Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Viðtal M argrét María Sigurðardóttir hefur helgað sig málefnum barna og því sem þeim er fyrir bestu síðustu árin en hún tók við embætti um- boðsmanns barna 1. júlí 2007. En hvert skyldi hafa verið stærsta viðfangsefnið á þessum tíma? „Það sem má segja að hafi verið stóra gegnumgangandi verkefnið er að ná til krakk- anna. Það sem kom mér einna mest á óvart var hvað maður þarf virkilega að vinna í því að ná til þeirra,“ segir hún en það skýrist meðal annars af því að það bætast alltaf við nýir krakkar. „Annað stóra verkefnið er að fræða börn um réttindi sín og fræða foreldrana og þá sem vinna með börnum um að börn eigi sjálfstæð mannréttindi eins og við öll hin. Og líka hvernig við stuðlum að því að börn séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Þegar krakkar þekkja réttindi sín þá eru þau líklegri til að virða réttindi annarra.“ Hún segist þó finna mikinn mun á þessum átta árum. Fleiri úr háskólasamfélaginu skrifi um málefni barna og sömuleiðis séu fleiri að læra um þessi mál. Hún segir það líka hafa verið stóran og mikilvægan póst þegar Barnasáttmáli Samein- uðu þjóðanna var lögfestur hérlendis í febrúar árið 2013. Allir þingmenn voru með lögfest- ingunni, sem Margrét María segir frábært. „Barnasáttmálinn er kannski ekki heppileg- asta löggjöfin en á móti kemur að við það að hann sé lögfestur er farið að vitna í hann og tala um hann. Við það verður ákveðin kynning og hann verður lifandi tæki í allri ákvarð- anatöku.“ Börn lifa ekki í tómarúmi Á þeim tíma sem Margrét María hefur verið í starfi hafa orðið þjóðfélagsbreytingar en kreppan skall á skömmu eftir að hún tók við. Á sama tíma gerði umboðsmaður barna skóla- verkefnið Hvernig er að vera barn á Íslandi? Úr varð samnefnd bók er kom út 2009 og inniheldur skilaboð og teikningar barna um samfélagið og hefur heilmikið sagnfræðilegt gildi. „Fyrst eftir hrun þagnaði síminn, það kom grafarþögn, sem var mjög óþægilegt. Svo fór reiðin að aukast og þá fundum við fyrir henni. Við finnum fyrir því hér ef það er mikil harka í pólitíkinni. Börn lifa ekki í neinu tómarúmi.“ Í bókinni kemur fram að börnunum er nær- umhverfi sitt hugleikið, þau vilja fá frítt í strætó og þau teikna og skrifa um íþróttir og tómstundir. „Við höfum beitt okkur heilmikið í þessum málum og sendum bréf til ráðuneyt- isins um frístundaheimilin,“ segir hún og bæt- ir við að mikilvægt sé að tryggja faglegt starf í kringum börnin. Kosningaaldur lækkaður „Svo er heilmikil umræða um það meðal ungs fólks um hvort það eigi að lækka kosningaald- urinn niður í sextán ár í sveitarstjórnarkosn- ingum. Það er búið að gera það að einhverju leyti í Noregi en þar er valkvætt hvort sveit- arfélög miði við sextán eða átján ár og það hefur gefið góða raun,“ segir hún en málefni sveitarfélaganna standa börnunum nærri. Þetta væri liður í að auka áhuga barnanna á samfélagsmálum og virkja þau til þátttöku. „Við tölum um að börn fái stigvaxandi ábyrgð eftir aldri og þroska og þetta er gott innlegg í það,“ segir hún og vísar til þess að kosn- ingaaldurinn í sjálfstæðiskosningunum í Skot- landi nýverið hafi verið sextán ár. Umboðsmaður barna er ennfremur með sérstakan ráðgjafahóp sem hann hittir einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina en þar eiga sæti unglingar á aldrinum þrettán til átján ára. „Þau koma með efni sem þau vilja ræða og stundum spyr maður þau álits eins og til dæmis á frumvarpi. Þau halda okkur heilmikið við efnið. Ef börn eiga að vera virkir þjóðfélagsþegnar þá er svo mikilvægt fyrir þau að upplifa að þau hafi tekið þátt í að búa til reglur og eigi eitthvað í þeim, að það sé hlustað á þau. Niðurstaðan verður kannski einhverskonar málamiðlun en það er mik- ilvægt að maður hafi haft færi á að segja eitt- hvað fyrst.“ Hún segir unglinga kvarta yfir ýmsu mis- rétti. „Unglingar kvarta yfir því að það sé komið illa fram við þau í verslunum; þau megi ekki fara inn í búð nema tvö og tvö í einu og ekki með tösku. Hvað myndum við segja ef aðrir þjóðfélagshópar væru meðhöndlaðir á þennan hátt? Svona viðhorfum erum við að reyna að breyta. Við búum í samfélagi og við eigum öll réttindi.“ Núna eru ósjálfráða börn inni í mennta- skólum og búið er að stofna foreldrafélög víð- ast hvar í menntaskólum. „Þetta flækir málin en það hafa orðið miklar framfarir. En hvað um krakkana sem eru ekki í skóla? Hvar eru þeir? Rannsóknir sýna hversu mikilvægt það sé að börn séu í skóla og í þroskavænlegu umhverfi.“ Hvað yngstu börnin varðar situr Margrét María í stjórn RannUng, rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna, til að hafa þessi tengsl við aldurshópinn en segir best að nærumhverfi þeirra fræði svona ung börn. Hún hefur þó farið í þá leikskóla sem hafa óskað eftir því en áhersla hennar hefur verið á grunnskólann og þá ekki síst unglingastigið. „Ég er búin að heimsækja um 110-115 grunnskóla og stefni á að heimsækja þá alla áður en tíma mínum lýkur, sem er eftir rúm- lega tvö ár. Það er svo skemmtilegt að sjá kraftinn í grunnskólunum og krakkanir eru svo flottir. Fyrir mér er þetta eins og góður konfektmoli. Þetta eru bestu dagarnir,“ segir Margrét María, sem á eftir að heimsækja 50- 60 skóla. Bjó lengi úti á landi Hún er langt komin með Reykjavík en á líka eftir að heimsækja staði úti á landi en lands- byggðin stendur henni nálægt. Þrátt fyrir að vera innfæddur Kópavogsbúi, sem er nú kom- inn aftur heim, bjó hún úti á landi í 23 ár. Foreldrar hennar fluttu á Seyðisfjörð þegar hún var sextán ára. „Pabbi var sýslumaður og mamma kennari. Þá kynntist ég Austfjörð- unum vel,“ segir hún en foreldrar hennar eru Sigurður Helgason, sem nú er látinn, og Gyða Stefánsdóttir. Hún bjó með fyrrverandi manni sínum, sem var dýralæknir, víða um land. „Við bjuggum á Húsavík, Ísafirði og Blönduósi og hann var að leysa af á Dalvík og Þórshöfn,“ segir hún en eftir skilnað flutti hún til Akureyrar. Margrét María, sem er lögfræðingur, var framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá árinu 2003 til 2007. Árið 2010 bætti hún síðan við sig kennsluréttindum en henni fannst hana vanta uppeldismenntun. Hún segist ekki til- heyra neinni „lögfræðielítu“ og fjölbreyttur bakgrunnur hennar hjálpi oft í starfi enda séu allir málaflokkar undir hjá umboðsmanni. Hún rak eigin lögmannsstofu um árabil, starfaði á nokkrum stöðum sem fulltrúi sýslumanns og hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum á sviði jafnréttis- og fjölskyldumála. „Mér þykir vænt um þegar fólk utan af landi sem ég kannast við hringir hingað. Fólk af landsbyggðinni áttar sig ekki alltaf á því að Reykjavík sé líka fyrir það.“ Margrét María á tvo syni, Snorra og Egil Vignissyni. Það urðu kaflaskil í vikunni en þá náði Snorri átján ára aldri og samkvæmt lög- um á hún því ekki „börn“ lengur en Egill er 23 ára. Skilnaður er eitt af því sem mörg börn þurfa að takast á við. „Börn verða að aðlaga sig þeim veruleika sem foreldrarnir búa við, hvort sem það eru tvö heimili eða eitthvað annað. Það sem við verðum að muna er að hafa alltaf að leiðarljósi það sem er börnunum fyrir bestu. Það er ólíkt frá einu barni til ann- ars og breytist með tímanum; það verður að horfa á hvert barn eins og það er. Við verðum að hlusta á barnið og gefa því tækifæri til að tjá sig og segja hvað því finnst. Við erum á einhverri vegferð og ég trúi því að við séum á réttri leið.“ Aðspurð hvort málefni sem tengist langri vinnuviku komi á borð hennar segir hún að þau fái mál frá öllum sviðum samfélagsins. „Verkefnið sem tengist styttingu vinnuvik- unnar hjá Reykjavíkurborg er áhugavert. Auðvitað vill maður sjá styttri vinnuviku. Heilsetinn skóli er ákveðinn áfangi og þar er reynt að mæta veruleikanum en við megum áreiðanlega læra mikið af öðrum Norð- urlöndum í þessum málum.“ Norrænu umboðsmennirnir eiga í góðu samstarfi. „Maður öfundar stundum norrænu skrifstofurnar sem eru 20-30 manna vinnu- staðir en fást við sömu álitaefni og við. En við höfum ýmsilegt fram að færa í þetta sam- starf,“ segir hún en hjá embættinu hér starfa fjórar manneskjur. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að leiðrétta hlutina eftir á. „Fáum krakkana með inn í ákvarðanatökuna; setjum gleraugun þeirra upp. Þau eru oft með lausnir sem við sjáum ekki fyrir. Þeirra rödd er svo mik- ilvæg.“ Margt hefur breyst til betri vegar og börn eiga fulltrúa í skólaráðum grunnskóla og ung- mennaráð eru í flestum meðalstórum og stórum sveitarfélögum. „Við höfum verið að styðja við þennan lýðræðislega vettvang.“ Mikilvægt að opna samfélagið Hún segir einnig mikilvægt að opna sam- félagið þannig að fjölbreytileikinn fái að njóta sín. „Við höfum unnið töluvert með ungliða- hópi Samtakanna ’78 og hinum og þessum unglingahópum.“ Hún segir að ákveðið stef í gegnum starf umboðsmanns sé að öllum sem leiti til hans finnist sitt mál mikilvægast. „En við förum ekki inn í einstaklingsmálin heldur leiðbeinum fólki. Það getur leitað til okkar án þess að gefa upp persónulegar upplýsingar. Umboðs- manni barna ber hinsvegar ekki skylda til að leysa einstök mál.“ Varðandi stærri málaflokka þá metur um- Leiðréttum ekki eftir á MARGRÉTI MARÍU SIGURÐARDÓTTUR, UMBOÐSMANNI BARNA, FINNST BÖRN FRÁBÆR OG HEFUR EKKI ÁHYGGJUR AF FRAMTÍÐINNI. HÚN ER BÚ- IN AÐ HEIMSÆKJA YFIR HUNDRAÐ GRUNNSKÓLA OG ÆTLAR SÉR AÐ HEIMSÆKJA ÞÁ ALLA ÁÐUR EN HÚN LÆTUR AF STÖRFUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.