Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 39
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Ircið var eins konar forveri nú- tímasamskiptamiðla og þar áttu um tíma þúsundir manna á Íslandi í spjalli á degi hverjum við ókunnuga og vini. Útlit þess var afskaplega hrátt, dökkir stafir á hvítum bak- grunni en eftir því sem leið á nýja öld tóku vinsældir þess að hjaðna hratt eftir því sem fleiri og meira spennandi miðlar komu fram. Ircið var, og er reyndar enn, forrit sem notendur hlóðu inn á tölvur sínar og gátu þannig náð sambandi við umheiminn og skráð sig inn á margvíslegar rásir. Eflaust eru margir sem eiga rómantískar minn- ingar frá því að hanga á ircinu, eins og það var kallað, og spyrja fólk með spennandi notendanöfn um aldur, stað og kyn. Notendum irc- isins á heimsvísu hefur fækkað gíf- urlega eins og gefur að skilja, en þó er undarlega mikill fjöldi fólks sem ennþá styðst við það. Árið 2003 voru notendur á heimsvísu um ein milljón talsins en þeim hafði fækk- að í 400.000 árið 2014. GAMLA GRÆJAN Ircið Milljón manns um víða veröld notaði ircið þegar það var upp á sitt besta. Daniel Radcliffe, Harry Potter- leikarinn geðþekki, hefur nú tekið að sér hlutverk í sjónvarpsmynd um tölvuleikinn Grand Theft Auto og sögu hans. Radcliffe mun fara með hlutverk Sam Houser, manns- ins sem þekktur er sem listrænn arkitekt leiksins og verður myndin í fullri lengd. Myndin verður frum- sýnd á BBC 2 og er ætlunin með henni að segja söguna af því hvern- ig leikurinn varð til, ferli sem stundum hefur verið kallað „best heppnaða breska forritunarsagan“. Myndin mun nefnast Game Chan- gers og í henni munu áhorfendur kynnast hópi breskra tölvusnillinga þegar þeir útskrifast úr skóla og hefja að þróa tölvuleik sem endar á því að verða einn af þekktustu tölvuleikjum sögunnar. Haustið 2013 skilaði nýjasta af- urðin í leikjaseríunni, GTA:V, ein- um milljarði bandaríkjadala á þrem- ur dögum, og var þannig sá tölvuleikur sem selst hefur hraðast frá því mælingar hófust. Bill Paxton mun fara með hlutverk Jack Thompson, lögmanns sem er stað- ráðinn í að verja öllum kröftum sínum í að koma í veg fyrir að Grand Theft Auto öðlist vinsældir. Forsvarsmenn BBC staðfestu að myndin færi í framleiðslu á næst- unni. Tekið var fram að í myndinni yrðu umdeildir þættir leiksins teknir fyrir, en hann er ekki síst þekktur fyrir að gera spilurum kleift að haga sér eins og frjálsir glæpamenn, stela bílum, myrða óvini og lögreglu og ferðast djúpt ofan í ímyndaða glæpaveröld Bandaríkjanna. „Myndin mun sýna sögu leiksins í smáatriðum og jafn- framt taka til umfjöllunar þau djúp- stæðu áhrif sem hann hafði á menningarlegt landslag okkar.“ HARRY POTTER-LEIKARINN Í NÝJU HLUTVERKI Radcliffe í mynd um Grand Theft Auto Ekki fylgir sögunni hvort Rad- cliffe hefur skemmt sér við að gera allt vitlaust í leiknum. Algóritmi leitarvélar Google er eitt leyndardómsfyllsta og áhrifamesta fyrirbrigði samtímans og óteljandi fyr- irtæki treysta á töfra þess þegar kemur að því að aug- lýsa sig og vera sýnilegur á netinu. Frá og með næsta þriðjudegi verða breytingar gerðar á algóritmanum og þær hafa í för með sér að vefsíður sem eru snjall- símavænar munu fá aukið vægi og sýnileika í leitarnið- urstöðum sem framkallaðar eru á skjá slíkra síma. Uppfærslan mun því hafa í för með sér að Google mun raða upp leitarniðurstöðum í samræmi við hversu heppilegar þær eru fyrir snjallsíma. Þetta þýðir að fyr- irtæki sem ekki hafa sérstaka síðu fyrir snjallsíma munu þjást, enda verða notendur líklegri til að heimsækja slíkar síður fyrir vikið. Talið er að breytingarnar muni hafa umtalsverð áhrif á starfsemi leitarvélarinnar, um- talsvert meiri en síðustu tvær uppfærslur, Panda og Penguin, sem höfðu áhrif á 12% og 3% niðurstaðna hvor um sig. „Við ætlum að nýta síður fyrir snjallsíma betur í mati okkar á því hvaða síður eiga að birtast fyrst. Þessi breyting mun hafa áhrif á snjallsímaleitir á öllum tungu- málum úti um allan heim og mun hafa umtalsverð áhrif á leitarniðurstöður okkar,“ sagði Takaki Makinu, Cha- esang Jung og Doantam Phan í bloggfærslu fyrir hönd Google. Ætlunin með breytingunni er auðvitað sú að gera notendum léttara að finna niðurstöður sem henta því tæki sem leitin er framkvæmd á. Google hefur margoft gert smávægilegar breytingar á leitarforriti sínu en ekki tilkynnt margar þeirra fyrirfram. Í ljósi þess að fyrirtækið kaus að lýsa þessu sérstaklega yfir áður en breytingin tekur gildi þykir benda til þess að hún muni hafa geysileg áhrif á Google-leitir enda geta þær haft gríðarlega mikið að segja um sýnileika og þar með afkomu fyrirtækja sem treysta á leitarniðurstöður. BREYTINGAR HJÁ GOOGLE Vefsíðuhönnuðir munu eflaust hafa nóg að gera á næstunni þegar heima- síðueigendur vilja uppfæra síður sínar fyrir snjallsíma. AFP Snjallsímaleitir fá aukið vægi * Ég fæ letingja til að vinna erfitt verk, vegnaþess að letingi mun finna einfalda leið tilþess að leysa það. – Bill Gates. Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. *Tilboð gildir til 4. maí 2015 eða meðan birgðir endast. iPhone 6Plus 16GB Tilboðsverð 124.990.-* Fullt verð: 139.990.- Grár | Gull | Silfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.