Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 15
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 boðsmaður hvort einhver annar sé að vinna á þessu sviði og beitir sér fyrir málum, ekki síst þar sem enginn skipulagður hópur er starf- andi. Eins og með hávaða í námsumhverfi barna, það er eitt verkefni sem umbosmaður hefur tekið að sér. „Þetta er stórt vandamál,“ segir Margrét María, sem vinnur með ýmsum samtökum. „Síðustu tvö ár hef ég boðið helstu frjálsu félagasamtökunum sem starfa sérstaklega að málefnum barna á fund, fræði um réttindi og hjálpa þeim ef þau vantar rök í mál sitt.“ Umboðsmaður hefur frjálsar hendur. „Það má enginn segja umboðsmanni fyrir verkum. Það er ekki undir- og yfirmannasamband á sama hátt og er yfirleitt með stofnanir og ráðuneyti. Við fáum peninga frá forsætisráðu- neytinu, ég þarf að skila skýrslu einu sinni á ári og halda mig innan fjárlaga en forsætis- ráðherra getur ekki sagt mér að einbeita mér að einhverju.“ Börn komi að ráðningu umboðsmanns Hún heyrði fyrst um þetta starf fyrir tuttugu árum og fannst það algjört draumastarf en datt ekki í hug að hún ætti eftir að vera í þessu hlutverki. Hún segir að starfið sé búið að vera skemmtilegt en sé jafnframt pínulítil endastöð en erfitt sé að fara að vinna til dæm- is í ráðuneyti og færa sig hinum megin við borðið. „Ég veit ekki hvert maður fer eftir þetta starf en það er mikilvægt að það eigi enginn þetta starf og sitji hér í tuttugu, þrjátíu ár. Það þarf að koma ný rödd og ferskleiki hérna inn,“ segir Margrét María sem vill að börn verði höfð með í ráðum við ráðningu næsta umboðsmanns líkt og annars staðar á Norð- urlöndunum, Írlandi og fleiri löndum. Hún lætur af störfum 30. júní 2017. „Sá dagur kemur áður en ég veit af! Þetta eru búin að vera ótrúlega áhugaverð ár.“ Á meðal verkefna umboðsmanns hafa verið málefni sem tengjast öryggi og aðbúnaði í umhverfi barna, lýðræði í leik- og grunn- skólum, greiðslu tryggingabóta til barna og fenginn var sérfræðingahópur til að ræða við börn alkóhólista. Einnig ræddi umboðsmaður við börn sem höfðu verið í meðferð á Vogi. Hvaða hættur steðja helst að börnum núna? „Sá hópur sem ég hef áhyggjur af er hóp- urinn sem býr af einhverjum ástæðum við bágbornar aðstæður og á ekki þessa varð- hunda fyrir foreldra. Hver tryggir réttindi þeirra? Sérstaklega á þessum niðurskurð- artímum sem verið hafa er hætta á því að þú fáir ekki það sem þú þarft á að halda ef þú átt ekki sterka að. Það er búið að taka fituna svo víða; niðurskurður í skólum, heilbrigðs- málum, greiningu, nefndu það. Hvænær ætl- um við aftur að spýta í? Hvaða forgangsröðun verður þá?“ Hún segir langa biðlista slæma. „Snemm- tæk íhlutun er svo mikilvæg. Ár í lífi barns er svakalega langur tími. Það er ekki alltaf hægt að laga eftir á. Það stendur í þriðju grein Barnasáttmálans að það sem sé barninu fyrir bestu eigi að vera haft að leiðarljósi. Ef hags- munir barns og fullorðinna rekast á þá eiga hagsmunir barnsins að vera í forgrunni. Ís- lenska ríkið skrifaði undir þennan sáttmála af fúsum og frjálsum vilja. Ég skora á það að fara eftir honum. Börnin eru framtíðin. Við lögum þetta ekki seinna.“ Hún trúir því ekki að Íslendingar vilji fara aftur á bak í þróun samfélagsins. „Við viljum hafa það sem er börnum fyrir bestu að leið- arljósi og búa til öruggt samfélag. Börn eru frábær. Ég hef ekki áhyggjur af framtíðinni.“ Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir að þegar krakkar þekki réttindi sín séu þau líklegri til að virða réttindi annarra. Morgunblaðið/Árni Sæberg * Fjórir starfsmenn starfa hjá embættiumboðsmanns barna. * Á árinu 2013 bárust alls 1.165 erinditil umboðsmanns barna, þar af 779 munn- leg erindi og 386 skrifleg. * Umboðsmaður og starfsfólk hans hittihátt í 2.000 börn á öllum aldri og ræddi við þau um réttindi og hagsmunamál þeirra árið 2013. barn.is og gefast ekki upp. Ég gisti ýmist í tjaldi, tjaldvagni, svefnpoka- plássi og jafnvel á hóteli. Gaman að fjölbreytninni. Maður verður svolítið skrýtinn einn á hjólinu og fer að tala við hestana sem heilsa manni og fuglana svo eitthvað sé nefnt. Það er svo gaman að horfa á náttúruna í kringum sig og finna fyrir vindinum, hvernig hann rífur í mann.“ Þeir sem búa eða starfa í nágrenni bjartrar skrifstofu umboðs- manns barna á fimmtu hæð í gamla húsnæði Morgunblaðsins í Kringlunni hafa áreiðanlega séð Margréti Maríu bregða fyrir á hjóli. Hún notar bæði hjól og strætó til samgangna fyrir utan einkabílinn. „Við keyptum embættishjólið árið 2010 og notum það yfir bestu mánuðina á fundi í nágrenninu. Mæli með því að fyrirtæki séu með hjól sem starfsfólk geti notað í styttri erindi. Ég legg áherslu á að við hjá embættinu notum samgöngutæki sem börn- um er ætlað eins og hjól og strætó. Mér finnst sérstaklega gott að taka strætó til dæmis þegar ég er að koma af kynningu í skóla en það er svo góð leið til að vinda ofan af sér. Sama á við þegar ég hjóla.“ Hún hjólaði mikið þegar hún bjó í Danmörku og fór síðan í þríþraut árið 2001 og í kjölfarið fór hún að hjóla lengri vega- lengdir. „Síðan eignaðist ég fínt hjól árið 2011 og byrjaði að hjóla mikið í vinnuna og margt fleira. Ég hjóla yfir bestu mán- uðina tvisvar til þrisvar í viku. Það getur verið erfitt að fara á fína fundi með flatt hár undan hjálminum,“ grínast hún en hún vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin og nota hjálm. Hjólaði hringveginn „Árið 2012 setti ég mér það markmið að hjóla hringveginn í áföngum og klára það fyrir 50 ára afmælið sem var þann 2. október 2014 sem ég og gerði.“ Hún segir það hafa verið gaman að upplifa Ísland á hjóli og að vera ferðamaður í eigin landi. „Ég hitti marga útlendinga sem sögðu að ég væri fyrsti Íslendingurinn sem þeir hittu á hjóli. Ég fór að mestu ein en suma hluta leiðarinnar fylgdu aðrir mér. Hjólaferðin er eins og lífið sjálft; stundum er meðvindur og manni finnst maður geta allt og síðan koma erfiðir tímar og þá er að nota allt það sem maður kann til að halda sér við efnið Margrét María fer oft á fundi á hjóli eða með strætó. Stundum er meðvindur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.