Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 36
Það er eiginlega regla í tæknimálum aðeinfaldleiki er dyggð enda regla að þvímeira sem getur bilað, því meira mun bila. Einkar fróðlegt er að skoða bílvélar í því sambandi, enda felast framfarir í bíl- tækni oftar en ekki í því að gera hlutina flóknari og um leið erfiðara að gera við sjálfur sem sést einna best á því að núorðið verða bílaverkstæði eiginlega að vera með tölvur til að bilanagreina bíla, en forðum var nóg að hlusta og prófa (látum liggja milli hluta hvor aðferðin er nákvæmari, en sú fyrri er óneit- anlega dýrari). Tæknilegar eru rafbílar einkar skemmtilegt fyr- irbæri, einfald- leikinn sem fest í því að hafa einn hlut sem hreyfist en ekki þúsund er heillandi, en gefur líka augaleið að slíkur einfaldleiki kostar mun minna viðhald og eftirlit sem verður að taka með í reikninginn í mati á hagkvæmni rafbíla. Dæmi: Í Tesla Model S eru engir gírar, þeir eru óþarfir enda er fullt snúningsátak tiltækt um leið og stigið er á aflfetil („inngjöfina“) og hámarks snún- ingsátak er stöðugt allt upp í 6.000 snún- inga á mínútu – kannski mætti orða það svo að það sé bara einn gír; úr kyrrstöðu upp í hámarkshraða. Þetta finnur maður vel í Tesla; þegar gefið er inn er hröðunin ótrú- leg, svo ótrúleg að maður verður eiginlega að prófa það aftur og aftur (og þá er gott að vera á ferð fjarri annarri umferð og fjarri hraðamyndavélum). Að sama skapi þarf engan bakkgír – því mótorinn gengur jafn vel aftur á bak og áfram, bara fasa- skipting. Þess má og geta hér að sam- kvæmt útreikningum Tesla-bænda þá er orkunýtingin 88%, en samkvæmt opinberum tölum vestan hafs er orkunýting á hefð- bundnum bílum 14%-30% eftir aðstæðum og aksturslagi. Að utan er Tesla eins og hver annan sportbíll, rennilegur og glæsilegur í alla staði, en þegar sest er inn í hann kemur annað í ljós. Fyrir miðju mælaborði er til að mynda risavaxinn skjár, 17" – sá stærsti sem ég hef séð í bíl. Sá sýnir ýmsar upp- lýsingar um bílinn, eyðslu og hleðslu og hversu langt er hægt að keyra miðað við þá hleðslu sem er á geyminum,. Skjárinn er líka fyrir vegakort, í bílnum er innbyggt GPS, og bakkmyndavélin (hægt er að hafa kveikt á henni þegar maður er á ferð – ef vill). Einnig er skjárinn til þess að fara á netið, en bílnum fylgir 4G SIM-kort frá Nova – öll netnotkun innifalin. Einnig er innbyggt þráðlaust net og því hægt að nýta tiltæk net. Skjárinn undirstrikar það að Tesla er eig- inlega tölva á hjólum, enda er tölvutækni nýtt til að stýra nánast öllu. Svo er kerfið uppfært yfir netið – uppfærsla á stýrikerfi bílsins skilar nýjum viðbótum. Gott dæmi um þetta er að á tilteknu módeli af Tesla Model S er hraðhleðsla ekki innifalin, en hægt að kaupa hana með bílnum eða kaupa hana seinna og þá er hugbúnaður á bílnum uppfærður. Annað dæmi um hugbúnaðar- uppfærslu er að þegar það kviknaði í tveim- ur Tesla-bílum eftir að þeir óku á drasl á hraðbrautum vestan hafs uppfærði Tesla hugbúnað bílanna og fyrir vikið auka þeir veghæðina aðeins þegar þeir eru komnir á hraðbrautahraða. Ekki má svo gleyma radd- stýringu, fjarlægðarskynjurum, aðstoð við að leggja, akreinaskynjara og svo má telja. Tölvan í bílnum og nettengingin gerir líka mögulegt að fylgjast með honum úr fjarska með forriti í síma eð spjaldtölvu og þannig er til að mynda hægt að sjá hleðsluna á bílnum í símanum, nú eða sjá hvernig hon- um er ekið og hvert ef maður hefur lánað bílinn og eins er hægt að kveikja á hit- aranum, láta ljósin blikka eða bílinn flauta til að finna hann í bílastæðahúsinu, opna og loka topplúgunni og læsa bílnum eða opna hann. Þegar maður tekur fótinn af inngjöfinni hægir bílinn á sér og það mjög skarpt, enda er hann að nýta hreyfiorkuna til að að hlaða rafgeyminn. Í eina tíð þótti það eft- irsóknarvert að aka af slíkri skynsemi að sjaldan þyrfti að stíga á bremsurnar, en það er hægðarleikur á Tesla-bíl. Even selur Tesla á Íslandi og fleiri raf- bíla reyndar. Model S kostar frá 10.790.000 kr. með 60 kWs rafhlöðu, 12.490.000 kr. með 85 kWs rafhlöðu, 85D kWs gerðin með drifi á öllum hjólum kostar 13.290.000 kr., og sporttýpan P85D kWs kostar 16.590.000 kr. EINFALDLEGA SNILLD EINFALDLEIKI ER DYGGÐ OG EKKI SÍST Í HÁTÆKNI. ÞAÐ SÉST VEL Í RAFBÍLUM FRÁ TESLA SEM SANNA ÞAÐ AÐ HÆGT ER AÐ BÚA TIL HÁ- TÆKNILEG FARARTÆKI, SANNKALL- AÐAR GLÆSIKERRUR, SEM GANGA FYRIR RAFMAGNI. * Hversu hratt gengur aðhlaða bílinn fer eftir því hvar stungið er í samband, en það get- ur verið allt frá því að ná 45 kíló- metra hleðslu á klukkutímann í 270 kílómetra hleðslu á hálftíma í sérstakri hraðhleðslustöð. Níu slíkar stöðvar eru á Reykjavík- ursvæðinu, Selfossi, í Reykjanesbæ og Borgarnesi. * Fyrstu gerðir af Models Svoru afturhjóladrifnar og ekkert frammí nema farangursrými. Það er á sínum stað, en nú eru flestar gerðir með tvo rafmótora og því drif á öllum hjólum sem hefur dregið úr eyðslu/aukið drægni. Væntanleg Tesla, Model X, sem verður jepplingur, er til að mynda aðeins fáanlegur með drif á öllum. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Skjárinn í mæla- borðinu er enginn smáskjár - 17". * Drægni á fullri hleðslu erríflega 400 kílómetrar samkvæmt opinberum tölum vestan hafs og þá miðað við 85 kWhb rafhlöðuna, en vitanlega skiptir tals- verðu máli við hvaða aðstæður ekið er og hve hratt og eins hita- stig, enda dregur úr drægi með lækkandi lofthita. Þetta sam- svarar eyðslu upp á 2,6 l á hverja 100 kíló- metra. Græjur og tækni Android-vélmenni pissar *Víst er margt að sjá í Pakistan, en ekkert þóeins sérkennilegt og skammt suður af Raw-alpindi, eða í það minnsta birtir Google Mapsmjög sérkennilega mynd af stað sem erá33°30’52.5"N 73°03’33.2"E. Þar má sjá, oghefur verið sýnilegt síðustu daga, hvarAndroid-vélmenni pissar á vörumerki Apple, eins og sést á myndinni hér til hliðar. Engum spurnum fer af því hver gerði myndina. Tesla er ekki bara bílaframleiðandi, heldur hefur fyrirtækið lýst því yfir að það ætli að snúa sér að rafhlöðuframleiðslu og það verður engin smáframleiðsla; fyrirtækið er að reisa risaverksmiðju til að framleiða raf- hlöður og hyggst leggja í þá vinnu um 700 milljarða króna. Samkvæmt kynningu Tesla fyrir fjárfestum mun nýja verksmiðjan lækka framleiðslu- kostnað á bílarafhlöðum um þriðjung og af- kastagetan vera nóg fyrir 500.000 Tesla-bíla á ári. Rafhlöðurnar eru þó ekki bara fyrir bíla, því hægt verður að framleiða rafhlöður fyrir allskyns búnað annan og sumir hafa gert því skóna að Tesla hafi í hyggju að framleiða raf- hlöður fyrir heimili, þ.e. rafhlöður sem hlaða má yfir daginn, nota til að mynda sólar- eða vindorku, eða þá með ódýrara rafmagni, til að mynda að nóttu, og nota yfir daginn. Að þessu sögðu þá veit enginn hvernig við- komandi rafhlaða verður og ekki heldur hve- nær hún kemur á markað, það eitt liggur fyr- ir að Tesla stefnir að því að framleiða slíka rafhlöðu, eða svo sagði Elton Musk, eigandi fyrirtækisins, í viðtali á síðasta ári og fyrir stuttu bárust þau boð frá fyrirtækinu að á næstunni yrði slík heimilisrafhlaða kynnt nánar og þá væntanlega í samvinnu við orku- fyrirtæki. Panasonic framleiðir grunnrafhlöðurnar fyrir Tesla, en fyrirtækið setur þær síðan saman í rafhlöður fyrir bíla, og eins og sjá má á myndinni er undirvagninn á Model S ein samfelld rafhlaða. HLIÐARBÚGREIN TESLA Rafhlöður fyrir heimili Eins og sjá má þá er undirvagninn á Tesla Model S eiginlega ein samfelld rafhlaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.