Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 33
Morgunblaðið/Styrmir Kári 26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Perur maríneraðar í rauðvíni Poires pochee au vin rouge Fyrir 4 4 perur ¾ lítri rauðvín 1 appelsína 1 kanilstöng 2 msk hunang 1 negulnagli 1 vanillustöng 1 stjörnuanís Afhýðið perurnar og appelsínuna. Setjið rauðvínið í pott og bætið appelsínuberkinum út í ásamt kryddunum og hunanginu. Bætið per- unum út í og sjóðið í 30 til 40 mínútur, eftir því hve þroskaðar þær eru. Snúið perunum af og til í pottinum. Berið þær fram heilar í rauð- vínsleginum. Choucroute Maison Alsacienne: Fjölskylduuppskrift kokksins okkar frá Alsace-héraðinu Fyrir 4 1,8 kg hvítkál nokkur einiber salt og pipar 1l hvítvín 3 laukar 2 skalotlaukar 4 reyktar pylsur 4 vínarpylsur 4 þykkar sneiðar af beikoni 4 sneiðar af hamborgarhrygg 1,5 kg kartöflur Saxið hvítkálið og setjið í pott fullan af köldu vatni. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 15 mínútur. Sigtið og skolið með köldu vatni. Saxið laukana og skallotlaukana, steikið við vægan hita í stórum steikarpotti með ögn af ol- íu. Bætið hvítkálinu út á ásamt einiberjunum og fyllið síðan upp með hvít- víni. Látið malla á vægum hita í um það bil tvo tíma með lok á pottinum. Hrærið reglulega í og bætið við hvítvíni eftir smekk. Bætið pylsunum út í ásamt beikoninu og hamborgarhryggnum. Látið malla í 30 mínútur í við- bót á lágum hita. Berið fram með soðnum kartöflum og dijon-sinnepi. Súrsað hvítkál frá Alsace-héraði Gratinée de Saint Jacques á la Normande Fyrir 4 16 stórar hörpuskeljar 200 g skalotlaukur 30 g smjör 10 cl hvítvín 25 cl rjóma 36% 200 g parísarsveppir 80 g rifinn ostur Setjið hörpuskelina á pönnuna með smjörinu og hitið í 5 mín- útur. Takið hörpuskelina til hliðar á disk. Hitið skalot- laukinn og sveppina saman á pönnunni í 5 mínútur, bætið síðan við hvítvíninu og sjóðið það niður. Bætið síðan rjóman- um við og hitið saman í 5 mín- útur. Í litla potta eða skálar sem þola hita setjið þið hörpu- skeljarnar, látið síðan sósuna yf- ir hörpuskeljarnar þannig að þær séu á kafi í henni, bætið síðan við rifnum osti og hitið í ofninum í 10 mínútur á 180 gráðum og berið fram. Hörpuskel gratineruð í rjómalagaðri hvítvínssósu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.