Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 23
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Ísland er ríkt af auðlindum Sjávarútvegsfræði VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í sjávarútvegsfræði. Sjávarútvegsfræði er spennandi og krefjandi nám sem veitir góðan grunn fyrir stjórnunarstörf í öllum greinum sjávarútvegs. Hlökkum til að sjá þig! unak.is Þeir sem stunda kynmök að með- altali tvisvar til þrisvar í viku þéna 4-5% meira en þeir sem gera það ekki. Þetta kemur fram í nýrri grískri rannsókn. Þýðið var 7.500 manns. Einnig kom fram í rannsókninni að fólk sem glímir við vanheilsu af einhverju tagi en ræktar eigi að síð- ur kynhvötina af kostgæfni þénar 1,5% meira en fólk með samskonar kvilla en stundar ekki rekkjubrögð af neinu tagi. Af öðrum niðurstöðum rann- sóknarinnar má nefna að fólk sem tekur lyf að staðaldri er 5,4% minna virkt kynferðislega en aðrir. Sömu sögu má segja af fólki með krabbamein. Sykursjúkir eru 2,4% minna virkir en aðrir og fólk með liðagigt 3,9%. Hjartveikir eru verst settir hvað þetta varðar, sam- kvæmt rannsókninni, en þeir eru 11,4% minna virkir kynferðislega en fullfrískir einstaklingar. Kynlíf getur haft góð áhrif á budduna. Morgunblaðið/Ásdís Kynmaka krókinn Sígarettulegri rafsígarettur draga síður úr líkum á því að reyk- ingamenn hætti að reykja, ef marka má nýja breska rannsókn. Rannsóknin náði til þriggja hópa; fólks sem studdist við rafsígarettur sem líkjast sígarettum í útliti, fólks sem notaði rafsígarettur sem minna meira á kúlupenna en sígarettur og fólks sem studdist ekki við sígarettulíki af neinu tagi. Niðurstaðan var sú að tæpur þriðj- ungur þeirra sem notuðu „penn- ana“ hætti alveg að reykja innan árs en aðeins 11% af þeim sem studd- ust við sígarettulíkið. Það var tveimur prósentustigum minna en hjá hópnum sem notaði engin hjálpartæki. Talið er að rafreykingamenn í Bretlandi séu ríflega tvær milljónir. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari þróun, ekki síst í ljósi þess að stærstu vöru- merkin eru í eigu tóbaksframleið- enda. Og vilji þeirra sé ljós. Rafsígarettur skammgóður vermir Ertu slæm/ur í bakinu? Sastu mögu- lega á stól með baki sem hallaði lítið eitt aftur meðan þú varst í skóla? Þessu er velt upp af því tilefni að Samtök kennara í Alexanderstækni í Bretlandi fullyrða að skólastólar með baki sem hallar lítið eitt aftur séu slæmir fyrir börnin. Þeir leiði til vondr- ar líkamsstöðu meðan setið er og þar sem meðalnámsmaður ver fimmtán þúsund klukkustundum af lífi sínu á skólastól geti þetta klárlega haft slæm áhrif á bakheilsu á fullorðinsárum. Í stað þess að halla lítið eitt aftur vilja téð samtök að bökin á skóla- stólunum séu bein eða halli lítið eitt fram. Það hafi ekki vond áhrif á lík- amsstöðu barnanna. Meðal gagna sem samtökin vísa til eru rannsóknir sem segja að fimmt- ungur barna glími við bakveiki og að minnsta kosti þrír í hverri skólastofu hafi leitað til læknis af þeim sökum fyrir sextán ára aldur. „Hvers vegna lætur skólakerfið börnin sitja á þessum stólum? Ekk- ert fyrirtæki myndi láta þetta við- gangast fyrir sína starfsmenn,“ segir einn Alexanderstæknikennaranna, Judith Kleinman. „Það er út í hött að börn njóti ekki sömu réttinda og fullorðnir.“ Herferð samtakanna, með Klein- man í broddi fylkingar, hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og sumir eru farnir að líkja framtaki hennar við það sem stjörnukokkurinn Jamie Oliver gerði fyrir skólamáltíðirnar. Sumsé: Úr maganum yfir á bakið! Er það vel. Allt stólnum að kenna? Hvað ætli Alexanders- tæknin segi um þessa stóla? Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.