Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Qupperneq 23
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Ísland er ríkt af auðlindum Sjávarútvegsfræði VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í sjávarútvegsfræði. Sjávarútvegsfræði er spennandi og krefjandi nám sem veitir góðan grunn fyrir stjórnunarstörf í öllum greinum sjávarútvegs. Hlökkum til að sjá þig! unak.is Þeir sem stunda kynmök að með- altali tvisvar til þrisvar í viku þéna 4-5% meira en þeir sem gera það ekki. Þetta kemur fram í nýrri grískri rannsókn. Þýðið var 7.500 manns. Einnig kom fram í rannsókninni að fólk sem glímir við vanheilsu af einhverju tagi en ræktar eigi að síð- ur kynhvötina af kostgæfni þénar 1,5% meira en fólk með samskonar kvilla en stundar ekki rekkjubrögð af neinu tagi. Af öðrum niðurstöðum rann- sóknarinnar má nefna að fólk sem tekur lyf að staðaldri er 5,4% minna virkt kynferðislega en aðrir. Sömu sögu má segja af fólki með krabbamein. Sykursjúkir eru 2,4% minna virkir en aðrir og fólk með liðagigt 3,9%. Hjartveikir eru verst settir hvað þetta varðar, sam- kvæmt rannsókninni, en þeir eru 11,4% minna virkir kynferðislega en fullfrískir einstaklingar. Kynlíf getur haft góð áhrif á budduna. Morgunblaðið/Ásdís Kynmaka krókinn Sígarettulegri rafsígarettur draga síður úr líkum á því að reyk- ingamenn hætti að reykja, ef marka má nýja breska rannsókn. Rannsóknin náði til þriggja hópa; fólks sem studdist við rafsígarettur sem líkjast sígarettum í útliti, fólks sem notaði rafsígarettur sem minna meira á kúlupenna en sígarettur og fólks sem studdist ekki við sígarettulíki af neinu tagi. Niðurstaðan var sú að tæpur þriðj- ungur þeirra sem notuðu „penn- ana“ hætti alveg að reykja innan árs en aðeins 11% af þeim sem studd- ust við sígarettulíkið. Það var tveimur prósentustigum minna en hjá hópnum sem notaði engin hjálpartæki. Talið er að rafreykingamenn í Bretlandi séu ríflega tvær milljónir. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari þróun, ekki síst í ljósi þess að stærstu vöru- merkin eru í eigu tóbaksframleið- enda. Og vilji þeirra sé ljós. Rafsígarettur skammgóður vermir Ertu slæm/ur í bakinu? Sastu mögu- lega á stól með baki sem hallaði lítið eitt aftur meðan þú varst í skóla? Þessu er velt upp af því tilefni að Samtök kennara í Alexanderstækni í Bretlandi fullyrða að skólastólar með baki sem hallar lítið eitt aftur séu slæmir fyrir börnin. Þeir leiði til vondr- ar líkamsstöðu meðan setið er og þar sem meðalnámsmaður ver fimmtán þúsund klukkustundum af lífi sínu á skólastól geti þetta klárlega haft slæm áhrif á bakheilsu á fullorðinsárum. Í stað þess að halla lítið eitt aftur vilja téð samtök að bökin á skóla- stólunum séu bein eða halli lítið eitt fram. Það hafi ekki vond áhrif á lík- amsstöðu barnanna. Meðal gagna sem samtökin vísa til eru rannsóknir sem segja að fimmt- ungur barna glími við bakveiki og að minnsta kosti þrír í hverri skólastofu hafi leitað til læknis af þeim sökum fyrir sextán ára aldur. „Hvers vegna lætur skólakerfið börnin sitja á þessum stólum? Ekk- ert fyrirtæki myndi láta þetta við- gangast fyrir sína starfsmenn,“ segir einn Alexanderstæknikennaranna, Judith Kleinman. „Það er út í hött að börn njóti ekki sömu réttinda og fullorðnir.“ Herferð samtakanna, með Klein- man í broddi fylkingar, hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og sumir eru farnir að líkja framtaki hennar við það sem stjörnukokkurinn Jamie Oliver gerði fyrir skólamáltíðirnar. Sumsé: Úr maganum yfir á bakið! Er það vel. Allt stólnum að kenna? Hvað ætli Alexanders- tæknin segi um þessa stóla? Morgunblaðið/Eggert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.