Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Síða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Síða 42
„Innblásturinn kom út frá sýkingum. Ég á bók með gömlum læknateikningum af sýkingum því áður en myndavélin var fundin upp voru sjúkdómarnir teiknaðir upp fyrir aðra lækna. Hugmyndin kemur það- an. Ég var svolítið að vinna með bæði hug- myndafræði-sýkingu og líkamlega, hvernig í raun og veru við sýkjumst af hugmyndum samfélagsins, hvernig það mergsýgst inn í okk- ur og hugsunarhátt okkar,“ segir Birkir Sveinbjörnsson sem vann með lífræn efni og bjó til textíl úr kítti og „sýkti“ þannig efn- in. „Þá er ég bæði að vinna með það nátt- úrulega og það sem er búið til af samfélag- inu og blanda því sam- an. Þetta er svolítið mikið áhersla á textíl og síðan er ég með frekar frekar kynlaus snið og form.“ Textíll úr kítti BIRKIR SVEINBJÖRNSSON Andri Hrafn notaðist við aðal- hugtökin úr hip-hop sem heimspeki við gerð línunnar. „Hip-hop sem heimspeki er nokkurs konar endur- vinnsla, endurnotkun, klippa, breyta og remix. Ég er að nota þessar að- ferðir til þess að búa til mínar eigin vinnuaðferð- ir,“ segir Andri og bætir við að fag- urfræðilegur innblástur sé fenginn úr hi- fi hljómflutn- ingstækjum. ANDRI HRAFN UNNARSON Innblástur fenginn úr hi-fi hljóm- flutningstækjum 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Tíska Morgunblaðið/Styrmir Kári TÍSKUSÝNING ÚTSKRIFTARNEMA Í FATAHÖNNUN Heillandi tísku- sýning í Hörpu TÍSKUSÝNING NEMENDA Á BA-STIGI Í FATAHÖNNUN VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS VAR HALDIN SUMARDAGINN FYRSTA Í HÖRPU. NÍU NEMENDUR SÝNDU ÁHUGAVERÐAR LÍNUR SEM ÞAU HAFA UNNIÐ HÖRÐUM HÖND- UM AÐ Í VETUR. MIKIL STEMNING VAR Í HÖRPU EINS OG VIÐ MÁ BÚAST Á SKEMMTILEGUM VIÐBURÐUM SEM ÞESSUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hönnun Ásrúnar Ágústs- dóttur á tískusýningu út- skriftarnema LHÍ. Andres hann- aði línu sem ein- kennist af ferskri, nútímalegri útgáfu af klassískri fág- un. „Línan er innblásin af arkitektúr og munsturgerð frá sjö- unda áratugnum. Hreint yfirborð, svart, hvítt og grátt.“ Flest efnin í línunni pantaði Andres að ut- an. „Ég notaði Neop- ren, sem er mjög mjúkt og slétt en svo var ég líka með efni með metaláferð sem skapaði áhugaverða út- komu.“ Innblásin af arkitektúr ANDRES EDUARDO PELAEZ PALENCIA „Norræni innblásturinn varð óvart,“ segir Ásrún Ágústsdóttir og bætir við að við gerð línunnar hafi hún unnið með ákveðna músu í huga sem er blanda af Línu Langsokk, Angelu Davis og Jane Birkin. „Út frá þessu varð línan svolítið abstrakt póstmódern- ísk, 21. aldar blóma- barn. Ég er með líf- ræn snið. Þau minna svolítið á sænskt sveitalíf og við það er ég með print og „optical ellusion“ eða sjónblekkingar vefnað sem ég óf sjálf.“ Öll efnin í línunni eru náttúruleg, íslenskur mokki og mongólskur pels í bland við lax- aroð. En Ásrún vann einnig með gallaefni og hör. „Línan er af- slöppuð og innblásin af manneskju sem er samkvæm sjálfri sér og fylgir eigin innsæi.“ 21. aldar blómabarn ÁSRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.