Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 40
Tíska *Nýverið var opnuð norræn hönnunarbúð íNew York sem heitir því skemmtilega nafniElska. Þær Jillian Tangen og Rebekah Witzkefrá Long Island stofnuðu verslunina sem erstaðsett í Queens-hverfinu í New York. Íbúðinni eru seldar vörur frá Skandinavíu enþar er að finna fallega húsmuni, föt, fylgihluti og fleira. Slóðin á vefsíðu verlsunarinnar er elskanewyork.com. Elska New York H vaðan sækir þú innblástur? Af netinu. Þegar mér leiðist skoða ég föt á netinu, set allskonar í körfuna, loka svo tölvunni og fer í kalda sturtu. Er að reyna að spara peninga. Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Sporty Spice hittir goth mom. Hvað er það síðasta sem þú fest- ir kaup á? Íþróttatoppur í Útilífi. Nú verð ég örugglega mjög dugleg að stunda íþróttir. ..En það dýrasta? Ég á kannski svona þrjá fína kjóla eftir íslenska hönnuði sem kostuðu mjög mikið. Ég get því miður ekki ljóstrað upp neinum tölum því ég sagði kærastanum mín- um að þeir kostuðu mun minna en þeir gerðu. Hefur þinn persónulegi stíll þróast mikið með árunum? Tja. Þegar ég var í Listahá- skólanum að læra dans var ég í jogg- inggalla í þrjú ár samfleytt. Það voru mjúkir tímar. Síðan ég byrjaði að vinna á auglýsingastofu hef ég svo keypt mér nokkrar fullorðinsflíkur sem ég get mætt í á fundi og svoleiðis. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Að þau séu mjúk og ég líti ekki hlægilega út í þeim. Hvaða sumartísku ætlar þú að tileinka þér? Það er mér ómögulegt að ganga með derhúfur þar sem ég er með mjög stórt höfuð og einstaklega þykkt hár. Ég er því í sífelldri leit að flottri sportí derhúfu í júmbó-stærð sem gæti passað. Kannski mun draumurinn rætast þetta sumarið. Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Pabbi er alltaf flottur. Hver er eftirlætisárstíð þín varðandi fatastíl og hvers vegna? Ég fíla vor og haust, þegar það er smá kalt en samt sól svo ég get verið í pels, en líka með sólgleraugu. Það er algjört gelluveður. Áttu þér uppáhaldsfatahönn- uð? Já, bara allir sem hanna föt sem ég passa í. Það eru bestu fötin að mínu mati. GELLUVEÐUR Á VORIN OG HAUSTIN Berglind segir að eftir að hún byrjaði að vinna á auglýs- ingastofu hafi hún keypt sér nokkrar fullorðinsflíkur sem hún get mætt í á fundi og svoleiðis. "Sporty Spice hittir goth mom" Berglind segist vera í sí- felldri leit að flottri sportí derhúfu í júmbó-stærð. Berglind fílar vor og haust, þegar það er smá kalt en samt sól svo hún geti verið í pels og líka með sólgleraugu. Nýjustu kaupin eru íþróttatoppur úr Útilífi. BERGLIND PÉTURSDÓTTIR DANSARI STARFAR SEM TEXTAHÖFUNDUR Á ÍSLENSKU AUGLÝSINGA- STOFUNNI. BERGLIND ER TÖFFARI SEM KÝS AÐ KLÆÐA SIG Í MJÚK FÖT OG SEGIST ÞURFA AÐ FARA Í KALDA STURTU TIL ÞESS AÐ SPARA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Sporty spice í öllu sínu veldi. Morgunblaðið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.