Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 41
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 E ftir þennan þunga og hundleiðinlega vetur gat ég ekki annað en sagt já þegar vinkona mín bauð mér að vera með í ný- stofnuðum hjólaklúbbi hennar sem gengur undir nafinu Létt- vínsleggir. Við erum ekki að tala um neinn afreksklúbb með háleit markmið heldur hjólaklúbb með einn tilgang og það er að hafa gaman. Í þessum hjólaklúbbi fá húsmæður hjartað til að slá hraðar þegar þeyst er um hjólastíga Reykjavíkurborgar af fullum krafti. Í þessum hjólaklúbbi er ekki gerð nein krafa um að vera á töff hjóli eða í einhverjum súper dúper spandex-galla heldur fá allar að vera bara eins og þær eru. Eða það hélt ég allavega. Það voru því ákveðin vonbrigði þegar undirrituð mætti í þremur mismunandi dýra- prentum og fékk aldeilis að heyra að hún væri eins og hjólandi tísku- slys. Þegar konur eru svolítið hrifnar af dýraprenti geta munstrin aðeins skarast eins og gerðist í þessum dásamlega túr um úthverfi Reykja- víkur. Fyrst ber að nefna úlpu úr hlébarðamunstri sem keypt var í spænska móðurskipinu Zöru fyrir hrun og kostaði „skid og ingen ting“ eins og sagt er í Danmörku. Á einhverju krítísku augnabliki var úlpunni skyndilega pakkað í kassa þegar undirrituð rakst á einhverja lúðu í alveg eins úlpu í bænum … (sem er náttúrlega ekki mjög vand- að en ég er með afsökun – var undir þrítugu þegar þetta gerðist). Þegar úlpan fannst skyndilega í flutningum í fyrra eignaðist hún hinsvegar framhaldslíf enda er efnið í henni þannig að hún lítur miklu meira út fyrir að koma frá ítalska tískudúettnum Dolce & Gabbana. Eina vandamálið er að þegar maður er búinn að binda beltið um sig miðjan lítur út fyrir að undirrituð sé nýkomin úr brjóstastækkun (og það hafi ekki verið til púðar í réttri stærð og því hafi verið fyllt á fyr- ir allan peninginn). Einhverjir myndu ekki kalla þetta vandamál en konur sem hafa alla tíð verið að reyna að reyra niður á sér barminn hugsa öðruvísi. Við hlébarðaúlpuna var ég óvart í Nike-leikfimisbuxum með slöngu- prenti sem ég keypti nýlega og í Nike Free-skóm með gráu hlébarða- munstri sem komu á sínum tíma í takmörkuðu upplagi. Þessir skór voru sérpantaðir frá Bandaríkjunum af vinkonu minni en þegar þeir komu loksins í pósti reyndust þeir aðeins of stórir. Það var því ekkert annað í stöðunni en að senda þá með hraðpósti til hlébarðaelskandi vinkonu sinnar á Íslandi. Þegar ég gekk út í vorið í þessari múnderingu með bleikan hjálm hvarflaði ekki að mér að þessi fatasamsetning væri ekki málið og það hvarflaði heldur ekki að mér að þessar húsmæður þarna í þessum hjólaklúbbi færu að rífa kjaft. Sem hálfgerður aldursforseti í klúbbn- um er ég nefnilega komin á þann að stað að vera alveg „drullufokk- sama“. Ég er til dæmis oftast í sömu íþróttafötunum þegar ég mæti á æfingu og hingað til hefur enginn kvartað yfir því (ekki einu sinni þessi síðhærði og skeggjaði sem ég sef hjá). Með aldrinum hefur Lína langsokkur verið að vinna meira og meira á sem gerir það að verkum að ég hef gaman af því að blanda saman ólíkum munstrum og ólíkum efnum. Að vera of mikið í stíl getur verið allt of „boring“ eða svolítið eins og íslenski veturinn. Það fylgir því mikið frelsi að geta bara verið eins og Lína lang- sokkur þegar mann langar til þess. Það tók alveg 38 ár að komast á þennan stað – legg ekki meira á ykkur! martamaria@mbl.is Lína byrjar í hjólaklúbbi Tobba Marinósdóttir, Kristín Ýr Gunnarsdóttir, Elísabet Jóns- dóttir og Marta María Jónasdóttir fyrir utan Morgunblaðshöllina. Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is Skeifunni 17 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 „...virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta. Allt sem þau sögðu stóðst. Auðvelt að mæla með Remax Alpha!“ Áslaug og Benni Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi opið: mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Ný sending frá Mama B!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.