Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Græjur og tækni Á rið áður hafði fyrirtækið sett Model S-bíla sína á markað, sem bjuggu yfir sömu eiginleikum eða betri og aðrir lúxusbílar. Vandinn var sá að ýmiss konar bilanir komu ítrekað upp í bíl- unum og þá skorti einnig búnað á borð við nema til að aðstoða við að leggja og sérstakan cruise control-möguleika sem þótti sjálf- sagður hlutur í lúxusbílum á þeim tíma. Bilanir á borð við að hand- föng bílsins skutust ekki út til þess að gera bílstjórum kleift að setjast inn í þá og léleg sól- skyggni gerðu að verkum að smám saman breiddist út að „bíll- inn væri skelfilegur“, er haft eftir Musk í bókinni. Æðstu stjórnendur fyrirtækisins héldu sannleikanum um bága stöðu fyrirtækisins frá Musk og þegar hann komst að hinu sanna í málinu lét hann reka þá flesta og veitti hungraðri starfsmönnum á lægri stigum stöðuhækkanir. Hann réði jafnframt Jerome Guile frá Daimler til þess að koma við- gerðarstöðvum Tesla í stand. Þá lét hann starfsmenn úr öllum deildum fara út á gólfið og selja bíla enda gekk illa að fá forpant- anir til að raungerast. „Ef við skilum þessum bílum ekki frá okkur, þá erum við dauðadæmd. Svo mér er nákvæm- lega sama hvað þið voruð að gera. Nýja starfið ykkar er að dúndra út bílum,“ sagði Musk við starfsmenn sína á fundi. Ashlee Vance, höfundur bókarinnar Elon Musk: Tesla, SpaceXand the Quest for a Fantastic Future. Musk hafði jafnframt samband við vin sinn Larry Page, annan stofnanda Google, til þess að koma fyrirtækinu til bjargar, sem á þessum tímapunkti var í frjálsu falli og neyddist í auknum mæli til að minnka við sig. Ritaður var samningur þess efnis að Google myndi kaupa Tesla fyrir sex milljarða Bandaríkjadollara en auk þess vildi Musk tryggingu fyrir því að Google myndi einfald- lega ekki leysa fyrirtækið upp og að hann sjálfur gæti stýrt því í átta ár til viðbótar eða þangað til að það gæti sent frá sér þriðju kynslóð bíla sinna. Ný rafhlaða væntanleg Nokkur atriði töfðu samnings- gerðina nægilega lengi til þess að sölutölur Tesla tóku að hækka og framleiðslan tók við sér sömuleið- is. Það varð til þess að fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði, hlutabréfaverðið fimmfaldaðist og þá var mögulegt að endurgreiða lán sem höfðu komið í veg fyrir gjaldþrot. Að því er fram kemur í bókinni átti fyrirtækið aðeins reiðufé til tveggja vikna þegar það var næstum keypt af Google. Page hefur neitað að tjá sig um málið á þeim forsendum að hann tjái sig ekki um orðróma en bætti jafnframt við að bílafyr- irtæki væru ansi langt frá sér- sviðum Google. Musk sleit að lok- um viðræðunum og í dag er Tesla leiðandi afl á sviði rafbíla og hefur opnað höfuðstöðvar víða um heim. Á sama tíma hefur Go- ogle keypt ýmis fyrirtæki sem sérhæfa sig í sjálfstýringu og vél- búnaði og hefur framleitt sinn eigin smábíl. Hefði fyrirtækið keypt Tesla hefði bíllinn eflaust litið út eins og Model S-tegund Tesla. Hinn 30. apríl næstkomandi mun Tesla kynna opinberlega nýj- ustu afurð sína, sem Elon Musk tók sérstaklega fram á Twitter- síðu sinni að væri ekki bifreið. Vitað er að fyrirtækið hefur verið að þróa nýja tegund rafhlaðna sem hugsaðar eru til heimilishalds og talið er líklegt að hulunni verði svipt af því í vikunni. Heimildir herma að rafhlaðan verði fær um að varðveita sól- arorku og blanda henni saman við ódýra raforku og geti þannig mögulega lækkað reikninga fólks um allt að því 20-30%. Tesla næstum selt til Google GOOGLE OG TESLA ERU Í DAG MEÐAL STÆRSTU TÆKNIFYRIRTÆKJA HEIMS, HIÐ FYRRNEFNDA EFLAUST ÞAÐ STÆRSTA. ENGU MUNAÐI AÐ ATHAFNAMAÐURINN ELON MUSK HEFÐI SELT FYRIRTÆKI SITT, TESLA, SEM FRAMLEIÐIR RAFMAGNSBÍLA, TIL GOOGLE ÁRIÐ 2013 Í KJÖLFAR ÍTREKAÐRA BILANA Í BÍLUNUM, LÍTILLAR SÖLU OG HRAPANDI HLUTABRÉFAVERÐS. ÞETTA KEMUR FRAM Í NÝRRI BÓK UM SÖGU TESLA. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is AFP AFP Bók er komin út um sögu Tesla- fyrirtækisins sem framleiðir rafbíla í dýrari kantinum. Elon Musk er forstjóri Tesla. Hann boðar nú nýja afurð frá fyrirtækinu í vik- unni sem er ekki rafbíll. M aðurinn heitir Chris Roberts og átti að fljúga frá Colorado til San Francisco til þess að flytja fyrirlestur á ráðstefnu í borginni á laugardag. Hann hafði áður tíst um það á Twitter að hann gæti látið súrefnisgrímur vél- arinnar falla með því að brjótast inn í tölvukerfið. Þrátt fyrir bannið lét talsmaður United hafa eftir sér að fyrirtækið væri öruggt um að ekki væri hægt að brjótast inn í tölvukerfi véla flugfélagsins með þeim aðferðum sem Roberts hafði útlistað. Ro- berts er annar stofnenda fyrirtæk- isins One World Labs, sem sérhæf- ir sig í netöryggi, og vinnur við að finna bilanir og veikleika í örygg- iskerfum fyrirtækja til þess að vara þau við áður en glæpamenn geta hagnýtt sér þá. Á miðvikudag fyrir viku var Roberts jafnframt vísað úr flugi af bandarísku alrík- islögreglunni (FBI) sem jafnframt lagði hald á ferðatölvu hans og yf- irheyrði hann klukkustundum sam- an. Tíst Roberts var svohljóðandi: „Erum borð í 737/800, látum okkur sjá Box-IFE-ICE-SATCOM? Eig- um við að leika okkur með EICAS- skilaboð? „LÁTA SÚREFN- ISGRÍMUR FALLA“, hvað segið þið um það :)“ Í starfi sínu veitir Roberts viðtöl við fjölmiðla og nýlega lét hann hafa eftir sér í samtali við Fox News: „Það er fræðilega mögulegt að slökkva á hreyflum véla í 35 þúsund feta hæð og sjá til þess að það fari engin ljós að blikka í flug- stjórnarklefanum.“ Hann sagði jafnframt við CNN að hann gæti tengst tölvu undir sætinu sínu til þess að skoða gögn frá hreyflum og stjórnkerfi vélarinnar, um bens- ínsmagn vélarinnar og fleira. Aðspurður hvers vegna Robert hefði verið aftrað frá því að ganga um borð í vélina sagði Rahsaan Johnson, talsmaður United að í ljósi yfirlýsinga Roberts um getu sína til þess að hafa áhrif á stjórn- kerfi flugvélarinnar hefði sú ákvörðun verið tekin í þágu við- skiptavina og starfsmanna United að banna honum að fljúga með United. „Á hinn bóginn erum við líka viss um að ekki er hægt að ná vélinni á sitt vald með þeim aðferð- um sem hann lýsti.“ Hann var þá spurður hvers vegna Roberts mætti ekki fljúga, fyrst öryggiskerfi vélarinnar væru ekki í hættu. „Við tókum þessa ákvörðun í ljósi þess að Roberts sagðist geta haft áhrif á búnað vél- arinnar og það er brot á stefnu United og eitthvað sem við- skiptavinir og starfsfólk á ekki að þurfa að sætta sig við.“ Sagðist geta hakkað sig inn í farþegaþotu FLUGFÉLAGIÐ UNITED AIRLINES BANNAÐI Í VIKUNNI SÉR- FRÆÐINGI FRÁ ÖRYGGISFYRIRTÆKI AÐ FLJÚGA MEÐ FÉ- LAGINU Í KJÖLFAR ÞESS AÐ HANN TÍSTI UM GETU SÍNA TIL AÐ BRJÓTAST INN Í TÖLVUKERFI FLUGVÉLARINNAR. Robert tísti út á netið að hann væri fær um að láta súr- efnisgrímur vél- arinnar falla að vild. Twitter hefur nú ákveðið að gera notendum sínum kleift að senda einkaskilaboð sín á milli, jafnvel þó þeir séu ekki að fylgja hver öðrum. Tístarar geta þó ennþá útilokað notendur sem þeir vilja ekki fá skilaboð frá. Einkaskilaboð á Twitter
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.