Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Ferðalög og flakk ópu. Ferðalagið er álíka langt og til Tenerife en þetta er allt annar heimur; hér erum við komin til Afr- íku, í aðra menningu en hér heima, þar sem við göngum inn í rangala markaðanna, þar sem asnar eru burðardýr, og við stöndum skyndi- lega fyrir framan steinþrær í röð- um þar sem húðir eru sútaðar eftir ævafornu verklagi, hjá gömlum karli sem selur notaðar gervitennur eða við mosku þar sem kallað er til bæna og karlarnir raða sér upp og falla fram í öguðum trúarhita. Bænaköllin glymja yfir borginni fimm sinnum á dag og eru heillandi í hrynjandi borgarlífsins. Sumir ferðalangar óttast hryðjuverka- menn, skiljanlega, enda hafa þeir látið til sín taka í nágrannalöndum og einu sinni í Marokkó fyrir nokkrum árum. En stjórnvöld leggja ofurkapp á að vernda gesti og hafa hendur í hári fólks með ill- ar hugrenningar. Þegar ég spyr hvort það sé rétt að þúsundir Mar- okkómanna hafi slegist í lið með hrottum ISIS austar í álfunni, eru heimamenn fljótir að benda á að þeir Marókkómenn hafi flestir verið búsettir í Evrópu. Staður að gleyma sér á Sumir ferðalangar koma frá strand- bæjum í dagsferðir til Marrakesh, sem stendur á sléttu norðan hinna tignarlegu Atlasfjalla, sem skilja frjósöm héruð landsins frá Sahara- eyðimörkinni. Eflaust er gaman að koma til borgarinnar í nokkra tíma og gleyma sér um stund í med- ínunni, en enn betra er að eyða þar einhverjum dögum; búa í einhverju þeirra hundraða „ríada“, hefðbund- inna marókóskra heimila, sem breytt hefur verið í lítil hótel eða gistiheimili, sitja þar á þaksvölum í ferskum morgni með nýkreistan appelsínusafa og marokkóskt te og ganga síðan út í daginn, að skoða fornminjar eða skrautlega markaði og njóta framúrskarandi máltíða hjá götusölum. Marrakesh er ævintýrastaður að heimsækja og skiljanlegt að gestir velji hann þann besta í ár. Sagnahefð þulanna sem fólk safnast um á hinu fræga Jemaa el Fna-torgi er á heimsminjaskrá yfir „minni heimsins“. Þessi seldi líka lyf við kynsjúkdómum. Teppi hvert sem litið er, við torg teppasalanna. Ef ferðalangar sýna vörunum áhuga, þurfa þeir að vera viðbúnir þrefi slyngra sölumanna um verð og gæði. Fatahönnuðurinn Yves Saint Laurent og sambýlismaður hans keyptu árið 1980 kunnan garð í Marrakesh, Jardin Maj- orelle. Þeir settust þar að, endurbættu garðinn og opnuðu gestum. Ösku hönnuðarins var stráð þar eftir lát hans. Utarlega í gömlu borginni í Marrakesh er daunillt hverfi sútara og leðurgerðarmanna. Þar eru skinn sútuð með sömu aðferðum og þekkst hafa um aldir, verkuð og lituð í þessum steinþróm. Í götunum í kring er síðan unnið úr leðrinu og fjölbreytilegar vörurnar seldar. Í suðri rís hár og tignarlegur Atlas-fjallgarðurinn. Marokkó er draumaland áhugamanna um matargerð. Hér er bragðað á ólívum á einum markaðinum. Víða í Marrakesh getur að líta ummerki um glæsileika fyrrverandi stjórnenda. Badi-höllin er nú rústir einar en þar er áhrifamikið að ganga um, skoða tjarnir og dýflissur, og sýningar ljósmyndasafns borgarinnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.