haraldsson á Selfossi. Á sumardaginn fyrsta var fyrsta samkoman í lotu fernra vortónleika Karlakórs Selfoss. Um þessar mundir er kórinn 50 ára og alveg frá stofndögum hafa verið tónleikar á fyrsta degi sumars. Hinir næstu verða í Selfosskirkju 28. apríl, í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík 30. apr- íl og þeir fjórðu á Flúðum 2. maí. Mikilvægt í menningarflóru Þórir sem er frá bænum Urriðafossi í Flóa seg- ir að á uppvaxtarárum hafi kann kynnst vel sterkri félagslegri hefð og samstaða fólksins um helstu mál hafi verið áberandi. „Hver byggð þarf nokkrar lykilstofnanir. Við þurfum að hafa góða skóla, lækni, prest, björg- unarsveit og svo framvegis. Og kórstarf er ekki síður mikilvæg í hina menningarlegu flóru. Fólk hefur raunar verið að gera sér enn betur grein fyrir því á undanförnum árum að þessar stoðir þurfa allar að vera sterkar svo samfélagið gangi upp,“ segir Þórir. Hann hefur lengi verið virkur í starfi ungmennafélagshreyfingarinnar og segir kórstarfið á margan hátt líkt því, það er að blanda sér í leikinn með góðum félögum sem skila sínu til nærsamfélagsins. Karlakórsfélagar á Selfossi, sem eru um 70 talsins, æfa undir stjórn Lofts Erlingssonar, að jafnaði einu sinni í viku en oftar eftir atvikum. Sú hefur til dæmis verið raunin að undanförnu, svo sem vegna hljómdisksins Elfur tímans sem var hljóðritaður í apríl og kom út fyrir nokkrum dögum. Á disknum eru lög úr ýmsum áttum, bæði sígild og krafmikil karlakórslög en annað í bland, svo sem Söknuður sem Vilhjálmur Vil- hjálmsson gerði frægt, Líttu sérhvert sólarlag eftir Braga Valdimar Skúlason úr Baggalút og Rósin, sem um margt er einkennislag Álftagerð- isbræðra. Ýmis fleiri lög mætti þá nefna. Elfur tímans og gleðin í starfinu „Gleðin fylgir þessu starfi. Enginn syngur nema hann sé í góðu skapi og upplifunin í sam- hljómnum er góð tilfinning,“ segir Þórir Har- aldsson sem gekk í raðir Karlakórs Selfoss árið 2002 og er því kominn með þrettán ár. Nokkrir karlar hafa verið í kórnum í áratugi og einn, Sigurdór Karlsson, frá upphafi. SELFOSS Upplifun í samhljómi er góð KARLAKÓRSFÉLAGAR TAKA NÚ SÍNA 50. LOTU VORTÓNLEIKA. GEISLA- DISKUR ÞEIRRA ER NÝKOMINN ÚT OG HANN ER FRAMLAG TIL SAMFÉLAGSINS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Karlakórsfélagar á Selfossi sungu af mikilli innlifun á dögunum þegar þeir fóru milli helstu fyrirtækja á Sel- fossi og tóku lagið fyrir gesti og gangandi í tilefni af hálfrar aldar afmæli kórsins sem er um þessar mundir. Ljósmynd/Guðmundur Karl Þórir Haraldsson með nýjan geisladisk kórsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íþróttasambönd á vestanverðu landinu og frjáls- íþróttadeild FH ætla í samstarf. Samningar voru und- irritaðir nýega. Krakkar að vestan æfa í Firðinum öðru hverju. Ýmsar útfærslur í samstarfi bjóðast. Vesturland Gatnagerðargjöld á Hornafirði hafa verið felld niður, sam- kvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Markmið nýrra reglna er hvatning til fólks um að fara að byggja, enda leiði slíkt til aukins framboðs á íbúðarhúsnæði til eignar og útleigu. Hornafjörður Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.