Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 32
V eitingastaðurinn Le Bistro, á horni Laugavegar og Bergstaða- strætis, var stofnaður fyrir um tveimur árum. Húsið er líklega eins franskt og hugsanlegt er og má í raun líta á það sem litla París í miðjum miðbæ Reykjavíkur. Eigendur staðarins, Arnór Bohic og Alex Da Rocha, eru báðir franskir í annan legg og leggja upp með að gestir njóti þess að borða góðan, franskan mat en upplifi sig einn- ig í frönsku umhverfi. Maturinn er nefnilega eitt og upplifunin annað og saman skapar það skemmtilega stemningu. „Það er mikilvægt að umgjörðin sé rétt til þess að ná fram réttu hug- hrifunum. Lyktin, þjónustan og útlit staðarins þarf að vera akkúrat til að ýta undir áhrif matarins. Við sem fagmenn lítum á okkur sem sendiherra góðrar matarmenningar, okkar hlutverk er að halda í gamlar og góðar matarvenjur, ekki aðeins Frakklands heldur þess sem eftir er af þeim í heiminum. Það er ekki aðeins vilji okkar heldur skylda að bera fram hæg- eldaða rétti, þó pressa markaðarins sé mikil. Túristarnir eru kröfuharðir og Íslendingarnir vilja borða strax. Það tekur oft frá okkur frítímann að undirbúa allt eins og á að vera svo hægt sé að bera fram hratt, en niður- staðan er sú að við berum fram rétti sem njóta virðingar fyrir handunnu hefðinni,“ segir Alex. Allir kokkarnir á Le Bistro koma frá Frakklandi og kunna því sitt í franskri matargerð. „Maturinn og bistro-stemningin er ástríða okkar. Bistro-menningin er rótsterk í Frakklandi og er hún jafn mikilvæg í öllum bæjum landsins líkt og kirkjan og bæjarskrifstofan.“ Reglulega kynntur nýr matseðill Staðurinn er einstaklega skemmtilega innréttaður með fullt af smámunum sem auðvelt er að gleyma sér í að skoða. „Matseðillinn er meira og minna byggður upp á klassískum, frönskum réttum. Við bjóðum meðal annars upp á þetta hefðbundna, coq au vin, snigla, froskalappir, duck confit, crème brûlée og fleira,“ segir Arnór. „Við erum einnig með smá íslenskt. En það sem er nýtt hjá okkur er að við erum með tappagjald. Það þýðir að gestir mega koma með sína eigin flösku með sér, dreypa á með rétti af matseðli og borga tappagjald fyrir. Margir hafa sínar sérþarfir hvað vín varðar og því höfum við ákveðið að bjóða upp á þennan valkost.“ Reglulega er skipt út réttum af matseðli og nýjum réttum bætt við enda er mikilvægt að halda flæðinu góðu og fá eitthvað nýtt og ferskt inn. Á næstu dögum mun Le Bistro kynna nýjan matseðil og í tilefni af því bauð yfirkokkur staðarins eigendum og starfsfólki upp á að smakka nokkra af nýju réttunum á dögunum. Barinn er dekkhlaðinn alls- konar leirtaui og smádóti sem gaman er að rýna í. Nýju réttirnir féllu vel í kramið hjá starfsfólki og eigendum Le Bistro enda er franskur matur alveg einstaklega góður þegar hann er eldaður rétt. FRÖNSK STEMNING Í HÁVEGUM HÖFÐ Smökkuðu nýju réttina saman * Bistro-menningin er rótsterk í Frakklandi oger hún jafn mikilvæg í öllum bæjum landsinsog kirkjan og bæjarskrifstofan. Frá vinstri: Arnór, Þrúður, Luise, Juste, Juiliane, Ásdís og yfirkokkurinn Christophe. AÐDÁENDUR FRANSKRAR MATARMENNINGAR GETA NOTIÐ SÍN Í EKTA FRÖNSKU UMHVERFI Á VEIT- INGASTAÐNUM LE BISTRO Á LAUGAVEGI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Skemmtilegt málverk eftir Tiago Forte, sem sýnir m.a. byltinguna í Frakklandi og eig- endur staðarins á sömu mynd. Arnór og Alex hafa beðið ömmur og afa um að fara í gegnum háaloftin og senda sér fallega franska muni frá Frakklandi til að skreyta staðinn. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Matur og drykkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.