Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 22
Þ ví lengur sem við lifum þeim mun meiri líkur á elliglöpum. Af aragrúa kvilla sem fylgja háum aldri óttast margir elliglöpin mest. Rannsóknir sýna að einn af hverj- um sex glímir við þennan kvilla eftir áttrætt, það er skerðingu á starfsemi heilans, oftast minnistap. Nýlegar bandarískar rannsóknir benda til þess að vísindamenn hafi mögulega fundið ástæðu ellig- lapa en lækning er eigi að síður ekki í sjónmáli. Fyrirhyggja er því ennþá besta leiðin. En í hverju felst hún? Ný rannsókn sem hið virta lækna- tímarit Lancet birti fyrr í þessum mánuði bendir til þess að offita verji fólk fyrir elliglöpum. Það er þvert á fyrri rannsóknir sem bent hafa til þess að fólk sem glímir við offitu sé lík- legra til að þjást af sykursýki, háum blóðþrýst- ingi og hafa hátt kólesterólmagn í blóðinu. Allt hefur þetta verið talið auka líkurnar á elliglöpum. Lancet kynnti sér gögn tveggja milljóna manna í áratug og skoðaði samhengi milli lík- amsþyngdar og elliglapa. Nið- urstöðurnar komu á óvart. „Það að vera of léttur á miðjum aldri og í ellinni eykur líkurnar á ellig- löpum yfir tvo áratugi. Nið- urstöður okkar eru á skjön við kenninguna um að offita á miðjum aldri auki hættuna á elliglöpum á efri árum,“ segir í skýrslunni. Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og umtal í fræðasamfélag- inu. Og verið gagnrýndar. Þannig segir bandarískur vísindamaður, Deborah Gustafson, samhengið milli líkamsþyngdar og elliglapa mjög flókið. „Það að vera of þungur á miðjum aldri (30 til 60 ára) eykur líklega hættuna á elli- glöpum seinna á lífsleiðinni. Þegar elliglöpin byrja léttist fólk á hinn bóginn gjarnan,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir henni. Það má því kannski segja að það borgi sig að vera hvorki of léttur né of þungur á miðjum aldri. Dr. Doug Brown, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Alz- heimers-samfélaginu, segir þessa nýju rannsókn ekki breyta neinu varðandi sínar áherslur. Áfram verði mælt með fernu til að draga úr hætt- unni á elliglöp- um: Hreyfingu, reykleysi, hollu mataræði og að hugsa vel um hjartað. Rann- sókn, sem náði til þrjú þúsund manna, 35 ára og eldri, bendi til þess að regluleg hreyfing sé lang- líklegust til að draga úr hættunni. Þá erum við að tala um göngu- ferðir í þrjátíu mínútur á dag, fimm daga vikunnar, eða sam- bærilega æfingu. Offita og hreyfing: Besta meðalið við elliglöpum? Getty Images HVAÐ KEMUR Í VEG FYRIR ELLIGLÖP? Bjargar þyngd- in minninu? NÝ RANNSÓKN, SEM HERMT ER AF Í LÆKNABLAÐINU LANCET, BENDIR TIL ÞESS AÐ OFFITA VERJI FÓLK FYRIR ELLIGLÖPUM. ÞETTA ER Á SKJÖN VIÐ FYRRI KENN- INGAR. EN ER HÆGT AÐ FYRIRBYGGJA ELLIGLÖP MEÐ EINHVERJUM HÆTTI? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is AFP Minnisglöp fylgja gjarnan háum aldri. *Rannsókn, semnáði til þrjúþúsund manna, 35 ára og eldri, bendir til þess að regluleg hreyfing sé lang- líklegust til að draga úr hættunni. Heilsa og hreyfing Hreyfing ofar öllu AFP Thomas Jefferson *Kim Kardashian, frægðarfljóð, og ThomasJefferson, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, eigaþað sameiginlegt að hafa verið mikið áhuga-fólk um hreyfingu. Jefferson var á því aðbetra væri að hreyfa sig en lesa, þar semheilsan væri mikilvægari en að læra eitthvaðnýtt. Mottó Kardashian á hinn bóginn er að tala ekki bara um að hreyfa sig heldur gera það í raun og veru. Enga leti! segir hún. HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS Ef fleiri en einn í fjölskyldunni kaupa sér hjól þá eykst afslátturinn (gildir líka fyrir ný hjól) Þegar þú verslar fyrir 75.000 eðameira getur þú dreift greiðslunni vaxtalaust í allt að 6mánuði* Allir semkaupa hjól í apríl fyrir kr. 60.000 eða meira fá kaupauka að verðmæti 6.000 kr. *L ét tg re ið sl ur . Þú gr ei ði re ng a ve xt ie n 3, 5% lá nt ök ug ja ld er af up ph æ ði nn io g 34 0 kr .g re ið sl ug ja ld vi ð hv er n gj al dd ag a. FJÖLSKYLDUDÍLLINN FLEIRIHJÓL -HÆRRIAFSLÁTTUR LÉTTARIGREIÐSLUR -VAXTALAUST ÍALLTAÐ6MÁNUÐI KAUPAUKINN - PUMPAOGLÁS HJÓLA 20-50%AFSLÁTTUR SPRENGJA! ÞRJÁR ÁSTÆÐUR AÐ KAUPA HJÓL Í APRÍL FRÁBÆRTILBOÐÁELDRIGERÐUMAFMONGOOSEOGKROSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.