Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 30
ínurnar og kanilinn. Hellið fyllingunni síðan í kökuformið ofan á deigið. Fletjið síðan rest- ina af deiginu út með kökukefli og skerið í langar ræmur, hver um 1 cm þykk. Byrjið á því að nota lengstu tvær ræmurnar og leggið ofan á fyllinguna svo ræmurnar tvær myndi stafinn X á miðri bökunni. Leggið hinar ræmurnar síðan yfir, lárétt og lóðrétt og fléttið þær ýmist yfir eða undir hvora aðra. Notið stystu lengjurnar í endana. Ef það reynist erfitt að ná lengjunum upp af borð- inu til að færa á bökuna, þá er gott ráð að rúlla þeim upp og afrúlla þær síðan á bök- unni. Þrýstið endunum á lengjunum vel upp við kantana og snyrtið burt óæskilegar flygs- ur. Hrærið hálfa eggið og penslið ofan á epla- bökuna. Færið síðan inn í ofn og bakið í um 60-65 mínútur eða þar til deigið er orðið ljósbrúnt á litinn. Gott er að bera fram með rjóma eða vanilluís. 6 eggjarauður 1 bolli sykur fyrir eggjarauðurnar 1 1/4 bolli Mascarpone 2 bollar þeyttur rjómi ca. 20 stk. Lady fingers 1 bolli kaldur espressó ½ bolli kahlua 1 msk kakó Blandið eggjarauðum og sykri saman í vatnsbaði, undir sjóðandi vatni. Lækkið síð- an hitann og eldið í um 10 mínútur, hrærið stöðugt á meðan. Takið blönduna af hita og hrærið þar til verður þykk og fölleit. Bætið Mascarpone við blönduna og hrærið þar til blandast vel. Í annarri skál, þeytið rjóma. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við Mascarpone og eggjablönduna og leggið til hliðar. Blandið kalda espressó-kaffinu við ka- hlua líkjörið og dýfið Lady fingers ofan í, rétt svo þar til þeir verða blautir. Alls ekki renn- bleyta þá! Raðið Lady fingers í botn í 22 cm kökuform eða form af svipaðri stærð og dreifið Mascarpone- og rjómablöndunni yfir. Endurtakið þetta með annað lag af Lady fin- gers og rjómablöndunni. Geymið síðan inni í ísskáp í 4 klukkustundir eða yfir nótt. Þegar á að bera fram, sáldrið þá kakóinu yfir kök- una með sigti. Tiramisu frá Ítalíu Matur og drykkir Vissir þú... Morgunblaðið/Árni Sæberg *...að til eru svo margar tegundir af epl-um í heiminum að ef þú ættir aðborða eina tegund af epli á dag, tækiþað yfir 27 ár. Rúmlega 7.500 tegundireru þekktar og á hverju ári bætast viðnýjar tegundir epla í eplaflóruna.Epli hefur ýmsa góða kosti og meðal annars er talið að epli geti minnkað líkurnar á sykursýki. 2 pakkar af vanillubúðing 2 bollar rjómi 1 bolli mjólk ½ bolli smjör 1 bolli vatn ¼ tsk salt 1 bolli hveiti 4 egg Blandið vanillubúðingnum (blöndunni í pakkanum) saman við rjóma og mjólk í skál. Breiðið yfir skálina og færið inn í ísskáp. Hit- ið ofninn í 220°C. Hellið vatni og smjöri í stóran pott og látið suðuna koma upp. Hrærið hveitinu í, ásamt saltinu, þar til verð- ur að deigi og myndar kúlu. Færið deigið í stóra skál og notið trésleif til að blanda eggj- unum við, einu í einu. Hrærið vel eftir hvert egg. Notið matskeið til að mæla og skafa kúl- ur úr deiginu. Hnoðið í bollu og setjið á bök- unarpappír á ofnplötu. Endurtakið þar til deigið er búið. Bakið í 20-25 mínútur í ofn- inum þar til fylltar á litinn. Miðjan á að vera alveg þurr. Þegar bollurnar eru að kólna, skerið þær annaðhvort í tvennt og sprautið búðingablöndunni á milli eða notið sprautupoka til að sprauta inn í bollurnar. Gott er að hella smá súkkulaði á toppinn og bera síðan fram. 1 bolli vatn ½ bolli smjör eða margarín 1⁄4 tsk. salt 1 bolli hveiti 3 egg, handþeytt olía, til steikingar 1⁄4 bolli sykur Súkkulaðiídýfa 1 msk. maíssterkja 2 bollar mjólk 100 g saxað suðusúkkulaði 1⁄4 bolli sykur Bræðið smjörið eða margarínið á djúpri pönnu ásamt vatni og salti á háum hita og látið suðuna koma upp. Notið trésleif til að hræra hveitið saman við. Lækkið hitann nið- ur á lægsta stig og hrærið kröftuglega þar til blandan myndar nokkurs konar kúlu (þetta tekur um 1 mín.). Takið deigið af hitanum en ekki hætta að hræra í deiginu. Hellið eggja- þeytunni hægt og rólega í deigið. Þá er komið að súkkulaðiídýfunni. Leysið upp maíssterkjuna í 1 bolla af mjólk í lítilli skál og leggið til hliðar. Blandið súkkulaðinu við hinn bollann af mjólkinni á pönnu við vægan hita. Hrærið stöðugt og hellið sykrinum og maís- sterkju- blönd- unni út í bráðn- að súkkulaðið. Lækkið hitann niður á lægsta stig og hrærið vel í blöndunni þar til súkkulaðið tekur að þykkna (bætið við maíssterkju ef það þykknar ekki eftir 5 mín.). Takið pönn- una af hitanum og hrærið í þar til blandan er orðin mjúk, leggið þá til hliðar á hlýjan stað. Þá er komið aftur að deiginu. Hellið olíu á djúpa pönnu, um það bil 5 cm lag, og stillið á meðalhita þar til olían nær um 180°C hita. Setjið sykurinn á disk og geymið. Færið deig- ið ofan í sprautupoka með tiltölulega stórum stút. Kreistið 10 cm lengju ofan í olíubaðið. Endurtakið þar til 3-4 lengjur eru á pönn- unni. Steikið þær og snúið aðeins einu sinni þar til lengjurnar eru orðnar gylltar, tekur um 2 mín. á hvorri hlið. Færið tilbúnu chur- ros-lengjurnar á disk með eldhúspappír til að þerra olíuna af þeim. Þegar churros- lengjurnar hafa kólnað nóg til að halda á þeim, rúllið þeim í sykurinn. Borið fram volgt með súkkulaðiídýfunni í skál. Cream puffs frá Ungverjalandi Churros frá Spáni Appeltaart frá Hollandi Deigið 250 g hveiti 175 g smjör 80 g fínn sykur 2 egg (1½ fyrir deigið en ½ fer í pensl- un) 1 tsk. kanill Fyllingin 1 kg epli (græn) 50 g fínn sykur 70 g ljósar rúsínur (má sleppa) 2 tsk. kanill Blandið hveiti, smjöri, sykri, kanil og 1½ eggi í skál. Hnoðið með höndunum í mjúkt deig. Fletjið ¾ hluta deigsins út með köku- kefli svo það fylli botninn og hliðar á kringl- óttu kökuformi, 24 cm. Hitið ofninn í 170°C. Skrælið, kjarnhreinsið og skerið eplin í skífur. Blandið eplunum saman við sykurinn, rús- 4 evrópskir eftirréttir GÓÐIR EFTIRRÉTTIR ERU OFT ALLRA MEINA BÓT. MÖRG LÖND EIGA SÍN HEFÐBUNDNU SÆTINDI SEM ERU ORÐIN FRÆG FYRIR ÞAÐ EITT AÐ BRAGÐAST DÁSAMLEGA. HÉR KOMA ÞEKKTIR EFTIRLÆTIS EFTIRRÉTTIR FJÖGURRA LANDA SEM AUÐVELT ER AÐ ÚTBÚA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is HEFÐBUNDIÐ OG VINSÆLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.